Hæstverndaður ráðherra Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. febrúar 2021 07:01 Það var mikil hneisa þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti að ráðherra hafi verið í fjölmennu partíi á Þorláksmessu. En nú hafa orðið breytingar á og séð verið til þess að leikurinn endurtaki sig ekki. Eða að minnsta kosti af hálfu lögreglunnar sem hefur hafið vinnu við að uppfæra verklagsreglur embættisins um samskipti lögreglu við fjölmiðla. Það má alveg velta fyrir sér hvort þörf hafi verið á slíkri uppfærslu af hálfu lögreglunnar en það er óhætt að segja að fjölmiðlaumfjöllunin og samfélagsumræðan í kringum atvikið var ekki um verklag lögreglunnar. Umfjöllunin var um brot ráðherra á sóttvarnarreglum. En íslenska þjóðin er fljót að gleyma og fljót að fyrirgefa að því virðist. Hvernig annars gæti staðan á Íslandi verið sú að ráðherra sem kemur við sögu í hverju hneykslis málinu á fætur öðru (Panamaskjölunum, Vafningsmálinu, salan á Borgun, nú brot á sóttvarnarlögum) haldi alltaf velli? Verndarengill stjórnmálamanna En hverjum er það að kenna að staðan í íslenskum stjórnmálum er eins og hún er? Hver er það sem heldur verndarskildi yfir brotlegum stjórnmálamönnum? Þó að ég telji að ýmsir stjórnmálamenn og flokkar hafi of sterk tengsl við fjársterka hagsmunaaðila þá er svarið samt að verndarengillinn eru kjósendur. Og þá má spyrja sig hversvegna stór hluti kjósenda kýs aftur og aftur flokka sem taka ekki á spillingu og öðru slíku. Ég tel að svarið sé tvíþætt: Það fyrra er að fjölmiðlar, almenningur og aðrir stjórnmálamenn halda málunum ekki nógu lengi til streitu. Þau fá að gleymast án afleiðinga. Að flest allir kjósendur vilji kjósa flokk sem tekur spillingar- og hneykslismál alvarlega en finnist þeir ekki hafa raunhæfan valkost. Þ.e.a.s. að málflutningur stjórnmálaflokka til hægri, miðju og vinstri sé svo ólíkur og að því virðist með mismunandi áherslur að það sé skárra að horfa framhjá spillingunni en geta þá kosið flokk sem talar þínu máli. Liður númer tvö hér að ofan held ég að sé eitthvað sem að vinstri og miðju flokkar ættu að taka sérstaklega til sín ef einhvertímann á að ná að minnka fylgi þeirra flokka sem hafa sterk hagsmunatengsl við valdastéttir og leyfa spillingu að grassera. Það þarf að setja hugmyndir fram á forminu sem kjósendur þessara flokka vilja. Það þarf að tala um efnahagsáhrif, hagvöxt og skatta. Tökum dæmi: Ef þú vilt bæta kjör þeirra lægst launuðu ekki ræða það eingöngu sem sanngirnismál. Bentu á að skattalækkanir til launafólks skila sér í auknum viðskiptum í samfélaginu rétt eins og meint virkni skattalækkanna til fjármagnseigenda. Ef þú ert mótfallinn því að senda erlendar fjölskyldur sem hafa dvalið á Íslandi árum saman úr landi ekki ræða það eingöngu sem spurningu um mannúð. Bentu á hvað ríkið hefur kostað í skólagöngu barnanna. Bentu á þá fjárfestingu í mannauð sem ríkið hefur þegar lagst í og að það vinni gegn rekstri ríkisins að henda slíkri fjárfestingu frá sér. Hægt er að búa til endalaus fleiri dæmi en punkturinn er sá sami. Ef ætlunin er að fá einhvern á þitt band þarftu að tala hans tungu. Gefðu honum raunhæfan valkost. Þangað til mun ekkert breytast í pólitíska landslaginu á Íslandi. Höfundur er Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Haukur V. Alfreðsson Píratar Ráðherra í Ásmundarsal Vafningsmálið Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Það var mikil hneisa þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti að ráðherra hafi verið í fjölmennu partíi á Þorláksmessu. En nú hafa orðið breytingar á og séð verið til þess að leikurinn endurtaki sig ekki. Eða að minnsta kosti af hálfu lögreglunnar sem hefur hafið vinnu við að uppfæra verklagsreglur embættisins um samskipti lögreglu við fjölmiðla. Það má alveg velta fyrir sér hvort þörf hafi verið á slíkri uppfærslu af hálfu lögreglunnar en það er óhætt að segja að fjölmiðlaumfjöllunin og samfélagsumræðan í kringum atvikið var ekki um verklag lögreglunnar. Umfjöllunin var um brot ráðherra á sóttvarnarreglum. En íslenska þjóðin er fljót að gleyma og fljót að fyrirgefa að því virðist. Hvernig annars gæti staðan á Íslandi verið sú að ráðherra sem kemur við sögu í hverju hneykslis málinu á fætur öðru (Panamaskjölunum, Vafningsmálinu, salan á Borgun, nú brot á sóttvarnarlögum) haldi alltaf velli? Verndarengill stjórnmálamanna En hverjum er það að kenna að staðan í íslenskum stjórnmálum er eins og hún er? Hver er það sem heldur verndarskildi yfir brotlegum stjórnmálamönnum? Þó að ég telji að ýmsir stjórnmálamenn og flokkar hafi of sterk tengsl við fjársterka hagsmunaaðila þá er svarið samt að verndarengillinn eru kjósendur. Og þá má spyrja sig hversvegna stór hluti kjósenda kýs aftur og aftur flokka sem taka ekki á spillingu og öðru slíku. Ég tel að svarið sé tvíþætt: Það fyrra er að fjölmiðlar, almenningur og aðrir stjórnmálamenn halda málunum ekki nógu lengi til streitu. Þau fá að gleymast án afleiðinga. Að flest allir kjósendur vilji kjósa flokk sem tekur spillingar- og hneykslismál alvarlega en finnist þeir ekki hafa raunhæfan valkost. Þ.e.a.s. að málflutningur stjórnmálaflokka til hægri, miðju og vinstri sé svo ólíkur og að því virðist með mismunandi áherslur að það sé skárra að horfa framhjá spillingunni en geta þá kosið flokk sem talar þínu máli. Liður númer tvö hér að ofan held ég að sé eitthvað sem að vinstri og miðju flokkar ættu að taka sérstaklega til sín ef einhvertímann á að ná að minnka fylgi þeirra flokka sem hafa sterk hagsmunatengsl við valdastéttir og leyfa spillingu að grassera. Það þarf að setja hugmyndir fram á forminu sem kjósendur þessara flokka vilja. Það þarf að tala um efnahagsáhrif, hagvöxt og skatta. Tökum dæmi: Ef þú vilt bæta kjör þeirra lægst launuðu ekki ræða það eingöngu sem sanngirnismál. Bentu á að skattalækkanir til launafólks skila sér í auknum viðskiptum í samfélaginu rétt eins og meint virkni skattalækkanna til fjármagnseigenda. Ef þú ert mótfallinn því að senda erlendar fjölskyldur sem hafa dvalið á Íslandi árum saman úr landi ekki ræða það eingöngu sem spurningu um mannúð. Bentu á hvað ríkið hefur kostað í skólagöngu barnanna. Bentu á þá fjárfestingu í mannauð sem ríkið hefur þegar lagst í og að það vinni gegn rekstri ríkisins að henda slíkri fjárfestingu frá sér. Hægt er að búa til endalaus fleiri dæmi en punkturinn er sá sami. Ef ætlunin er að fá einhvern á þitt band þarftu að tala hans tungu. Gefðu honum raunhæfan valkost. Þangað til mun ekkert breytast í pólitíska landslaginu á Íslandi. Höfundur er Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021.
Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun