Ekki við landlækni að sakast Eva Hauksdóttir skrifar 25. febrúar 2021 17:29 Í kjölfar yfirlýsingar sem við systkinin sendum frá okkur í gær hef ég orðið þess vör að misskilnings gætir um stöðu læknisins sem bar ábyrgð á meðferð móður okkar. Nokkrir hafa komið að máli við mig og lýst undrun sinni á því að landlæknir láti það viðgangast að læknirinn sé við störf. Rétt er að fram komi að landlæknir hefur tekið á þessu máli af fullri alvöru. Við óttuðumst að fá ekki áheyrn en reyndin varð sú að embættið fór nákvæmlega ofan í saumana á öllum okkar athugasemdum, leitaði svara við öllum okkar spurningum og gekk reyndar lengra en það. Fenginn var óháður sérfræðingur til að rannsaka málið og skilaði hann mjög umfangsmikilli og vandaðri álitsgerð. Að auki fór sérfræðingur á vegum embættisins rækilega yfir málið, skoðuð voru sjúkragögn og margar athugasemdir komu fram um atriði sem við höfðum ekki vitað af. Ég er starfsfólki embættis landlækni mjög þakklát fyrir vandaða málsmeðferð. Það vekur vissulega furðu að maðurinn skuli vera við störf á meðan málið er enn í lögreglurannsókn en hann er ekki með lækningaleyfi og starfar því á ábyrgð annarra lækna en ekki ábyrgð landlæknis. Ég stórefast um að landlæknir hafi nokkrar heimildir til að skipta sér af slíku fyrirkomulagi. Landlæknir hefur aftur á móti heimild til að mæla með endurveitingu starfsleyfis en það hefur ekki verið gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Læknamistök á HSS Tengdar fréttir Yfirlýsing frá fjölskyldunni: „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði“ „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu konu sem lést í umsjá læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Læknirinn er grunaður um alvarleg mistök í starfi sem hafi leitt til andláts konunnar, líkt og fréttastofa hefur greint ítarlega frá. Fjölskyldan segir lækninn hafa sett móður þeirra á líknandi meðferð, án þess að forsendur væru fyrir því og án þess að upplýsa um meðferðina. Þau vilja að málið verði rannsakað sem manndráp. 24. febrúar 2021 19:28 Læknirinn nú við störf hjá Landspítala Fyrrverandi læknir sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er nú við störf á Landspítalanum. Hann er ekki með starfsleyfi sem læknir. Kæra hefur verið lögð fram á hendur lækninum og lögreglurannsókn er hafin. 24. febrúar 2021 18:37 Bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á lífslokameðferðum Læknir, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á svokölluðum lífslokameðferðum sem hann hafði umsjón með hjá stofnuninni, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni. 23. febrúar 2021 20:49 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar yfirlýsingar sem við systkinin sendum frá okkur í gær hef ég orðið þess vör að misskilnings gætir um stöðu læknisins sem bar ábyrgð á meðferð móður okkar. Nokkrir hafa komið að máli við mig og lýst undrun sinni á því að landlæknir láti það viðgangast að læknirinn sé við störf. Rétt er að fram komi að landlæknir hefur tekið á þessu máli af fullri alvöru. Við óttuðumst að fá ekki áheyrn en reyndin varð sú að embættið fór nákvæmlega ofan í saumana á öllum okkar athugasemdum, leitaði svara við öllum okkar spurningum og gekk reyndar lengra en það. Fenginn var óháður sérfræðingur til að rannsaka málið og skilaði hann mjög umfangsmikilli og vandaðri álitsgerð. Að auki fór sérfræðingur á vegum embættisins rækilega yfir málið, skoðuð voru sjúkragögn og margar athugasemdir komu fram um atriði sem við höfðum ekki vitað af. Ég er starfsfólki embættis landlækni mjög þakklát fyrir vandaða málsmeðferð. Það vekur vissulega furðu að maðurinn skuli vera við störf á meðan málið er enn í lögreglurannsókn en hann er ekki með lækningaleyfi og starfar því á ábyrgð annarra lækna en ekki ábyrgð landlæknis. Ég stórefast um að landlæknir hafi nokkrar heimildir til að skipta sér af slíku fyrirkomulagi. Landlæknir hefur aftur á móti heimild til að mæla með endurveitingu starfsleyfis en það hefur ekki verið gert.
Yfirlýsing frá fjölskyldunni: „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði“ „Síðustu vikurnar voru móður okkar hreint kvalræði,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu konu sem lést í umsjá læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Læknirinn er grunaður um alvarleg mistök í starfi sem hafi leitt til andláts konunnar, líkt og fréttastofa hefur greint ítarlega frá. Fjölskyldan segir lækninn hafa sett móður þeirra á líknandi meðferð, án þess að forsendur væru fyrir því og án þess að upplýsa um meðferðina. Þau vilja að málið verði rannsakað sem manndráp. 24. febrúar 2021 19:28
Læknirinn nú við störf hjá Landspítala Fyrrverandi læknir sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er nú við störf á Landspítalanum. Hann er ekki með starfsleyfi sem læknir. Kæra hefur verið lögð fram á hendur lækninum og lögreglurannsókn er hafin. 24. febrúar 2021 18:37
Bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á lífslokameðferðum Læknir, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á svokölluðum lífslokameðferðum sem hann hafði umsjón með hjá stofnuninni, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni. 23. febrúar 2021 20:49
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar