Hópuppsagnir kvennastétta á landsbyggðinni í boði heilbrigðisráðherra Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 15. mars 2021 14:31 Tvö sveitarfélög hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna vanda dvalar- og hjúkrunarheimila. Það eru sveitarfélögin Fjarðarbyggð og Vestmannaeyjar. Yfirlýsingin snýr að mestu um hvernig þau hafa mætt tómlæti að hálfu Sjúkratrygginga Íslands sem fer með samningsumboð fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins. Baráttan endalausa Í upphafi voru sveitarfélögin fjögur sem sögðu upp samningum við Sjúkratryggingar Íslands: Akureyri, Sveitarfélagið Hornafjörður, Fjarðarbyggð og Vestmannaeyjar. Áður höfðu sveitarfélögin bent á skort á fjármagni til reksturs heimilanna. Flestir sem láta sig þessi mál varða vita að gerðar voru ítrekaðar tilraunir til þess að ná fram leiðréttingu um langt skeið en án árangurs. Sveitarfélögin gripu þá til þeirra örþrifaráða að segja upp samningum um rekstur hjúkrunarheimilanna við Sjúkratryggingar Íslands. Nú virðist vera búið að tryggja réttarstöðu starfsmanna á Hornafirði. Vigdísarholt sem er fyrirtæki í eigu ríkisins tekur yfir reksturinn. Það er gert í gegn um lög um aðilaskipti sem virka þannig að réttindi og skyldur færast samkvæmt ráðningarsamningi yfir til nýja rekstraraðilans sem verður vinnuveitandi starfsmanna. Þetta þýðir að starfmennirnir færast sjálfkrafa yfir til nýs rekstraraðila með sömu kjörum og áður. Starfsmenn sem áður voru á launaskrá sveitarfélagsins halda sínum kjörum hjá fyrirtæki í eigu ríkisins. Heimilum mismunað Við tilfærslu dvalar- og hjúkrunarheimilanna í Fjarðarbyggð og í Vestmannaeyjum virðist ekki það sama gilda, þó svo að ríkið taki við rekstrinum. Búið er að segja upp öllu starfsfólki heimilanna, fullkomin óvissa ríkir meðal starfsfólks, meirihluti þeirra eru konur og merkilegt að ráðast í slíka hópuppsögn starfsmanna, sömu starfsmanna sem hafa lagt á sig ómælda vinnu og umhyggju gagnvart því heimilisfólki sem býr á heimilunum. Svona hópuppsagnir skapa einnig óvissu og getur leitt til óöryggis hjá heimilisfólkinu sjálfu, því óneitanlega myndast góð og traust tengsl á milli starfsfólks og heimilimanna. Íbúar heimilanna eru oft nefndir okkar viðkvæmasti hópur og þess vegna þarf að vanda til verka með virðingu að leiðarljósi. Heilbrigðisráðherra hefur val um að láta lög um réttarstöðu starfsfólks við aðilaskipti gilda. Hún velur því að láta slíkt ekki gilda í áðurnefndum sveitarfélögum. Aldraðir Akureyringar í óvissu Á Akureyri er staðan enn óljós. Í fréttatilkynningu frá 18. ágúst á sl. ári mátti lesa að Heilbrigðisstofnun Norðurlands tæki yfir rekstur öldrunarheimilanna og að breytt rekstrarfyrirkomulag hefði í för með sér að á þriðja hundrað starfsmenn myndu halda réttindum og kjörum sínum samkvæmt kjarasamningum. Með öðrum orðum að ef ætlunin væri að fara að lögum um aðilaskiptasamninga. Enda hefðu öldrunarheimilin lengi átt því láni að fagna að hafa frábært og reynslumikið starfsfólk innanborðs. Lögð væri rík áhersla á að heimilin yrðu fyrir sem minnstum áhrifum af þessum breytingum. Allt virtist vera í föstum skorðum nema að fyrir nokkru síðan auglýstu Sjúkratryggingar Íslands eftir rekstraraðila og nú hefur komið í ljós að tvö fyrirtæki í einkarekstri hafa lýst áhuga á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar. Þetta eru Heilsuvernd og Umönnun sjálfseignarstofnun. Samkvæmt upplýsingum Sjúkratrygginga standa nú yfir viðræður við fyrirtækin á grundvelli rekstrargagna frá Akueyrarbæ. Það er afar mikilvægt að vel takist til. Starfsfólk og íbúar öldrunarstofnanna eiga skilið öryggi en ekki innantóm loforð. Þau virðast því miður of oft vera gefin. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Byggðamál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Tvö sveitarfélög hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna vanda dvalar- og hjúkrunarheimila. Það eru sveitarfélögin Fjarðarbyggð og Vestmannaeyjar. Yfirlýsingin snýr að mestu um hvernig þau hafa mætt tómlæti að hálfu Sjúkratrygginga Íslands sem fer með samningsumboð fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins. Baráttan endalausa Í upphafi voru sveitarfélögin fjögur sem sögðu upp samningum við Sjúkratryggingar Íslands: Akureyri, Sveitarfélagið Hornafjörður, Fjarðarbyggð og Vestmannaeyjar. Áður höfðu sveitarfélögin bent á skort á fjármagni til reksturs heimilanna. Flestir sem láta sig þessi mál varða vita að gerðar voru ítrekaðar tilraunir til þess að ná fram leiðréttingu um langt skeið en án árangurs. Sveitarfélögin gripu þá til þeirra örþrifaráða að segja upp samningum um rekstur hjúkrunarheimilanna við Sjúkratryggingar Íslands. Nú virðist vera búið að tryggja réttarstöðu starfsmanna á Hornafirði. Vigdísarholt sem er fyrirtæki í eigu ríkisins tekur yfir reksturinn. Það er gert í gegn um lög um aðilaskipti sem virka þannig að réttindi og skyldur færast samkvæmt ráðningarsamningi yfir til nýja rekstraraðilans sem verður vinnuveitandi starfsmanna. Þetta þýðir að starfmennirnir færast sjálfkrafa yfir til nýs rekstraraðila með sömu kjörum og áður. Starfsmenn sem áður voru á launaskrá sveitarfélagsins halda sínum kjörum hjá fyrirtæki í eigu ríkisins. Heimilum mismunað Við tilfærslu dvalar- og hjúkrunarheimilanna í Fjarðarbyggð og í Vestmannaeyjum virðist ekki það sama gilda, þó svo að ríkið taki við rekstrinum. Búið er að segja upp öllu starfsfólki heimilanna, fullkomin óvissa ríkir meðal starfsfólks, meirihluti þeirra eru konur og merkilegt að ráðast í slíka hópuppsögn starfsmanna, sömu starfsmanna sem hafa lagt á sig ómælda vinnu og umhyggju gagnvart því heimilisfólki sem býr á heimilunum. Svona hópuppsagnir skapa einnig óvissu og getur leitt til óöryggis hjá heimilisfólkinu sjálfu, því óneitanlega myndast góð og traust tengsl á milli starfsfólks og heimilimanna. Íbúar heimilanna eru oft nefndir okkar viðkvæmasti hópur og þess vegna þarf að vanda til verka með virðingu að leiðarljósi. Heilbrigðisráðherra hefur val um að láta lög um réttarstöðu starfsfólks við aðilaskipti gilda. Hún velur því að láta slíkt ekki gilda í áðurnefndum sveitarfélögum. Aldraðir Akureyringar í óvissu Á Akureyri er staðan enn óljós. Í fréttatilkynningu frá 18. ágúst á sl. ári mátti lesa að Heilbrigðisstofnun Norðurlands tæki yfir rekstur öldrunarheimilanna og að breytt rekstrarfyrirkomulag hefði í för með sér að á þriðja hundrað starfsmenn myndu halda réttindum og kjörum sínum samkvæmt kjarasamningum. Með öðrum orðum að ef ætlunin væri að fara að lögum um aðilaskiptasamninga. Enda hefðu öldrunarheimilin lengi átt því láni að fagna að hafa frábært og reynslumikið starfsfólk innanborðs. Lögð væri rík áhersla á að heimilin yrðu fyrir sem minnstum áhrifum af þessum breytingum. Allt virtist vera í föstum skorðum nema að fyrir nokkru síðan auglýstu Sjúkratryggingar Íslands eftir rekstraraðila og nú hefur komið í ljós að tvö fyrirtæki í einkarekstri hafa lýst áhuga á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar. Þetta eru Heilsuvernd og Umönnun sjálfseignarstofnun. Samkvæmt upplýsingum Sjúkratrygginga standa nú yfir viðræður við fyrirtækin á grundvelli rekstrargagna frá Akueyrarbæ. Það er afar mikilvægt að vel takist til. Starfsfólk og íbúar öldrunarstofnanna eiga skilið öryggi en ekki innantóm loforð. Þau virðast því miður of oft vera gefin. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun