Veist þú fyrir hvað Svansmerkið stendur? Hildur Harðardóttir og Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir skrifa 15. febrúar 2021 20:00 Rúm þrjátíu ár eru nú síðan Ísland tók þátt í að stofna eitt þekktasta umhverfismerki Evrópu – norræna umhverfismerkið Svaninn. Segja má að Svanurinn hafi ef til vill ekki verið áberandi í umræðunni hér á landi. Síðustu ár hafa fyrirtæki og stofnanir þó lagt sitt lóð á vogarskálarnar og ljáð merkinu rödd sína í ört stækkandi hópi þeirra sem hlotið hafa Svansvottun. Í dag þekkja um 88% Íslendinga Svaninn. Samstarf Norðurlandanna um Svaninn hefur verið farsælt og er fyrirmynd umhverfismerkja um allan heim. En af hverju ættu fyrirtæki að velja Svansvottun? Svansvottuð vara og þjónusta tryggir að hugað er að umhverfinu og heilsu okkar. Umhverfisvitund hefur síðustu ár orðið sífellt mikilvægari þáttur í lífi okkar og teljum við nauðsynlegt að neytendur séu meðvitaðir um lífsferil vöru og þjónustu sem sótt er í. Hinsvegar getur vegferð fyrirtækja í umhverfismálum verið flókin og jafnvel óskýr. Svansvottun er því skýr og metnaðarfull leið fyrir fyrirtæki að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið með kerfisbundnum hætti. Svanurinn gerir ríkar umhverfiskröfur til þeirra sem sækjast eftir Svansvottun og þeim kröfum þarf að viðhalda til að missa ekki vottunina. Á Íslandi er Umhverfisstofnun umsjónaraðili Svansins og leiðbeinir umsækjendum í vottunarferlinu. Ávinningur fyrirtækja af því að fara í þetta ferli snýr ekki aðeins að því að lágmarka umhverfisáhrif, heldur fylgir innleiðingunni yfirleitt betri yfirsýn yfir innkaup, úrgang og aðra umhverfisþætti. Sömuleiðis fylgir þessari yfirsýn oft sparnaður í rekstri. Vottunin sendir líka ákveðin skilaboð sem gera fyrirtækið aðlaðandi fyrir starfsmenn sem hafa metnað fyrir umhverfismálum. Kröfur Svansins eru ólíkar, eftir því hvað verið er að votta. Kröfurnar fyrir matvöruverslanir snúast meðal annars um framboð á umhverfisvottuðum og lífrænum vörum, bættri orkunýtni, úrgangsflokkun og matarsóun. Svanurinn setur í viðmiðum sínum fram lágmarks árangur sem þarf að nást í mismunandi flokkum til að fyrirtækið geti hlotið vottun. Krónunni varð fljótt ljóst að kröfur Svansins voru í takt við áherslur sem unnið hafði verið eftir í rekstri fyrirtækisins. Þegar hafði verið lögð mikil áhersla á að minnka matarsóun í aðfangakeðjunni, en vottunin gerir bæði kröfur um að eftirfylgni árangurs sé með mælanlegum hætti og að gögnum sé reglulega miðlað til starfsfólks til stöðugra úrbóta. Svansvottaðar matvöruverslanir þurfa líka að hvetja viðskiptavininn til að nýta sér matvöru „á síðasta séns“ og um leið forðast magntilboð sem auka líkur á matarsóun á heimilum viðskiptavina. Í lok árs 2020 voru allar verslanir Krónunnar Svansvottaðar og er Krónan fyrsta matvöruverslunarkeðjan á Íslandi sem hlýtur Svansvottun. Vottunarferlið var krefjandi og lagði starfsfólk Krónunnar sig mikið fram við að ná þessu markmiði. Stærsta verkefnið var að bæta allt skráningarferli á vörum en ávinningur fyrir Krónuna og viðskiptavini snýr ekki einungis að umhverfismálum heldur jókst gagnsæi með aðgengilegri upplýsingum um vörurnar. Það er krafa um að vottaðar matvöruverslanir bjóði ákveðið vöruúrval af lífrænni og umhverfisvottaðri vöru og mun Krónan nýta sér þessa gagnaskráningu til að miðla til viðskiptavinarins á verðhillumiðum hvort varan sé t.d. lífrænt vottuð og/eða umhverfisvottuð. Hér á landi hafa 43 fyrirtæki hlotið Svansvottun. Það eru þó ekki bara fyrirtæki og vörur sem eru Svansvottaðar, í Urriðarholti í Garðabæ má til dæmis finna einbýlishús og fjölbýlishús sem hlotið hafa Svansvottun. Krónan og Umhverfisstofnun hvetja fyrirtæki og stofnanir, og í raun bara alla, til að skoða sitt nærumhverfi, leggja umhverfinu lið og kanna hvort Svansvottun sé mögulegt markmið fyrir árið 2021. Höfundar eru Hildur Harðardóttir, markaðsstjóri Svansins á Íslandi, og Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verslun Umhverfismál Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Sjá meira
Rúm þrjátíu ár eru nú síðan Ísland tók þátt í að stofna eitt þekktasta umhverfismerki Evrópu – norræna umhverfismerkið Svaninn. Segja má að Svanurinn hafi ef til vill ekki verið áberandi í umræðunni hér á landi. Síðustu ár hafa fyrirtæki og stofnanir þó lagt sitt lóð á vogarskálarnar og ljáð merkinu rödd sína í ört stækkandi hópi þeirra sem hlotið hafa Svansvottun. Í dag þekkja um 88% Íslendinga Svaninn. Samstarf Norðurlandanna um Svaninn hefur verið farsælt og er fyrirmynd umhverfismerkja um allan heim. En af hverju ættu fyrirtæki að velja Svansvottun? Svansvottuð vara og þjónusta tryggir að hugað er að umhverfinu og heilsu okkar. Umhverfisvitund hefur síðustu ár orðið sífellt mikilvægari þáttur í lífi okkar og teljum við nauðsynlegt að neytendur séu meðvitaðir um lífsferil vöru og þjónustu sem sótt er í. Hinsvegar getur vegferð fyrirtækja í umhverfismálum verið flókin og jafnvel óskýr. Svansvottun er því skýr og metnaðarfull leið fyrir fyrirtæki að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið með kerfisbundnum hætti. Svanurinn gerir ríkar umhverfiskröfur til þeirra sem sækjast eftir Svansvottun og þeim kröfum þarf að viðhalda til að missa ekki vottunina. Á Íslandi er Umhverfisstofnun umsjónaraðili Svansins og leiðbeinir umsækjendum í vottunarferlinu. Ávinningur fyrirtækja af því að fara í þetta ferli snýr ekki aðeins að því að lágmarka umhverfisáhrif, heldur fylgir innleiðingunni yfirleitt betri yfirsýn yfir innkaup, úrgang og aðra umhverfisþætti. Sömuleiðis fylgir þessari yfirsýn oft sparnaður í rekstri. Vottunin sendir líka ákveðin skilaboð sem gera fyrirtækið aðlaðandi fyrir starfsmenn sem hafa metnað fyrir umhverfismálum. Kröfur Svansins eru ólíkar, eftir því hvað verið er að votta. Kröfurnar fyrir matvöruverslanir snúast meðal annars um framboð á umhverfisvottuðum og lífrænum vörum, bættri orkunýtni, úrgangsflokkun og matarsóun. Svanurinn setur í viðmiðum sínum fram lágmarks árangur sem þarf að nást í mismunandi flokkum til að fyrirtækið geti hlotið vottun. Krónunni varð fljótt ljóst að kröfur Svansins voru í takt við áherslur sem unnið hafði verið eftir í rekstri fyrirtækisins. Þegar hafði verið lögð mikil áhersla á að minnka matarsóun í aðfangakeðjunni, en vottunin gerir bæði kröfur um að eftirfylgni árangurs sé með mælanlegum hætti og að gögnum sé reglulega miðlað til starfsfólks til stöðugra úrbóta. Svansvottaðar matvöruverslanir þurfa líka að hvetja viðskiptavininn til að nýta sér matvöru „á síðasta séns“ og um leið forðast magntilboð sem auka líkur á matarsóun á heimilum viðskiptavina. Í lok árs 2020 voru allar verslanir Krónunnar Svansvottaðar og er Krónan fyrsta matvöruverslunarkeðjan á Íslandi sem hlýtur Svansvottun. Vottunarferlið var krefjandi og lagði starfsfólk Krónunnar sig mikið fram við að ná þessu markmiði. Stærsta verkefnið var að bæta allt skráningarferli á vörum en ávinningur fyrir Krónuna og viðskiptavini snýr ekki einungis að umhverfismálum heldur jókst gagnsæi með aðgengilegri upplýsingum um vörurnar. Það er krafa um að vottaðar matvöruverslanir bjóði ákveðið vöruúrval af lífrænni og umhverfisvottaðri vöru og mun Krónan nýta sér þessa gagnaskráningu til að miðla til viðskiptavinarins á verðhillumiðum hvort varan sé t.d. lífrænt vottuð og/eða umhverfisvottuð. Hér á landi hafa 43 fyrirtæki hlotið Svansvottun. Það eru þó ekki bara fyrirtæki og vörur sem eru Svansvottaðar, í Urriðarholti í Garðabæ má til dæmis finna einbýlishús og fjölbýlishús sem hlotið hafa Svansvottun. Krónan og Umhverfisstofnun hvetja fyrirtæki og stofnanir, og í raun bara alla, til að skoða sitt nærumhverfi, leggja umhverfinu lið og kanna hvort Svansvottun sé mögulegt markmið fyrir árið 2021. Höfundar eru Hildur Harðardóttir, markaðsstjóri Svansins á Íslandi, og Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun