Menntun og almúginn Gunnar Tryggvi Halldórsson skrifar 13. febrúar 2021 09:01 Menntun á öllum skólastigum er mikilvæg fyrir alla landsmenn. Skattgreiðendur, hvort sem þeir búa í dreifbýli eða þéttbýli, eru þeir sem fjármagna menntakerfi landsins. Um þetta getum við öll verið sammála. En hvernig förum við að því gera menntun aðgengilega fyrir alla og tryggja sem mest jafnræði? Í Norðvesturkjördæmi er aðgengi að menntun misgott og jafnræði með ýmsum hætti. Margir íbúar þess hafa mikinn kostnað af því að mennta börn sín. Hér ætla ég að stikla á stóru varðandi menntun í dreifðari byggðum landsins, en þó með áherslu á Norðvesturkjördæmi. Góðir vegir - góður námsmaður Góðar vegasamgöngur fyrir leik- og grunnskólanema frá dreifðari byggðum er vanmetinn hlekkur í menntakerfi landsins. Sjálfur fór ég daglega með skólabíl um 100 km. á dag alla mína grunnskólagöngu í Húnavallaskóla. Við lauslega samantekt, þá komst ég að því að líklegast var ég um 3600 klukkutímar í skólabíl, sem gerir 150 sólarhringa eða um 5 mánuði. Vafalaust eru margir sem þurfa að fara lengri leið en ég til skóla og undistrikar það ennfrekar mikilvægi uppbyggingar á tengivegum landsins. Framhaldsskólanám í nærbyggð Eftir grunnskóla geta börn í sumum tilfellum sótt framhaldsskólanám í sinni heimabyggð, en alls ekki öllum. Við slíkar aðstæður þurfa fjölskyldur að leggja á sig aukakostnað, t.d. við heimavist eða leiguhúsnæði. Vissulega kemur til aðstoðar jöfnunarstyrkur frá Menntasjóði námsmanna og húsaleigubætur frá sveitarfélögum, en það er aðeins brot af heildarkostnaði. Framhaldsskólanemar verða því oft að vinna mikið yfir sumarið og jafnvel með skóla til að kosta nám sitt. Foreldrar aðstoða í flestum tilfellum börn sín við nám en það eru líka til foreldrar sem hafa ekki tök á að dekka þessi viðbótar útgjöld. Við það má ekki una. Það þarf því að stórauka tækifæri í heimabyggð með aðstoð fjartækni við framhaldsskólanám og byggja upp öflugar námsdeildir um land allt. Meira val – minni kostnaður Námsmenn á landsbyggðinni sem sækja sér háskólamenntun eru bundnir af námsframboði hvers skóla. Þurfa því margir að sækja nám langt að heiman með tilheyrandi kostnaði. Ungir námsmenn út á landi hafa því oft fáa kosti aðra en að flytja að heiman. Það er aðstöðumunur sem jafna verður út. Sjálfur þekki ég þessar áskoranir, verandi búsettur í Austur - Húnavantssýslu á leið í háskólanám fyrir nærri tveimur áratugum. Þá var það minn eini kostur að taka námslán til að kosta uppihald í Reykjavík. Eftir námið fór ég út í lífið með milljóna skuldir á herðunum meðan bekkjarbræður mínir í Reykjavík bjuggu enn í foreldrahúsum, skuldlausir. Auka fjármagn til námsmanna frá dreifðari byggðum Bjartur í Sumarhúsum sagði við Jón hreppstjóra, þegar hreppstjórinn stakk upp á því að Ásta Sóllilja lærði hjá honum: „Ég álit þá , að það sé best að þeir sem tilheyra almúganum uppfræði sinn almúga og þeir sem tilheyra stórmennum uppfræði sín stórmenni.“ Þó Bjartur hafi verið stórgallaður maður með þrönga heimssýn, mátti hann eiga það að hann vildi hafa fólkið sitt nálægt sér og reyndi, með misjöfnum árangri, að styrkja sinn hag í heimabyggð. Þótt ekki verði kvittað upp á hans sýn á menntamálum þá er tilvitnunin ágæt til að skerpa fókus. Það á nefnilega að vera forgangsverkefni að auka styrki til náms fyrir íbúa á landsbyggðinni, bæði með hærri jöfnunarstyrkjum vegna framhaldsskólanáms og eins auka vægi styrkja verulega í námslánum háskólanema frá dreifðari byggðum. Eitt af forgangsverkefnum stjórnvalda er að leiðrétta hlut landsbyggðar í menntamálum og tryggja að sem mest framboð af menntun á framhalds- og háskólastigi sé í boði um land allt. Þessi ákvörðun þarf að koma frá ríkisvaldinu, sem krafa með fjármagni til menntastofnanna en ekki vera geðþóttaákvörðun skólastjórnenda í hverjum skóla fyrir sig. Jöfnum tækifæri til náms fyrir alla landsmenn! Höfundur er frambjóðandi í 3. sæti Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Skóla - og menntamál Norðvesturkjördæmi Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Sjá meira
Menntun á öllum skólastigum er mikilvæg fyrir alla landsmenn. Skattgreiðendur, hvort sem þeir búa í dreifbýli eða þéttbýli, eru þeir sem fjármagna menntakerfi landsins. Um þetta getum við öll verið sammála. En hvernig förum við að því gera menntun aðgengilega fyrir alla og tryggja sem mest jafnræði? Í Norðvesturkjördæmi er aðgengi að menntun misgott og jafnræði með ýmsum hætti. Margir íbúar þess hafa mikinn kostnað af því að mennta börn sín. Hér ætla ég að stikla á stóru varðandi menntun í dreifðari byggðum landsins, en þó með áherslu á Norðvesturkjördæmi. Góðir vegir - góður námsmaður Góðar vegasamgöngur fyrir leik- og grunnskólanema frá dreifðari byggðum er vanmetinn hlekkur í menntakerfi landsins. Sjálfur fór ég daglega með skólabíl um 100 km. á dag alla mína grunnskólagöngu í Húnavallaskóla. Við lauslega samantekt, þá komst ég að því að líklegast var ég um 3600 klukkutímar í skólabíl, sem gerir 150 sólarhringa eða um 5 mánuði. Vafalaust eru margir sem þurfa að fara lengri leið en ég til skóla og undistrikar það ennfrekar mikilvægi uppbyggingar á tengivegum landsins. Framhaldsskólanám í nærbyggð Eftir grunnskóla geta börn í sumum tilfellum sótt framhaldsskólanám í sinni heimabyggð, en alls ekki öllum. Við slíkar aðstæður þurfa fjölskyldur að leggja á sig aukakostnað, t.d. við heimavist eða leiguhúsnæði. Vissulega kemur til aðstoðar jöfnunarstyrkur frá Menntasjóði námsmanna og húsaleigubætur frá sveitarfélögum, en það er aðeins brot af heildarkostnaði. Framhaldsskólanemar verða því oft að vinna mikið yfir sumarið og jafnvel með skóla til að kosta nám sitt. Foreldrar aðstoða í flestum tilfellum börn sín við nám en það eru líka til foreldrar sem hafa ekki tök á að dekka þessi viðbótar útgjöld. Við það má ekki una. Það þarf því að stórauka tækifæri í heimabyggð með aðstoð fjartækni við framhaldsskólanám og byggja upp öflugar námsdeildir um land allt. Meira val – minni kostnaður Námsmenn á landsbyggðinni sem sækja sér háskólamenntun eru bundnir af námsframboði hvers skóla. Þurfa því margir að sækja nám langt að heiman með tilheyrandi kostnaði. Ungir námsmenn út á landi hafa því oft fáa kosti aðra en að flytja að heiman. Það er aðstöðumunur sem jafna verður út. Sjálfur þekki ég þessar áskoranir, verandi búsettur í Austur - Húnavantssýslu á leið í háskólanám fyrir nærri tveimur áratugum. Þá var það minn eini kostur að taka námslán til að kosta uppihald í Reykjavík. Eftir námið fór ég út í lífið með milljóna skuldir á herðunum meðan bekkjarbræður mínir í Reykjavík bjuggu enn í foreldrahúsum, skuldlausir. Auka fjármagn til námsmanna frá dreifðari byggðum Bjartur í Sumarhúsum sagði við Jón hreppstjóra, þegar hreppstjórinn stakk upp á því að Ásta Sóllilja lærði hjá honum: „Ég álit þá , að það sé best að þeir sem tilheyra almúganum uppfræði sinn almúga og þeir sem tilheyra stórmennum uppfræði sín stórmenni.“ Þó Bjartur hafi verið stórgallaður maður með þrönga heimssýn, mátti hann eiga það að hann vildi hafa fólkið sitt nálægt sér og reyndi, með misjöfnum árangri, að styrkja sinn hag í heimabyggð. Þótt ekki verði kvittað upp á hans sýn á menntamálum þá er tilvitnunin ágæt til að skerpa fókus. Það á nefnilega að vera forgangsverkefni að auka styrki til náms fyrir íbúa á landsbyggðinni, bæði með hærri jöfnunarstyrkjum vegna framhaldsskólanáms og eins auka vægi styrkja verulega í námslánum háskólanema frá dreifðari byggðum. Eitt af forgangsverkefnum stjórnvalda er að leiðrétta hlut landsbyggðar í menntamálum og tryggja að sem mest framboð af menntun á framhalds- og háskólastigi sé í boði um land allt. Þessi ákvörðun þarf að koma frá ríkisvaldinu, sem krafa með fjármagni til menntastofnanna en ekki vera geðþóttaákvörðun skólastjórnenda í hverjum skóla fyrir sig. Jöfnum tækifæri til náms fyrir alla landsmenn! Höfundur er frambjóðandi í 3. sæti Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun