Brjótum ísinn Alma Hafsteinsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 13:30 Samtök áhugafólks um spilafíkn sendu þann 4. febrúar síðastliðinn, þegar átakið lokum.is fór af stað, deildum Rauða Krossins á Íslandi (RKÍ) og björgunarsveitum innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar (SL) erindi þar sem óskað var eftir svörum stjórna deildanna og sveitanna um viðhorf þeirra til spilakassareksturs þessara samtaka. Við gerum okkur grein fyrir að almennir félgar hafa ekki beina aðkomu að ákvörðunum stjórnar en RKÍ og SL væru samt ekkert án sjálfboðaliða. Að gerast sjálfboðaliði ber vitni um gott og fallegt hjartalag. Að bjóða fram starfskrafta sína í þágu samfélagsins eins og þið gerið er aðdáunarvert og alls ekki sjálfgefið. Engu að síður er um að ræða ótrúlega mikinn fjölda fólks sem bæði fórnar tíma sínum og brennur fyrir því að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Hvernig samtökin fjármagna sig hlýtur að vera fólki sem leggur starfseminni lið hjartans mál. Spilakassarrekstur er fjármögnunaraðferð sem enginn vill ræða. Það má ekki minnast á hann á fundum, það má ekki tala um hann opinberlega. Við viljum brjóta ísinn með þessa þöggun. Svör eru farin að berast og gleðjumst við yfir jákvæðum viðbrögðum og birtum hér dæmi um slík viðbrögð ásamt spurningum okkar: Er stjórnin samþykk því að Slysavarnafélagið Landsbjörg og björgunarsveitir landsins séu fjármagnaðar með rekstri spilakassa? „Nei, teljum það vera skaðlegt fyrir ímynd SL vegna almenningsálits. Í staðinn ætti SL að reyna að fjölga bakvörðum.“ Telur stjórnin að rekstur spilakassa samræmist gildum og reglum björgunarsveitarinnar? „Nei, við teljum að það sé siðferðislega rangt að vera að þiggja peninga af einstaklingum sem eru haldnir spilafíkn.“ Hver eru viðbrögð stjórnarinnar við því að SÁÁ hefur nú dregið sig út úr rekstri spilakassa, þar sem það samræmist ekki gildum SÁÁ? „Stjórnin fagnar því að SÁÁ hafi tekið þessa ákvörðun og hvetur SL til að gera slíkt hið sama.“ Það var aldrei ætlunin að hver einstaklingur setti jafn mikla peninga í spilakassana og gerst hefur og að kassarnir yrðu jafn ávanabindandi og þeir eru í dag. Því síður stóð til að jafn fámennur hópur og raun ber vitni stæði undir fjármögnuninni. Það þarf kjark og þor til að taka afstöðu gegn spilakassarekstri Rauða krossins á Íslandi og Slysavarnafélagins Landsbjargar. Við fögnum því að umræðan er farin af stað og menn eru farnir að þora að lýsa skoðunum sínum. Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem eru í forsvari fyrir lokum.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Hafsteinsdóttir Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samtök áhugafólks um spilafíkn sendu þann 4. febrúar síðastliðinn, þegar átakið lokum.is fór af stað, deildum Rauða Krossins á Íslandi (RKÍ) og björgunarsveitum innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar (SL) erindi þar sem óskað var eftir svörum stjórna deildanna og sveitanna um viðhorf þeirra til spilakassareksturs þessara samtaka. Við gerum okkur grein fyrir að almennir félgar hafa ekki beina aðkomu að ákvörðunum stjórnar en RKÍ og SL væru samt ekkert án sjálfboðaliða. Að gerast sjálfboðaliði ber vitni um gott og fallegt hjartalag. Að bjóða fram starfskrafta sína í þágu samfélagsins eins og þið gerið er aðdáunarvert og alls ekki sjálfgefið. Engu að síður er um að ræða ótrúlega mikinn fjölda fólks sem bæði fórnar tíma sínum og brennur fyrir því að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Hvernig samtökin fjármagna sig hlýtur að vera fólki sem leggur starfseminni lið hjartans mál. Spilakassarrekstur er fjármögnunaraðferð sem enginn vill ræða. Það má ekki minnast á hann á fundum, það má ekki tala um hann opinberlega. Við viljum brjóta ísinn með þessa þöggun. Svör eru farin að berast og gleðjumst við yfir jákvæðum viðbrögðum og birtum hér dæmi um slík viðbrögð ásamt spurningum okkar: Er stjórnin samþykk því að Slysavarnafélagið Landsbjörg og björgunarsveitir landsins séu fjármagnaðar með rekstri spilakassa? „Nei, teljum það vera skaðlegt fyrir ímynd SL vegna almenningsálits. Í staðinn ætti SL að reyna að fjölga bakvörðum.“ Telur stjórnin að rekstur spilakassa samræmist gildum og reglum björgunarsveitarinnar? „Nei, við teljum að það sé siðferðislega rangt að vera að þiggja peninga af einstaklingum sem eru haldnir spilafíkn.“ Hver eru viðbrögð stjórnarinnar við því að SÁÁ hefur nú dregið sig út úr rekstri spilakassa, þar sem það samræmist ekki gildum SÁÁ? „Stjórnin fagnar því að SÁÁ hafi tekið þessa ákvörðun og hvetur SL til að gera slíkt hið sama.“ Það var aldrei ætlunin að hver einstaklingur setti jafn mikla peninga í spilakassana og gerst hefur og að kassarnir yrðu jafn ávanabindandi og þeir eru í dag. Því síður stóð til að jafn fámennur hópur og raun ber vitni stæði undir fjármögnuninni. Það þarf kjark og þor til að taka afstöðu gegn spilakassarekstri Rauða krossins á Íslandi og Slysavarnafélagins Landsbjargar. Við fögnum því að umræðan er farin af stað og menn eru farnir að þora að lýsa skoðunum sínum. Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem eru í forsvari fyrir lokum.is.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun