Jafnréttismálin aldrei mikilvægari á vinnumarkaðinum Sigmundur Halldórsson skrifar 5. mars 2021 09:01 Það er með umtalsverðu stolti sem við Íslendingar getum sagt frá því að við búum hér, að mati Sameinuðu Þjóðana, við mikið jafnrétti og að hér telst staða kvenna á vinnumarkaði með því allra besta sem gerist. En þrátt fyrir þetta eigum við enn langt í land þegar kemur að jafnréttismálum. Því þó margir vilji skilgreina jafnréttismál á þann hátt að þau snúi eingöngu að kynbundinni mismunun, þá er full þörf á því að skilgreina jafnrétti mun víðar og það höfum við í stjórn VR sannarlega gert. Ekki til þess að draga úr áherslu á jafnrétti kynjanna, heldur vegna þess að mismunun getur orsakast af fjölmörgum orsökum. Fátt er jafn samofið verkalýðshreyfingunni og krafan um jöfnuð. Jöfnuð sem byggist á því að við eigum öll jöfn tækifæri til þess að nýta krafta okkar á vinnumarkaði og að við eigum öll rétt á því að störf okkar séu metin til sömu launa, virðingar og réttinda. Þetta er það jafnrétti sem við berjumst stöðugt fyrir innan VR og endurspeglast vel í jafnréttisstefnu VR. VR stefnir markvisst að jafnrétti á vinnumarkaði óháð aldri, kyni, kynhneigð, kynvitund, þjóðerni,litarafti, trú eða stjórnmálaskoðunum. Félagið vill að tryggt sé að 19. grein jafnréttislaga sé virt, þ.e. konum og körlum séu greidd jöfn laun og þau njóti sömu kjara fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf. Þá leggur félagið áherslu á að styrkja stöðu eldra fólks, fólks með fötlun og fólks af erlendum uppruna á vinnumarkaði. Meirihluti félaga VR eru konur og það þarf ekki að hafa um það mörg orð að baráttu fyrir fullu jafnrétti kynjanna er langt í frá lokið. Hér þarf að halda áfram því starfi sem VR hefur verið í forystu um. VR lagði grunn að þeirri lagabreytingu sem varð til þess að kynbundin launamunur er nú ekki aðeins ólöglegur, heldur er flestum fyrirtækjum gert að tryggja að jöfn laun séu greidd fyrir jafn verðmæt störf óháð kyni. Þrátt fyrir þetta vitum við að konur eru enn með verri launakjör en karlar. Slíkt getum við aldrei sætt okkur við. Því heyrðist stundu fleygt í umræðum um réttindabaráttu fólks að óeðlilegt sé að horfa til kynferðis. Að þessi réttindabarátta setji konur á hærri stall en karla og þeirra réttindi verði verra af þeim sökum. Raunin er auðvitað sú að réttindabarátta kvenna fyrir því að greidd séu sömu laun fyrir jafn verðmæt störf óháð kyni er ekki barátta fyrir því að laun karla séu lækkuð. Heldur snýst sú baráttu um að laun kvenna séu hækkuð. Að störf séu metin algjörlega óháð því hvert kyn þess er sem framkvæmir. Af þessu leiðir að við hjá VR höfum útvíkkað okkar jafnréttisáherslur til þess að horfa til allra þeirra sem mögulega standa höllum fæti á vinnumarkaði. Ísland hefur borið gæfu til þess að hingað hefur viljað flytja fólk sem borið hefur hingað margvíslega þekkingu og færni. Við höfum á tiltölulega skömmum tíma breyst úr því að vera fremur einsleit þjóð, í fjölmenningarsamfélag. Eitthvað sem við fögnum, enda mannauður mikilvægasta auðlind hverrar þjóðar. VR gegnir þeirri skyldu að standa vörð um réttindi allra sinna félaga og að allir félagar í VR njóti þjónustu félagsins. Það er raunar margt sem svipar til þeirrar stöðu sem við stöndum nú frammi fyrir þegar kemur að stöðu þeirra sem eru af erlendum uppruna og kvenna. Svipaða sögu má segja af öðrum jaðarhópum. Engin skyldi draga þá ályktun af baráttu fyrir réttindum þessara hópa að einhverjum öðrum hópi sé ætlað að bera af því skaða. Þar er raunar ekki annað í gangi en sú gamla aðferð sem kennd er við Rómverja. Að deila og drottna og vonast til þess að sundra þannig þeim hópum sem ættu að standa saman í sinni baráttu. VR verður að hafna öllum þeim tilraunum sem gerðar eru til þessa og vera opið, lýðræðislegt félag sem stendur vörð um hagsmuni og virðingu allra sinna félaga. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Jafnréttismál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Sjá meira
Það er með umtalsverðu stolti sem við Íslendingar getum sagt frá því að við búum hér, að mati Sameinuðu Þjóðana, við mikið jafnrétti og að hér telst staða kvenna á vinnumarkaði með því allra besta sem gerist. En þrátt fyrir þetta eigum við enn langt í land þegar kemur að jafnréttismálum. Því þó margir vilji skilgreina jafnréttismál á þann hátt að þau snúi eingöngu að kynbundinni mismunun, þá er full þörf á því að skilgreina jafnrétti mun víðar og það höfum við í stjórn VR sannarlega gert. Ekki til þess að draga úr áherslu á jafnrétti kynjanna, heldur vegna þess að mismunun getur orsakast af fjölmörgum orsökum. Fátt er jafn samofið verkalýðshreyfingunni og krafan um jöfnuð. Jöfnuð sem byggist á því að við eigum öll jöfn tækifæri til þess að nýta krafta okkar á vinnumarkaði og að við eigum öll rétt á því að störf okkar séu metin til sömu launa, virðingar og réttinda. Þetta er það jafnrétti sem við berjumst stöðugt fyrir innan VR og endurspeglast vel í jafnréttisstefnu VR. VR stefnir markvisst að jafnrétti á vinnumarkaði óháð aldri, kyni, kynhneigð, kynvitund, þjóðerni,litarafti, trú eða stjórnmálaskoðunum. Félagið vill að tryggt sé að 19. grein jafnréttislaga sé virt, þ.e. konum og körlum séu greidd jöfn laun og þau njóti sömu kjara fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf. Þá leggur félagið áherslu á að styrkja stöðu eldra fólks, fólks með fötlun og fólks af erlendum uppruna á vinnumarkaði. Meirihluti félaga VR eru konur og það þarf ekki að hafa um það mörg orð að baráttu fyrir fullu jafnrétti kynjanna er langt í frá lokið. Hér þarf að halda áfram því starfi sem VR hefur verið í forystu um. VR lagði grunn að þeirri lagabreytingu sem varð til þess að kynbundin launamunur er nú ekki aðeins ólöglegur, heldur er flestum fyrirtækjum gert að tryggja að jöfn laun séu greidd fyrir jafn verðmæt störf óháð kyni. Þrátt fyrir þetta vitum við að konur eru enn með verri launakjör en karlar. Slíkt getum við aldrei sætt okkur við. Því heyrðist stundu fleygt í umræðum um réttindabaráttu fólks að óeðlilegt sé að horfa til kynferðis. Að þessi réttindabarátta setji konur á hærri stall en karla og þeirra réttindi verði verra af þeim sökum. Raunin er auðvitað sú að réttindabarátta kvenna fyrir því að greidd séu sömu laun fyrir jafn verðmæt störf óháð kyni er ekki barátta fyrir því að laun karla séu lækkuð. Heldur snýst sú baráttu um að laun kvenna séu hækkuð. Að störf séu metin algjörlega óháð því hvert kyn þess er sem framkvæmir. Af þessu leiðir að við hjá VR höfum útvíkkað okkar jafnréttisáherslur til þess að horfa til allra þeirra sem mögulega standa höllum fæti á vinnumarkaði. Ísland hefur borið gæfu til þess að hingað hefur viljað flytja fólk sem borið hefur hingað margvíslega þekkingu og færni. Við höfum á tiltölulega skömmum tíma breyst úr því að vera fremur einsleit þjóð, í fjölmenningarsamfélag. Eitthvað sem við fögnum, enda mannauður mikilvægasta auðlind hverrar þjóðar. VR gegnir þeirri skyldu að standa vörð um réttindi allra sinna félaga og að allir félagar í VR njóti þjónustu félagsins. Það er raunar margt sem svipar til þeirrar stöðu sem við stöndum nú frammi fyrir þegar kemur að stöðu þeirra sem eru af erlendum uppruna og kvenna. Svipaða sögu má segja af öðrum jaðarhópum. Engin skyldi draga þá ályktun af baráttu fyrir réttindum þessara hópa að einhverjum öðrum hópi sé ætlað að bera af því skaða. Þar er raunar ekki annað í gangi en sú gamla aðferð sem kennd er við Rómverja. Að deila og drottna og vonast til þess að sundra þannig þeim hópum sem ættu að standa saman í sinni baráttu. VR verður að hafna öllum þeim tilraunum sem gerðar eru til þessa og vera opið, lýðræðislegt félag sem stendur vörð um hagsmuni og virðingu allra sinna félaga. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun