Umhverfismál í öndvegi hjá Sjálfstæðisflokknum Svavar Halldórsson skrifar 15. febrúar 2021 12:00 Blessunarlega bendir margt til þess að umhverfismál verði ofarlega í baráttunni fyrir alþingiskosningarnar næsta haust. Það er einlæg ósk undirritaðs að svo verði, enda löngu tímabært að setja umhverfið á oddinn og hefja málaflokkinn til vegs og virðingar. Það er órjúfanlegur hluti af eðli stjórnmála og stjórnmálaflokka að aðlaga stefnu sína að nýrri tækni, áherslum og breyttum aðstæðum í samfélaginu. Þetta gera flokkar á landsfundum sínum og oft setja þeir einnig fram sérstaka stefnuskrá fyrir kosningar með helstu áherslumálum á hverjum tíma. Hringrásarlandbúnaður Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi leitað leiða til að til að bæta íslenska landbúnaðarkerfið með það fyrir augum að auka verðmætasköpun og nýta auðlindir, fjárfestingu, hugvit og mannauð. Þessum markmiðum má öllum ná með því að tvinna saman tvo málaflokka, þ.e.a.s. landbúnaðar- og umhverfismál, með miklu beinni hætti en nú er. Úr verði hringrásarlandbúnaður. Þannig megi greiða fyrir aukinni verðmætasköpun á grundvelli sjálfbærni, sérstöðu og velferðar. Umhverfið, bændur og neytendur muni njóta. Opinber stuðningur bundinn við umhverfismælikvarða Í grein sem birtist nýlega í Bændablaðinu gerði undirritaður nokkuð ítarlega grein fyrir þessum hugmyndum. Greinina er einnig að finna á vefsíðunni www.svavar.info. Hringrásarstefnan í landbúnaði var líka nýlega kynnt fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins og þeim málefnanefndum sem sinna stefnumótun flokksins í atvinnu- og umhverfismálum, en undirritaður á sæti í báðum. Kjarni hennar er í stuttu máli sá að opinber stuðningur við bændur verður bundinn við sjálfbærni- og umhverfismælikvarða. Með öðrum orðum, þeir bændur og aðrir matvælaframleiðendur sem uppfylla tiltekin umhverfisskilyrði fá opinberan fjárhagslegan stuðning, aðrir ekki. Verðmætasköpun og hreinleiki Slík stefna er mjög í anda klassískrar sjálfstæðisstefnu, en svarar um leið kalli tímans. Verið er að taka skref til aukinnar verðmætasköpunar og hreinleika, en í burtu frá verksmiðjubúskap og eiturefnanotkun. Stefnan hvílir á þeirri trú að almenningur sé tilbúinn að styðja við bakið á bændum og íslenskri matvælaframleiðslu, ef á móti séu gerðar skýrar kröfur á bændur um að þeir fylgi ströngustu reglum um dýravelferð, hreinleika og umhverfismál. Ný umhverfis- og landbúnaðarstefna Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi verið forystuafl í íslensku þjóðlífi og um leið tryggt pólitískan stöðugleika sem hryggjarstykkið í innlendum stjórnmálum. Lykillinn er farsæl stefna sem byggir á blöndu af djörfung og íhaldssemi, þar sem leiðarljósið er að öflugt atvinnulíf sé undirstaða velferðar og samhjálpar. Þannig hafa áherslur í einstökum málaflokkum þróast í tímans rás þótt grunnstef Sjálfstæðisstefnunnar sé ávallt það sama. Sífellt aukinn áhugi er nú á umhverfismálum innan flokksins, sem er mjög í anda þess sem stofnendur og fyrstu forystumenn hans lögðu upp með fyrir nærri öld. Boltinn er hjá Landsfundarfulltrúum Brátt líður að Landsfundi Sjálfstæðisflokksins og kosningar eru í nánd. Mikilvægt er að flokkurinn mæti þar til leiks með vandaða, vel ígrundaða og framsækna stefnu í umhverfis- og landbúnaðarmálum. Þannig getur flokkurinn náð enn betur til yngri aldurshópa, áhugafólks um umhverfið og þeirra sem telja að skynsamleg uppbygging innlendra atvinnuvega sé farsælt veganesti til framtíðar. Hér hefur verið tæpt á því í örfáum orðum á hverju er skynsamlegt að slík stefna sé grundvölluð. Það er mikilvægt að umhverfismál verði í öndvegi hjá Sjálfstæðisflokknum í komandi kosningabaráttu. Fyrir því er mikill hljómgrunnur bæði hjá flokksmönnum og kjósendum. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Halldórsson Skoðun: Kosningar 2021 Umhverfismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Blessunarlega bendir margt til þess að umhverfismál verði ofarlega í baráttunni fyrir alþingiskosningarnar næsta haust. Það er einlæg ósk undirritaðs að svo verði, enda löngu tímabært að setja umhverfið á oddinn og hefja málaflokkinn til vegs og virðingar. Það er órjúfanlegur hluti af eðli stjórnmála og stjórnmálaflokka að aðlaga stefnu sína að nýrri tækni, áherslum og breyttum aðstæðum í samfélaginu. Þetta gera flokkar á landsfundum sínum og oft setja þeir einnig fram sérstaka stefnuskrá fyrir kosningar með helstu áherslumálum á hverjum tíma. Hringrásarlandbúnaður Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi leitað leiða til að til að bæta íslenska landbúnaðarkerfið með það fyrir augum að auka verðmætasköpun og nýta auðlindir, fjárfestingu, hugvit og mannauð. Þessum markmiðum má öllum ná með því að tvinna saman tvo málaflokka, þ.e.a.s. landbúnaðar- og umhverfismál, með miklu beinni hætti en nú er. Úr verði hringrásarlandbúnaður. Þannig megi greiða fyrir aukinni verðmætasköpun á grundvelli sjálfbærni, sérstöðu og velferðar. Umhverfið, bændur og neytendur muni njóta. Opinber stuðningur bundinn við umhverfismælikvarða Í grein sem birtist nýlega í Bændablaðinu gerði undirritaður nokkuð ítarlega grein fyrir þessum hugmyndum. Greinina er einnig að finna á vefsíðunni www.svavar.info. Hringrásarstefnan í landbúnaði var líka nýlega kynnt fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins og þeim málefnanefndum sem sinna stefnumótun flokksins í atvinnu- og umhverfismálum, en undirritaður á sæti í báðum. Kjarni hennar er í stuttu máli sá að opinber stuðningur við bændur verður bundinn við sjálfbærni- og umhverfismælikvarða. Með öðrum orðum, þeir bændur og aðrir matvælaframleiðendur sem uppfylla tiltekin umhverfisskilyrði fá opinberan fjárhagslegan stuðning, aðrir ekki. Verðmætasköpun og hreinleiki Slík stefna er mjög í anda klassískrar sjálfstæðisstefnu, en svarar um leið kalli tímans. Verið er að taka skref til aukinnar verðmætasköpunar og hreinleika, en í burtu frá verksmiðjubúskap og eiturefnanotkun. Stefnan hvílir á þeirri trú að almenningur sé tilbúinn að styðja við bakið á bændum og íslenskri matvælaframleiðslu, ef á móti séu gerðar skýrar kröfur á bændur um að þeir fylgi ströngustu reglum um dýravelferð, hreinleika og umhverfismál. Ný umhverfis- og landbúnaðarstefna Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi verið forystuafl í íslensku þjóðlífi og um leið tryggt pólitískan stöðugleika sem hryggjarstykkið í innlendum stjórnmálum. Lykillinn er farsæl stefna sem byggir á blöndu af djörfung og íhaldssemi, þar sem leiðarljósið er að öflugt atvinnulíf sé undirstaða velferðar og samhjálpar. Þannig hafa áherslur í einstökum málaflokkum þróast í tímans rás þótt grunnstef Sjálfstæðisstefnunnar sé ávallt það sama. Sífellt aukinn áhugi er nú á umhverfismálum innan flokksins, sem er mjög í anda þess sem stofnendur og fyrstu forystumenn hans lögðu upp með fyrir nærri öld. Boltinn er hjá Landsfundarfulltrúum Brátt líður að Landsfundi Sjálfstæðisflokksins og kosningar eru í nánd. Mikilvægt er að flokkurinn mæti þar til leiks með vandaða, vel ígrundaða og framsækna stefnu í umhverfis- og landbúnaðarmálum. Þannig getur flokkurinn náð enn betur til yngri aldurshópa, áhugafólks um umhverfið og þeirra sem telja að skynsamleg uppbygging innlendra atvinnuvega sé farsælt veganesti til framtíðar. Hér hefur verið tæpt á því í örfáum orðum á hverju er skynsamlegt að slík stefna sé grundvölluð. Það er mikilvægt að umhverfismál verði í öndvegi hjá Sjálfstæðisflokknum í komandi kosningabaráttu. Fyrir því er mikill hljómgrunnur bæði hjá flokksmönnum og kjósendum. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun