Hugsum samræmd próf upp á nýtt Ragnar Þór Pétursson skrifar 10. mars 2021 14:31 Þegar samræmd próf voru tekin upp um miðjan áttunda áratug síðustu aldar voru þau að nokkru leyti til marks um nýja hugsun í skólastarfi. Þar með lauk þriggja áratuga tilraun sem hnitaðist að mestu um landspróf. Á bak við landspróf var frómur tilgangur. Þeim var meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að hið nýja lýðveldi yrði of mikilli stéttaskiptingu að bráð. Hugmyndin var sú að öll börn, óháð stétt og stöðu, gætu tekið landspróf og brotist til æðri mennta og embætta. Málið reyndist auðvitað flóknara í framkvæmd en svo að réttur til próftöku dygði til að skapa samfélagslegt réttlæti og sveigjanleika. Viðbragð menntakerfisins var að endurhugsa nám frá grunni. Menntakerfið skyldi hætta að skiptast í menntakerfi embættismanna og alþýðu og verða eitt kerfi þjóðarinnar allrar. Samræmd próf væru eðlilegur endapunktur slíkrar skólagöngu og tryggði, að minnsta kosti, almennt eftirlit með menntuninni. Landsprófið var því lagt niður. Gagnfræðapróf, barnapróf, unglingapróf, samræmt lestrarpróf og barnapróf fóru sömu leið. Á næsta ári verða hundrað ár frá því fyrstu skriflegu prófin voru tekin upp í íslensku skólakerfi. Þá verða einnig 45 ár síðan samræmdum prófum var komið á. Samræmd próf hafa þó breyst verulega á þessum tíma og eftir upptöku síðustu aðalnámskrár er rækilega kominn tími á róttækri umbyltingu þeirra og endurskoðun. Samræmd próf eru nú haldin í 4., 7. og 9. bekk, mest í þremur greinum í hvert sinn. Greinarnar eru íslenska, stærðfræði og enska. Hver nemandi tekur sjö samræmd próf á grunnskólagöngu sinni. Yfirlýst markmið prófanna er að mæla hæfni nemenda á tilteknum sviðum og þau eru tekin þetta oft og í þessum árgöngum til að nemendum gefist færi á að auka hæfni sína þar sem henni er áfátt. Til þess að virka með slíkum hætti ætti að skipuleggja nám þannig að meginvinna við samræmd próf færi fram að próftöku lokinni þar sem nemendur og kennarar ynnu skipulega að því að setja upp einstaklingsmiðaða námsáætlun út frá styrk- og veikleikum hvers nemanda. Það væri grundvallarbreyting frá því skipulagi að megináhersla á skólastarf vegna samræmdra prófa væri í aðdraganda þeirra með markvissum og öflugum samræmdum undirbúningi heilla námshópa. Við erum þó enn býsna mikið þar. Mikið verk hefur verið unnið við að tengja samræmd próf við námsmarkmið núgildandi námskrár. Það segir sig sjálft að breytt námskrá, með nýjum markmiðum, kallar á breytt námsmat. Uppi hafa verið metnaðarfullar hugmyndir um að prófin verði einstaklingsmiðuð þar sem hver nemandi fær klæðskerasmíðað námsmat til að upplýsingarnar nýtist honum sem best. Erfitt hefur þó reynst að koma nýrri hugsun fyrir í þeim ramma sem hefðbundinn er. Öllum er ljóst að því stærri skref sem stigin eru í átt að breyttri hugsun í námsmati – því ólíklegra er að samræmd próf lifi áfram í þeirri mynd sem verið hefur. Þetta á ekki aðeins við um breytta nálgun í tæknimálum, heldur einnig breytta hugsun um matið sjálft. Áhugi fjölmiðla og almennings á samræmdum prófum einskorðast gjarnan við eitt af þrennu: mistök eða óhöpp við framkvæmd þeirra, deilur um inntak þeirra og samanburð milli skóla/landshluta/sveitarfélaga á grundvelli þeirra. Þetta eru allt gömul og gatslitin áhugamál sem fylgt hafa samræmdum prófum frá upphafi. Allskonar uppákomur og aðstöðumunur hefur einkennt próftökuna alla tíð. Deilt hefur verið heiftarlega um inntak þeirra frá fyrstu tíð (t.d. um sanngirnina í því að láta sveitabörn greina ljóðmál í borgarljóðum) og fáir hafa staðist þá fordild að hampa sér af árangri. Í öllum þessum atriðum býr dýpri og alvarlegri umræða sem sjaldnast kemst á blað. Í flestum tilfellum kallar hún á ágengar spurningar um það hvað við ætlum okkur með niðurstöður prófanna og krefur okkur um ábyrgð á þeim ályktunum sem við viljum af þeim draga. Við eigum skýr dæmi um sveitarfélög eða skóla sem um skemmri eða lengri hríð hafa sýnt mikinn árangur á samræmdum prófum en sýna ekki sama árangur þegar skipt er um mælitækið – þótt það sem mæla á sé í stórum dráttum hið sama. Við vitum einnig að Höfuðborgarsvæðið hefur yfirleitt sýnt meiri námsárangur á samræmdum prófum en að nemendur sem koma utan af landi sýni meiri árangur í háskólanámi (og eru samræmd próf þó fyrst og fremst bókleg próf). Myndin er nefnilega flókin. Þau sem til þekkja vita að þær ályktanir sem oft eru dregnar af samræmdum prófum eru oft hæpnar í besta falli og villandi á stórum köflum. Síaukin áhersla hefur verið lögð á að horft sé til framafarastuðuls á samræmdum prófum í stað einkunnar. Sá stuðull, sem einfalt er að reikna út, segir til um það hvort nemendur hafi á tilteknu tímabili (til dæmis frá 4. og upp í 7. bekk) náð meiri, minni eða svipuðum framförum á tilteknum námsþáttum en gengur og gerist. En meira að segja slíkar upplýsingar segja ekkert til um gæði kennslunnar einar og sér. Það geta verið fjölmargar ástæður og margvísleg forgangsröðun í námi og áhugamálum sem skýrir myndina. Það hvarflar til dæmis ekki að mér að enskukennarar, jafn frábær stétt og þeir eru, séu eina ástæða á því hve mjög tök íslenskra ungmenna á ensku hafa styrkst á undanförnum árum miðað við árgangana á undan. Breytingar í grunnhugmyndafræði samræmdra prófa hefur í raun valdið því að fyrirkomulag þeirra er þegar úrelt. Og skyldi engan undra í sjálfu sér. Vandinn er hinsvegar sá að hingað til höfum við ekki horfst í augu við það, því við höfum verið upptekin af því að rífast um hin þrjú megin áhugasvið okkar þegar kemur að prófunum. Á meðan hefur of margt staðið í stað. Nú er tækifæri til að hugsa hlutina upp á nýtt. Við erum lögð af stað. Þróttmikil menntaumræða hefur verið um námsmat síðustu ár. Starfshópur hefur greint stöðuna og skilað skýrslu um framtíð samræmds námsmats. Þar skortir ekki góðar hugmyndir. Ekkert er því til fyrirstöðu að nemendur, kennarar og Menntamálstofnun séu höggvin úr snöru þeirra sem sífellt reyna að blása lífi í eitthvað sem að ytra byrði er þegar dautt – og fái í stað þess að einbeita sér að því sem lífvænlegt er. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Þegar samræmd próf voru tekin upp um miðjan áttunda áratug síðustu aldar voru þau að nokkru leyti til marks um nýja hugsun í skólastarfi. Þar með lauk þriggja áratuga tilraun sem hnitaðist að mestu um landspróf. Á bak við landspróf var frómur tilgangur. Þeim var meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að hið nýja lýðveldi yrði of mikilli stéttaskiptingu að bráð. Hugmyndin var sú að öll börn, óháð stétt og stöðu, gætu tekið landspróf og brotist til æðri mennta og embætta. Málið reyndist auðvitað flóknara í framkvæmd en svo að réttur til próftöku dygði til að skapa samfélagslegt réttlæti og sveigjanleika. Viðbragð menntakerfisins var að endurhugsa nám frá grunni. Menntakerfið skyldi hætta að skiptast í menntakerfi embættismanna og alþýðu og verða eitt kerfi þjóðarinnar allrar. Samræmd próf væru eðlilegur endapunktur slíkrar skólagöngu og tryggði, að minnsta kosti, almennt eftirlit með menntuninni. Landsprófið var því lagt niður. Gagnfræðapróf, barnapróf, unglingapróf, samræmt lestrarpróf og barnapróf fóru sömu leið. Á næsta ári verða hundrað ár frá því fyrstu skriflegu prófin voru tekin upp í íslensku skólakerfi. Þá verða einnig 45 ár síðan samræmdum prófum var komið á. Samræmd próf hafa þó breyst verulega á þessum tíma og eftir upptöku síðustu aðalnámskrár er rækilega kominn tími á róttækri umbyltingu þeirra og endurskoðun. Samræmd próf eru nú haldin í 4., 7. og 9. bekk, mest í þremur greinum í hvert sinn. Greinarnar eru íslenska, stærðfræði og enska. Hver nemandi tekur sjö samræmd próf á grunnskólagöngu sinni. Yfirlýst markmið prófanna er að mæla hæfni nemenda á tilteknum sviðum og þau eru tekin þetta oft og í þessum árgöngum til að nemendum gefist færi á að auka hæfni sína þar sem henni er áfátt. Til þess að virka með slíkum hætti ætti að skipuleggja nám þannig að meginvinna við samræmd próf færi fram að próftöku lokinni þar sem nemendur og kennarar ynnu skipulega að því að setja upp einstaklingsmiðaða námsáætlun út frá styrk- og veikleikum hvers nemanda. Það væri grundvallarbreyting frá því skipulagi að megináhersla á skólastarf vegna samræmdra prófa væri í aðdraganda þeirra með markvissum og öflugum samræmdum undirbúningi heilla námshópa. Við erum þó enn býsna mikið þar. Mikið verk hefur verið unnið við að tengja samræmd próf við námsmarkmið núgildandi námskrár. Það segir sig sjálft að breytt námskrá, með nýjum markmiðum, kallar á breytt námsmat. Uppi hafa verið metnaðarfullar hugmyndir um að prófin verði einstaklingsmiðuð þar sem hver nemandi fær klæðskerasmíðað námsmat til að upplýsingarnar nýtist honum sem best. Erfitt hefur þó reynst að koma nýrri hugsun fyrir í þeim ramma sem hefðbundinn er. Öllum er ljóst að því stærri skref sem stigin eru í átt að breyttri hugsun í námsmati – því ólíklegra er að samræmd próf lifi áfram í þeirri mynd sem verið hefur. Þetta á ekki aðeins við um breytta nálgun í tæknimálum, heldur einnig breytta hugsun um matið sjálft. Áhugi fjölmiðla og almennings á samræmdum prófum einskorðast gjarnan við eitt af þrennu: mistök eða óhöpp við framkvæmd þeirra, deilur um inntak þeirra og samanburð milli skóla/landshluta/sveitarfélaga á grundvelli þeirra. Þetta eru allt gömul og gatslitin áhugamál sem fylgt hafa samræmdum prófum frá upphafi. Allskonar uppákomur og aðstöðumunur hefur einkennt próftökuna alla tíð. Deilt hefur verið heiftarlega um inntak þeirra frá fyrstu tíð (t.d. um sanngirnina í því að láta sveitabörn greina ljóðmál í borgarljóðum) og fáir hafa staðist þá fordild að hampa sér af árangri. Í öllum þessum atriðum býr dýpri og alvarlegri umræða sem sjaldnast kemst á blað. Í flestum tilfellum kallar hún á ágengar spurningar um það hvað við ætlum okkur með niðurstöður prófanna og krefur okkur um ábyrgð á þeim ályktunum sem við viljum af þeim draga. Við eigum skýr dæmi um sveitarfélög eða skóla sem um skemmri eða lengri hríð hafa sýnt mikinn árangur á samræmdum prófum en sýna ekki sama árangur þegar skipt er um mælitækið – þótt það sem mæla á sé í stórum dráttum hið sama. Við vitum einnig að Höfuðborgarsvæðið hefur yfirleitt sýnt meiri námsárangur á samræmdum prófum en að nemendur sem koma utan af landi sýni meiri árangur í háskólanámi (og eru samræmd próf þó fyrst og fremst bókleg próf). Myndin er nefnilega flókin. Þau sem til þekkja vita að þær ályktanir sem oft eru dregnar af samræmdum prófum eru oft hæpnar í besta falli og villandi á stórum köflum. Síaukin áhersla hefur verið lögð á að horft sé til framafarastuðuls á samræmdum prófum í stað einkunnar. Sá stuðull, sem einfalt er að reikna út, segir til um það hvort nemendur hafi á tilteknu tímabili (til dæmis frá 4. og upp í 7. bekk) náð meiri, minni eða svipuðum framförum á tilteknum námsþáttum en gengur og gerist. En meira að segja slíkar upplýsingar segja ekkert til um gæði kennslunnar einar og sér. Það geta verið fjölmargar ástæður og margvísleg forgangsröðun í námi og áhugamálum sem skýrir myndina. Það hvarflar til dæmis ekki að mér að enskukennarar, jafn frábær stétt og þeir eru, séu eina ástæða á því hve mjög tök íslenskra ungmenna á ensku hafa styrkst á undanförnum árum miðað við árgangana á undan. Breytingar í grunnhugmyndafræði samræmdra prófa hefur í raun valdið því að fyrirkomulag þeirra er þegar úrelt. Og skyldi engan undra í sjálfu sér. Vandinn er hinsvegar sá að hingað til höfum við ekki horfst í augu við það, því við höfum verið upptekin af því að rífast um hin þrjú megin áhugasvið okkar þegar kemur að prófunum. Á meðan hefur of margt staðið í stað. Nú er tækifæri til að hugsa hlutina upp á nýtt. Við erum lögð af stað. Þróttmikil menntaumræða hefur verið um námsmat síðustu ár. Starfshópur hefur greint stöðuna og skilað skýrslu um framtíð samræmds námsmats. Þar skortir ekki góðar hugmyndir. Ekkert er því til fyrirstöðu að nemendur, kennarar og Menntamálstofnun séu höggvin úr snöru þeirra sem sífellt reyna að blása lífi í eitthvað sem að ytra byrði er þegar dautt – og fái í stað þess að einbeita sér að því sem lífvænlegt er. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun