Um nýjan veg í Mýrdal og frumhlaup fjarvitrings Einar Freyr Elínarson skrifar 12. mars 2021 11:01 Róbert Marshall fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar sem nú sækist eftir því að verða oddviti Vinstri grænna á Suðurlandi fer mikinn í grein sem hann ritar á visir.is undir yfirskriftinni Umhverfisslys í uppsiglingu. Eins og fjarvitringar gjarnan gera þá veður hann fram úr fjarska án þess að þekkja eða hafa fyrir því að kynna sér staðreyndir mála. Hann vísar þar í skýrslu sem unnin var fyrir andstæðinga nýs vegar um Mýrdalinn og gefur því undir fótinn að fuglum og sniglum standi mikil ógn af framkvæmdinni. Það er auðvitað ótímabært að fullyrða um slíkt enda er yfirstandandi umhverfismat framkvæmda. Það er hins vegar orðin býsna þreytulegur málflutningur að hlusta á þegar fullyrt er að umferð manna þýði útrýmingu annara dýra. Ég er viss um að Róbert hefur farið í Dyrhólaey og virt þar fyrir sér fuglalífið sem enn þrífst þrátt fyrir mikla umferðaraukningu síðustu ár. Einnig mætti vísa til Héðinsfjarðar þar sem fjöldi fugla óx og fleiri tegundir komu upp ungum í kjölfar gangnaframkvæmda og vegagerðar, enda fælir umferðin frekar frá varginn. Mér finnst rétt í ljósi greinarinnar að tilgreina hér nokkrar meginástæður þess að ég tel nýjan láglendisveg með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall vera framtíðarlausn á erfiðum kafla hringvegarins: Þjóðvegur 1 klýfur ekki lengur byggðina í Vík Þegar fjöldi bíla sem keyra í gegnum Víkina eru orðnir á bilinu 4 – 5 þúsund á sólarhring þá er ekki að furða að margir foreldrar í efri byggð bæjarins kjósi að keyra börn sín í og úr skóla. Það er óásættanlegt að gangandi vegfarendur séu oft á tíðum í lífshættu þegar þeir þurfa að þvera þjóðveginn. Núverandi vegstæði býður ekki upp á neinar varanlegar lausnir við þessu vandamáli. Fyrir ekki svo löngu síðan gáfu hemlar í flutningabíl sig með þeim afleiðingum að hann þaut stjórnlaust niður brekkuna inn í bæinn og endaði á hliðinni við vegamót Víkurbrautar. Mikil mildi er að ekki voru fyrir aðrir bílar eða gangandi vegfarendur. Sneitt er framhjá veðravíti og bröttum brekkum Núverandi vegstæði fer um Skarphól sem er varasöm brekka með 10% halla og um Gatnabrún sem er með 12% halla og er á lista Vegagerðarinnar yfir hættulegustu beygjur á hringveginum og vel þekktur farartálmi. Þegar komið er upp Gatnabrúnina tekur við vegurinn norðan Reynisfjalls og á milli þess og Höttu þar sem oft myndast miklir sviptivindar og algengt er að veginum þar sé lokað að vetri til vegna óveðurs. Ný veglína fer suðurfyrir þessa staði og í stað mun vegurinn liggja allur á láglendi með göngum í gegnum Reynisfjall. Þetta stóreykur öryggi vegfarenda sem þurfa daglega að aka þessa leið, þ.m.t. skólabíll. Samsetning umferðar Hér á suðurströndinni höfum við horft upp á gríðarlega fjölgun erlendra ferðamanna og samfélagið hefur verið duglegt að byggja upp í kringum ferðaþjónustuna. Það gefur augaleið að flestir þeir ferðamenn sem leggja leið sína hingað eru ekki vanir þeim akstursskilyrðum sem íslensk veðrátta getur boðið upp á. Hér í Mýrdal hafa hótel og gistiheimili verið fullbókuð um vetrarmánuði þegar verstu veðrin ganga yfir. Við höfum margoft þurft að loka veginum um Reynisfjall á meðan aðrir kaflar þjóðvegarins hafa haldist opnir. Umhverfismál Nýr láglendisvegur um Mýrdal styttir hringveginn um 3,5 km. Sú tala er hins vegar langt frá því að lýsa raunverulegri styttingu í akstri fyrir stóran hluta þeirra sem aka um Mýrdalinn. Stór hluti þeirra sem sækja okkur heim fara niður að Dyrhólaey og í Reynisfjöru. Fyrir þann sem fer á báða staði myndi ný leið spara um 12,5 km til viðbótar í akstri. Við sem huga viljum að umhverfismálum hljótum að líta til alls þess sem sparast þannig í mengandi útblæstri. Nýja leiðin er um leið hliðholl umhverfinu á þann hátt að hún fer ekki nema að litlu leyti um óraskað land heldur er hún áætluð meðfram Dyrhólaós en eins og allir vita sem farið hafa um svæðið þá er landið norðan við væntanlegan veg framræst mýrlendi. Þá mun vegurinn liggja ofan við Víkurfjöru og það verður gaman að sjá hvaða útfærslur verða lagðar til þar en allir vita jú líka að Víkurfjaran er fjarri því að vera ósnortin. Þar hafa verið reistir stórir sandfangarar út í sjó til að sporna við landrofi og ófá handtök mannsins sem hafa verið unnin við landgræðslu til að sporna við sandblæstri. Ég óska Vinstri grænum á Suðurlandi góðs gengis við val á lista fyrir Alþingiskosningar í haust. Það verður vandasamt að finna eftirmann fyrir Ara Trausta Guðmundsson sem sinnt hefur starfinu af hófsemd og virðingu. Það kom vel í ljós í samtali við hann um þessa tilteknu vegaframkvæmd en hann var, eins og flestir ættu að geta verið, sammála því að rannsaka þyrfti raunveruleg áhrif framkvæmdarinnar og mögulegar mótvægisaðgerðir í umhverfismati. Sú vinna er nú í gangi hjá Vegagerðinni sem er mikið fagnaðarefni. Höfundur er oddviti Mýrdalshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Mýrdalshreppur Skoðun: Kosningar 2021 Umhverfismál Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Umhverfisslys í uppsiglingu Fyrir 100 árum var ég staddur á kaffistofu í Vík Mýrdal. Nokkrir karlar að spjalla um pólitík. Heimamenn og ég. Þetta var sennilega 2006 ef ég á að vera nákvæmur. 10. mars 2021 16:01 Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Sjá meira
Róbert Marshall fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar sem nú sækist eftir því að verða oddviti Vinstri grænna á Suðurlandi fer mikinn í grein sem hann ritar á visir.is undir yfirskriftinni Umhverfisslys í uppsiglingu. Eins og fjarvitringar gjarnan gera þá veður hann fram úr fjarska án þess að þekkja eða hafa fyrir því að kynna sér staðreyndir mála. Hann vísar þar í skýrslu sem unnin var fyrir andstæðinga nýs vegar um Mýrdalinn og gefur því undir fótinn að fuglum og sniglum standi mikil ógn af framkvæmdinni. Það er auðvitað ótímabært að fullyrða um slíkt enda er yfirstandandi umhverfismat framkvæmda. Það er hins vegar orðin býsna þreytulegur málflutningur að hlusta á þegar fullyrt er að umferð manna þýði útrýmingu annara dýra. Ég er viss um að Róbert hefur farið í Dyrhólaey og virt þar fyrir sér fuglalífið sem enn þrífst þrátt fyrir mikla umferðaraukningu síðustu ár. Einnig mætti vísa til Héðinsfjarðar þar sem fjöldi fugla óx og fleiri tegundir komu upp ungum í kjölfar gangnaframkvæmda og vegagerðar, enda fælir umferðin frekar frá varginn. Mér finnst rétt í ljósi greinarinnar að tilgreina hér nokkrar meginástæður þess að ég tel nýjan láglendisveg með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall vera framtíðarlausn á erfiðum kafla hringvegarins: Þjóðvegur 1 klýfur ekki lengur byggðina í Vík Þegar fjöldi bíla sem keyra í gegnum Víkina eru orðnir á bilinu 4 – 5 þúsund á sólarhring þá er ekki að furða að margir foreldrar í efri byggð bæjarins kjósi að keyra börn sín í og úr skóla. Það er óásættanlegt að gangandi vegfarendur séu oft á tíðum í lífshættu þegar þeir þurfa að þvera þjóðveginn. Núverandi vegstæði býður ekki upp á neinar varanlegar lausnir við þessu vandamáli. Fyrir ekki svo löngu síðan gáfu hemlar í flutningabíl sig með þeim afleiðingum að hann þaut stjórnlaust niður brekkuna inn í bæinn og endaði á hliðinni við vegamót Víkurbrautar. Mikil mildi er að ekki voru fyrir aðrir bílar eða gangandi vegfarendur. Sneitt er framhjá veðravíti og bröttum brekkum Núverandi vegstæði fer um Skarphól sem er varasöm brekka með 10% halla og um Gatnabrún sem er með 12% halla og er á lista Vegagerðarinnar yfir hættulegustu beygjur á hringveginum og vel þekktur farartálmi. Þegar komið er upp Gatnabrúnina tekur við vegurinn norðan Reynisfjalls og á milli þess og Höttu þar sem oft myndast miklir sviptivindar og algengt er að veginum þar sé lokað að vetri til vegna óveðurs. Ný veglína fer suðurfyrir þessa staði og í stað mun vegurinn liggja allur á láglendi með göngum í gegnum Reynisfjall. Þetta stóreykur öryggi vegfarenda sem þurfa daglega að aka þessa leið, þ.m.t. skólabíll. Samsetning umferðar Hér á suðurströndinni höfum við horft upp á gríðarlega fjölgun erlendra ferðamanna og samfélagið hefur verið duglegt að byggja upp í kringum ferðaþjónustuna. Það gefur augaleið að flestir þeir ferðamenn sem leggja leið sína hingað eru ekki vanir þeim akstursskilyrðum sem íslensk veðrátta getur boðið upp á. Hér í Mýrdal hafa hótel og gistiheimili verið fullbókuð um vetrarmánuði þegar verstu veðrin ganga yfir. Við höfum margoft þurft að loka veginum um Reynisfjall á meðan aðrir kaflar þjóðvegarins hafa haldist opnir. Umhverfismál Nýr láglendisvegur um Mýrdal styttir hringveginn um 3,5 km. Sú tala er hins vegar langt frá því að lýsa raunverulegri styttingu í akstri fyrir stóran hluta þeirra sem aka um Mýrdalinn. Stór hluti þeirra sem sækja okkur heim fara niður að Dyrhólaey og í Reynisfjöru. Fyrir þann sem fer á báða staði myndi ný leið spara um 12,5 km til viðbótar í akstri. Við sem huga viljum að umhverfismálum hljótum að líta til alls þess sem sparast þannig í mengandi útblæstri. Nýja leiðin er um leið hliðholl umhverfinu á þann hátt að hún fer ekki nema að litlu leyti um óraskað land heldur er hún áætluð meðfram Dyrhólaós en eins og allir vita sem farið hafa um svæðið þá er landið norðan við væntanlegan veg framræst mýrlendi. Þá mun vegurinn liggja ofan við Víkurfjöru og það verður gaman að sjá hvaða útfærslur verða lagðar til þar en allir vita jú líka að Víkurfjaran er fjarri því að vera ósnortin. Þar hafa verið reistir stórir sandfangarar út í sjó til að sporna við landrofi og ófá handtök mannsins sem hafa verið unnin við landgræðslu til að sporna við sandblæstri. Ég óska Vinstri grænum á Suðurlandi góðs gengis við val á lista fyrir Alþingiskosningar í haust. Það verður vandasamt að finna eftirmann fyrir Ara Trausta Guðmundsson sem sinnt hefur starfinu af hófsemd og virðingu. Það kom vel í ljós í samtali við hann um þessa tilteknu vegaframkvæmd en hann var, eins og flestir ættu að geta verið, sammála því að rannsaka þyrfti raunveruleg áhrif framkvæmdarinnar og mögulegar mótvægisaðgerðir í umhverfismati. Sú vinna er nú í gangi hjá Vegagerðinni sem er mikið fagnaðarefni. Höfundur er oddviti Mýrdalshrepps.
Umhverfisslys í uppsiglingu Fyrir 100 árum var ég staddur á kaffistofu í Vík Mýrdal. Nokkrir karlar að spjalla um pólitík. Heimamenn og ég. Þetta var sennilega 2006 ef ég á að vera nákvæmur. 10. mars 2021 16:01
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun