Hinn atvinnulausi Einstein eða hvað hefði gerst ef Einstein hefði fengið einhverfugreiningu sem barn? Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 14. mars 2021 09:37 Samkvæmt tölum frá National Autistic Society í Bretlandi eru um 700.000 með einhverfugreiningu á Bretlandseyjum. Einungis 16% fullorðinna á einhverfurófi eru hins vegar í fullu starfi. Meira en 77% þeirra sem voru einhverfir en án atvinnu sögðust helst vilja fá launaða vinnu. Ekkert bendir til þess að staða fullorðinna einhverfra sé nokkuð betri hér á Íslandi. Börn á einhverfurófi fá ýmsan stuðning en við 18 ára aldur fellur allur sá stuðningur burt. Það er engu líkara en að fullorðnir einhverfir eigi bara að gufa upp og helst hverfa – PÚFF – á 18 ára afmælinu. Svo einfalt er það hins vegar ekki. Nú er það svo að á undanförnum árum hefur fjöldi greininga barna með hin ýmsu heilkenni og raskanir aukist í hverjum árgangi. Um er að ræða greiningar á einhverfu, ADD/ADHD, lesblindu, einhverfu/ADHD samsetningu og fleiru. Upp eru að vaxa stórir árgangar barna sem eru mörg með greiningar og sem ætlast til þess að fá að taka þátt í samfélaginu í framtíðinni bæði í leik og starfi. Samfélagið er hins vegar ennþá gamaldags, vinnumarkaðurinn beinlínis hallærislegur og þjóðfélagið í heild algjörlega vanbúið og óundirbúið að taka við miklum fjölda einstaklinga sem eru með greiningar þegar þau komast á fullorðinsár. En samfélagið verður að taka miklum breytingum. Heilafjölbreytni og mismunandi tegundir heilaheilsu verða að fá fulla viðurkenningu á sama hátt og réttindi samkynhneigðra hafa fengið viðurkenningu og réttindi ýmissa annarra hópa fólks. Mannleg fjölbreytni í allri sinni dýrð verður að vera viðurkennd og samþykkt skilyrðislaust. Lausn samfélagsins í dag gagnvart einhverfum er að gera marga einhverfa að öryrkjum. En það er ljóst að í samfélagi framtíðarinnar verða svo margir einstaklingar með allskyns greiningar og frávik að það verður ekki hægt að setja allan þann hóp á örorkubætur. Það einfaldlega mun ekki verða til fjármagn til þess. Þessvegna verða að verða breytingar úti í atvinnulífinu. „Ég er algjörlega lost“ segir ung einhverf kona á 27. aldursári. Önnur einhverf kona upplifir það að vera rekin vegna „samstarfsörðugleika“. Enginn sálfræðingur er kallaður til. Ekkert tillit er tekið til þess að hún er einhverf. Henni er einfaldlega sagt upp. Þessi illa meðferð á einhverfum verður að hætta. Það á að skylda alla stóra vinnustaði að vera með starfandi sálfræðinga skv. lögum. Fyrsta skylda slíkra sálfræðinga á að vera að tryggja mannlega fjölbreytni á vinnustað. Allir eiga að geta fengið vinnu við sitt hæfi. Við verðum að fara að hefja greiningar upp til skýjanna. Við verðum að læra að meta fólk með greiningar í staðinn fyrir að leggja það í einelti og útiloka það. Það kaldhæðnislega í þessu öllu saman er að ef þú ert þroskaskertur einstaklingur er líklegra að þú fáir hjálp og að þér verði útveguð vinna á vernduðum vinnustað. En ef þú ert með ódæmigerða einhverfu án þroskaskerðingar, er nákvæmlega ekkert gert fyrir þig. Ég sem pára þessi orð er sjálf með ódæmigerða einhverfu/ADHD samsetningu og ég get einnig tjáð mig í rituðu og töluðu máli. Ég er með 4 háskólagráður en get hvergi fengið vinnu á vinnumarkaði. Ég hef fundið mér vettvang sem sjálfboðaliði og heimsóknarvinur í Rauða krossinum. Ég hef rofið félagslega einangrun eldri borgara og heimsótt fjölda fólks. Ég stunda einnig söngnám og reyni að vera sólarmeginn í lífinu almennt séð. Ég telst vera 75% öryrki. En ég er með almenna greindarvísitölu 146. Af því að ég er þetta greind fæ ég enga aðstoð, hvorki frá sveitarfélagi mínu né öðrum. Ég get því ekki annað en spurt spurningarinnar? Ef Albert Einstein hefði fengið einhverfugreiningu í leikskóla hefði hann komist inn í Tækniháskólann í Zürich og hefði afstæðiskenningin nokkurn tímann orðið til? Í íslensku samfélagi í dag væri Einstein atvinnulaus og á örorku. Enginn myndi taka hann alvarlega. Verðum við ekki að fara að gera róttækar samfélagsbreytingar og samþykkja mannlega fjölbreytni eins og hún er í öllu sínu dýrðlega veldi? Höfundur er með B.A. B.Sc. M.Sc. og M.A. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Félagsmál Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt tölum frá National Autistic Society í Bretlandi eru um 700.000 með einhverfugreiningu á Bretlandseyjum. Einungis 16% fullorðinna á einhverfurófi eru hins vegar í fullu starfi. Meira en 77% þeirra sem voru einhverfir en án atvinnu sögðust helst vilja fá launaða vinnu. Ekkert bendir til þess að staða fullorðinna einhverfra sé nokkuð betri hér á Íslandi. Börn á einhverfurófi fá ýmsan stuðning en við 18 ára aldur fellur allur sá stuðningur burt. Það er engu líkara en að fullorðnir einhverfir eigi bara að gufa upp og helst hverfa – PÚFF – á 18 ára afmælinu. Svo einfalt er það hins vegar ekki. Nú er það svo að á undanförnum árum hefur fjöldi greininga barna með hin ýmsu heilkenni og raskanir aukist í hverjum árgangi. Um er að ræða greiningar á einhverfu, ADD/ADHD, lesblindu, einhverfu/ADHD samsetningu og fleiru. Upp eru að vaxa stórir árgangar barna sem eru mörg með greiningar og sem ætlast til þess að fá að taka þátt í samfélaginu í framtíðinni bæði í leik og starfi. Samfélagið er hins vegar ennþá gamaldags, vinnumarkaðurinn beinlínis hallærislegur og þjóðfélagið í heild algjörlega vanbúið og óundirbúið að taka við miklum fjölda einstaklinga sem eru með greiningar þegar þau komast á fullorðinsár. En samfélagið verður að taka miklum breytingum. Heilafjölbreytni og mismunandi tegundir heilaheilsu verða að fá fulla viðurkenningu á sama hátt og réttindi samkynhneigðra hafa fengið viðurkenningu og réttindi ýmissa annarra hópa fólks. Mannleg fjölbreytni í allri sinni dýrð verður að vera viðurkennd og samþykkt skilyrðislaust. Lausn samfélagsins í dag gagnvart einhverfum er að gera marga einhverfa að öryrkjum. En það er ljóst að í samfélagi framtíðarinnar verða svo margir einstaklingar með allskyns greiningar og frávik að það verður ekki hægt að setja allan þann hóp á örorkubætur. Það einfaldlega mun ekki verða til fjármagn til þess. Þessvegna verða að verða breytingar úti í atvinnulífinu. „Ég er algjörlega lost“ segir ung einhverf kona á 27. aldursári. Önnur einhverf kona upplifir það að vera rekin vegna „samstarfsörðugleika“. Enginn sálfræðingur er kallaður til. Ekkert tillit er tekið til þess að hún er einhverf. Henni er einfaldlega sagt upp. Þessi illa meðferð á einhverfum verður að hætta. Það á að skylda alla stóra vinnustaði að vera með starfandi sálfræðinga skv. lögum. Fyrsta skylda slíkra sálfræðinga á að vera að tryggja mannlega fjölbreytni á vinnustað. Allir eiga að geta fengið vinnu við sitt hæfi. Við verðum að fara að hefja greiningar upp til skýjanna. Við verðum að læra að meta fólk með greiningar í staðinn fyrir að leggja það í einelti og útiloka það. Það kaldhæðnislega í þessu öllu saman er að ef þú ert þroskaskertur einstaklingur er líklegra að þú fáir hjálp og að þér verði útveguð vinna á vernduðum vinnustað. En ef þú ert með ódæmigerða einhverfu án þroskaskerðingar, er nákvæmlega ekkert gert fyrir þig. Ég sem pára þessi orð er sjálf með ódæmigerða einhverfu/ADHD samsetningu og ég get einnig tjáð mig í rituðu og töluðu máli. Ég er með 4 háskólagráður en get hvergi fengið vinnu á vinnumarkaði. Ég hef fundið mér vettvang sem sjálfboðaliði og heimsóknarvinur í Rauða krossinum. Ég hef rofið félagslega einangrun eldri borgara og heimsótt fjölda fólks. Ég stunda einnig söngnám og reyni að vera sólarmeginn í lífinu almennt séð. Ég telst vera 75% öryrki. En ég er með almenna greindarvísitölu 146. Af því að ég er þetta greind fæ ég enga aðstoð, hvorki frá sveitarfélagi mínu né öðrum. Ég get því ekki annað en spurt spurningarinnar? Ef Albert Einstein hefði fengið einhverfugreiningu í leikskóla hefði hann komist inn í Tækniháskólann í Zürich og hefði afstæðiskenningin nokkurn tímann orðið til? Í íslensku samfélagi í dag væri Einstein atvinnulaus og á örorku. Enginn myndi taka hann alvarlega. Verðum við ekki að fara að gera róttækar samfélagsbreytingar og samþykkja mannlega fjölbreytni eins og hún er í öllu sínu dýrðlega veldi? Höfundur er með B.A. B.Sc. M.Sc. og M.A.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar