Er samfélagið tilbúið í breytingar? Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 3. mars 2021 10:01 Eldra fólk er fjölbreytt og með margvíslegar þarfir. Við þekkjum öll einhvern á níræðisaldri sem er í frábæru formi og hefur ekkert gefið eftir og við þekkjum flest einhvern sem er farinn að heilsu og jafnvel ekki náð sjötugu. Við „bönnum“ þessum áttræða að vinna, en ætlumst hálfvegis til þess af þeim sem er 65, oftast eingöngu á grundvelli aldurs. Við gerum ráð fyrir að sá eldri geti tæplega bjargað sér. Allar þessar fullyrðingar byggja á því að við leyfum okkur að líta á eldra fólk sem samstæðan sviplíkan hóp, en ekki sem einstaklinga með mismunandi langanir, væntingar og þrár. Getum við breytt þessu? Viljum við breyta þessu? Hvar byrjum við? Við höfum lengi horft til þess sem ég hef kallað stofnanalausna. Við byggjum hjúkrunarheimili fyrir 100 manns, það fyllist. Þau sem þar búa fá þá þjónustu sem þau þurfa, og íbúarnir og ættingjar þeirra öðlast hugarró. Nokkrum mánuðum síðar hefur biðlistinn svo aftur náð sömu lengd og við bíðum eftir næstu opnunarhátíð. Því við erum jú öll sammála um að það vantar hjúkrunarrými og það er ómögulegt að fólk bíði eftir nauðsynlegri þjónustu. Með því að bíða og grípa ekki inn í með þjónustu fyrr eða eftir þörfum hins aldraða festumst við í þessu dýrasta úrræði. Það er vel þekkt að með öflugri þjónustu í heimahús, unninni af teymi fagfólks, er hægt að fresta og jafnvel koma í veg fyrir flutning á hjúkrunarheimili. Það er vel þekkt að með endurhæfingu og líkamsrækt eldra fólks, með iðjuþjálfun og stuðningi við athafnir daglegs lífs má gera fólki sjálfu kleift að bjarga sér heima, sem er oftast það sem fólk vill. Það er vel þekkt að með nútímatækni má búa þannig um hnútana að fólk sé öruggt þó það sé eitt. Það er vel þekkt að með því að bjóða jafnvel flókna heilbrigðisþjónustu heim er hægt að koma í veg fyrir spítalainnlagnir eldra fólks og bæta horfur þeirra. Það er líka vel þekkt að innlagnir á spítala geta verið erfiðar og jafnvel hættulegar fyrir eldra fólk og geta orðið undanfari vonleysis og enn frekari heilsubrests. Höfum við efni á að nota áfram 20. aldar lausnir við úrlausn mála eldra fólks á 21. öldinni? Höfum við efni á að nota ekki frekar ódýrari lausnir en dýrari? Er okkur stætt á að hugsa ekki í nýjum lausnum? Er samfélagið tilbúið í breytingar? Ég held það. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Eldri borgarar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Eldra fólk er fjölbreytt og með margvíslegar þarfir. Við þekkjum öll einhvern á níræðisaldri sem er í frábæru formi og hefur ekkert gefið eftir og við þekkjum flest einhvern sem er farinn að heilsu og jafnvel ekki náð sjötugu. Við „bönnum“ þessum áttræða að vinna, en ætlumst hálfvegis til þess af þeim sem er 65, oftast eingöngu á grundvelli aldurs. Við gerum ráð fyrir að sá eldri geti tæplega bjargað sér. Allar þessar fullyrðingar byggja á því að við leyfum okkur að líta á eldra fólk sem samstæðan sviplíkan hóp, en ekki sem einstaklinga með mismunandi langanir, væntingar og þrár. Getum við breytt þessu? Viljum við breyta þessu? Hvar byrjum við? Við höfum lengi horft til þess sem ég hef kallað stofnanalausna. Við byggjum hjúkrunarheimili fyrir 100 manns, það fyllist. Þau sem þar búa fá þá þjónustu sem þau þurfa, og íbúarnir og ættingjar þeirra öðlast hugarró. Nokkrum mánuðum síðar hefur biðlistinn svo aftur náð sömu lengd og við bíðum eftir næstu opnunarhátíð. Því við erum jú öll sammála um að það vantar hjúkrunarrými og það er ómögulegt að fólk bíði eftir nauðsynlegri þjónustu. Með því að bíða og grípa ekki inn í með þjónustu fyrr eða eftir þörfum hins aldraða festumst við í þessu dýrasta úrræði. Það er vel þekkt að með öflugri þjónustu í heimahús, unninni af teymi fagfólks, er hægt að fresta og jafnvel koma í veg fyrir flutning á hjúkrunarheimili. Það er vel þekkt að með endurhæfingu og líkamsrækt eldra fólks, með iðjuþjálfun og stuðningi við athafnir daglegs lífs má gera fólki sjálfu kleift að bjarga sér heima, sem er oftast það sem fólk vill. Það er vel þekkt að með nútímatækni má búa þannig um hnútana að fólk sé öruggt þó það sé eitt. Það er vel þekkt að með því að bjóða jafnvel flókna heilbrigðisþjónustu heim er hægt að koma í veg fyrir spítalainnlagnir eldra fólks og bæta horfur þeirra. Það er líka vel þekkt að innlagnir á spítala geta verið erfiðar og jafnvel hættulegar fyrir eldra fólk og geta orðið undanfari vonleysis og enn frekari heilsubrests. Höfum við efni á að nota áfram 20. aldar lausnir við úrlausn mála eldra fólks á 21. öldinni? Höfum við efni á að nota ekki frekar ódýrari lausnir en dýrari? Er okkur stætt á að hugsa ekki í nýjum lausnum? Er samfélagið tilbúið í breytingar? Ég held það. Höfundur er þingmaður VG.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun