Atvinnuleysi, óörugg afkoma og heilsa Drífa Snædal skrifar 12. febrúar 2021 15:01 Varða rannsóknastofnun vinnumarkaðarins kynnti í vikunni niðurstöður viðamikillar rannsóknar á stöðu launafólks og atvinnuleitenda. Spurningar voru lagðar fyrir félagsfólk ASÍ og BSRB og niðurstöðurnar staðfesta enn á ný að ungt fólk og fólk af erlendum uppruna fer sérstaklega illa út úr efnahagskreppunni. Fólk sem hefur verið með lágar tekjur og í ótryggu ráðningasambandi er sérstaklega viðkvæmt fyrir og yfirgnæfandi hluti þessara hópa eru á leigumarkaði. Þetta staðfestir líka mikilvægi þeirra aðgerða sem ASÍ hefur kallað eftir; að hækka atvinnuleysisbætur og að styðja við fólk með því að þétta öryggisnetið, ekki síst í gegnum húsnæðisbótakerfið og barnabótakerfið. Rannsóknin varpar einnig ljósi á þær alvarlegu afleiðingar sem atvinnuleysi getur haft á heilsufar fólks. Reyndar er það svo að heilsufar bæði fólks á vinnumarkaði og utan þess er mikið áhyggjuefni. Fjórir af hverjum 10 atvinnuleitendum mælast með slæma andlega heilsu og sama má segja um ríflega fimmtung launafólks. Að auki hafði rúmur helmingur atvinnulausra neitað sér um heilbrigðisþjónustu. Um fjórðungur kvenna á vinnumarkaði býr við slæma andlega heilsu og þær neita sér frekar um heilbrigðisþjónustu en vinnandi karlar. Þetta eru sláandi tölur og óhætt að fullyrða að áhyggjur af afkomu hefur bein áhrif á líðan. Það er því heilsufarslegt mál að hækka laun, hækka bætur og stytta vinnudaginn. Einnig er brýnt að auðvelda aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu, hvort sem er vegna andlegra eða líkamlegra veikinda. Sá tollur sem bág kjör og kostnaður við heilbrigðisþjónustu taka af fólki er ekki aðeins alvarlegur fyrir einstaklinga og fjölskyldur (ekki síst börn), heldur getur hér skapast framtíðarvandi sem mun koma í ljós með aukinni örorku og vanvirkni. Í þessu sambandi skiptir andleg heilsa ekki síður máli en líkamleg og það er löngu kominn tími til að ræða fyrir alvöru tengslin milli heilsufars og afkomu. Rannsókn Vörðu er mikilvægt framlag til þekkingarsköpunar um kjör og stöðu launafólks á Íslandi í miðri efnahagskreppu. Verkefnið núna er að mæta þessum veruleika af fullum þunga. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Varða rannsóknastofnun vinnumarkaðarins kynnti í vikunni niðurstöður viðamikillar rannsóknar á stöðu launafólks og atvinnuleitenda. Spurningar voru lagðar fyrir félagsfólk ASÍ og BSRB og niðurstöðurnar staðfesta enn á ný að ungt fólk og fólk af erlendum uppruna fer sérstaklega illa út úr efnahagskreppunni. Fólk sem hefur verið með lágar tekjur og í ótryggu ráðningasambandi er sérstaklega viðkvæmt fyrir og yfirgnæfandi hluti þessara hópa eru á leigumarkaði. Þetta staðfestir líka mikilvægi þeirra aðgerða sem ASÍ hefur kallað eftir; að hækka atvinnuleysisbætur og að styðja við fólk með því að þétta öryggisnetið, ekki síst í gegnum húsnæðisbótakerfið og barnabótakerfið. Rannsóknin varpar einnig ljósi á þær alvarlegu afleiðingar sem atvinnuleysi getur haft á heilsufar fólks. Reyndar er það svo að heilsufar bæði fólks á vinnumarkaði og utan þess er mikið áhyggjuefni. Fjórir af hverjum 10 atvinnuleitendum mælast með slæma andlega heilsu og sama má segja um ríflega fimmtung launafólks. Að auki hafði rúmur helmingur atvinnulausra neitað sér um heilbrigðisþjónustu. Um fjórðungur kvenna á vinnumarkaði býr við slæma andlega heilsu og þær neita sér frekar um heilbrigðisþjónustu en vinnandi karlar. Þetta eru sláandi tölur og óhætt að fullyrða að áhyggjur af afkomu hefur bein áhrif á líðan. Það er því heilsufarslegt mál að hækka laun, hækka bætur og stytta vinnudaginn. Einnig er brýnt að auðvelda aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu, hvort sem er vegna andlegra eða líkamlegra veikinda. Sá tollur sem bág kjör og kostnaður við heilbrigðisþjónustu taka af fólki er ekki aðeins alvarlegur fyrir einstaklinga og fjölskyldur (ekki síst börn), heldur getur hér skapast framtíðarvandi sem mun koma í ljós með aukinni örorku og vanvirkni. Í þessu sambandi skiptir andleg heilsa ekki síður máli en líkamleg og það er löngu kominn tími til að ræða fyrir alvöru tengslin milli heilsufars og afkomu. Rannsókn Vörðu er mikilvægt framlag til þekkingarsköpunar um kjör og stöðu launafólks á Íslandi í miðri efnahagskreppu. Verkefnið núna er að mæta þessum veruleika af fullum þunga. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun