Nýtum sveigjanleika í skólamálum til að létta á samgöngum Indriði Stefánsson skrifar 9. febrúar 2021 11:00 Í sveitarstjórnarkosningum árið 2018 náðum við Píratar í Kópavogi þeim áfanga að ná inn fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs, ég tók í kjölfarið sæti í Umhverfis og samgöngunefnd Kópavogs. Í erindisbréfi nefndarinnar er henni ætlað að sinna stefnumótun um almenningssamgöngur. Það kom mér því á óvart að frétta af sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu í fjölmiðlum. Á því fékk ég þær skýringar einar að vinnuhópur sem innihéldi ráðherra og bæjarstjóra gæti ekki tafið sig á því að blanda of mörgum aðilum í vinnuna. Horfum heildrænt á vandann Samgöngusáttmálinn er metnaðarfullur en ekki að fullu fjármagnaður, búast má við vegtollum strax á næsta ári nema til komi önnur fjármögnun. Þá verður lítill hluti samgöngusáttmálans kominn til framkvæmda. Hefði ég komið að sáttmálanum myndi ég leggja til að horfa heildrænt á vandann. Vegakerfið á höfuðborgarsvæðinu annar ágætlega umferð utan álagstíma og nýting almenningssamgangna er mun meiri á álagstímum en utan þeirra. Aðlögum þjónustuna að þörfum fólks Þegar um er að ræða mikla fjárfestingu er brýnt að við leysum rétt vandamál. Stór hluti vinnandi fólks hefur nokkurn sveigjanleika í því hvenær það sinnir vinnu. Þann sveigjanleika er oft ekki að finna í þjónustu sveitarfélaga. Ég tel að margir myndu kjósa þann kost að vera ekki að ferðinni á háannatíma en eiga ekki kost á því vegna opnunartíma leikskóla og frístundaheimila og það munar um hvern bíl á álagstímum. Tökum tillit til þarfa barna og unglinga Í heildrænni nálgun eru tækifæri til að auka lífsgæði fólks mikið. Líkamsklukka unglinga er ekki endilega vel fallin til þess að vakna klukkan sjö en ef skólinn byrjaði klukkan tíu væri það ekki vandamál, fyrir yngri börnin mættu frístundaheimili og leikskólar opna sjö á morgnanna og loka sex á kvöldin. Þá myndu börnin mæta á frístundaheimili í stað skóla og verða sótt þangað og börn sem labba í skólann gætu það í björtu nær allt árið. Ég er með þessu ekki að leggja til að börnin yrðu í 11 tíma vistun heldur væri í boði allt að 8 tíma gluggi yfir daginn. Með því að skólinn byrjaði klukkan tíu skapaðist jafnframt möguleiki til íþróttaæfinga á morgnanna sem myndi stuðla að mun betri nýtingu á íþróttamannvirkjum. Eflum leikskóla og frístundaheimili Til þess þyrftum við að efla starf leikskóla og frístundaheimila, enda rúmast þetta ekki að fullu innan núverandi fjárhagsramma. Ef við erum reiðubúin að setja 120 milljarða í að leysa verkefnið samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, getum við vel nýtt eitthvað af fjármunum í önnur verkefni sem jafnframt bæta umferðina. Þetta þarf líka að vinna í góðu samráði við starfsfólkið enda er það lykilatriði í að dæmið gangi upp. Þessi fjárfesting gæti síðan vel skilað sér fjárhagslega og í verulega bættum lífsgæðum barna og foreldra þeirra. Breyting sem að myndi nýtast öllum Með því að dreifa umferðinni yfir daginn mætti draga úr bæði heildarmengun og mengunartoppar yfir daginn myndu minnka. Með léttari umferð aukum við lífsgæði fólks, við jöfnum álag á Strætó og fólk fengi raunverulega frelsi til að nýta sér sveigjanlegan vinnutíma. Á sama tíma myndum við einfalda líf þeirra sem vinna utan núverandi opnunartíma leikskóla og frístundaheimila, t.d. vaktavinnu og verslunarfólks. Þennan ávinning gætum við líka fengið hratt. Allir hinir myndu síðan njóta þess að komast leiðar sinnar í minni umferð eða strætisvögnum sem ekki væru troðfullir af fólki. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir alþingiskosningar 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Skóla - og menntamál Samgöngur Indriði Stefánsson Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Í sveitarstjórnarkosningum árið 2018 náðum við Píratar í Kópavogi þeim áfanga að ná inn fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs, ég tók í kjölfarið sæti í Umhverfis og samgöngunefnd Kópavogs. Í erindisbréfi nefndarinnar er henni ætlað að sinna stefnumótun um almenningssamgöngur. Það kom mér því á óvart að frétta af sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu í fjölmiðlum. Á því fékk ég þær skýringar einar að vinnuhópur sem innihéldi ráðherra og bæjarstjóra gæti ekki tafið sig á því að blanda of mörgum aðilum í vinnuna. Horfum heildrænt á vandann Samgöngusáttmálinn er metnaðarfullur en ekki að fullu fjármagnaður, búast má við vegtollum strax á næsta ári nema til komi önnur fjármögnun. Þá verður lítill hluti samgöngusáttmálans kominn til framkvæmda. Hefði ég komið að sáttmálanum myndi ég leggja til að horfa heildrænt á vandann. Vegakerfið á höfuðborgarsvæðinu annar ágætlega umferð utan álagstíma og nýting almenningssamgangna er mun meiri á álagstímum en utan þeirra. Aðlögum þjónustuna að þörfum fólks Þegar um er að ræða mikla fjárfestingu er brýnt að við leysum rétt vandamál. Stór hluti vinnandi fólks hefur nokkurn sveigjanleika í því hvenær það sinnir vinnu. Þann sveigjanleika er oft ekki að finna í þjónustu sveitarfélaga. Ég tel að margir myndu kjósa þann kost að vera ekki að ferðinni á háannatíma en eiga ekki kost á því vegna opnunartíma leikskóla og frístundaheimila og það munar um hvern bíl á álagstímum. Tökum tillit til þarfa barna og unglinga Í heildrænni nálgun eru tækifæri til að auka lífsgæði fólks mikið. Líkamsklukka unglinga er ekki endilega vel fallin til þess að vakna klukkan sjö en ef skólinn byrjaði klukkan tíu væri það ekki vandamál, fyrir yngri börnin mættu frístundaheimili og leikskólar opna sjö á morgnanna og loka sex á kvöldin. Þá myndu börnin mæta á frístundaheimili í stað skóla og verða sótt þangað og börn sem labba í skólann gætu það í björtu nær allt árið. Ég er með þessu ekki að leggja til að börnin yrðu í 11 tíma vistun heldur væri í boði allt að 8 tíma gluggi yfir daginn. Með því að skólinn byrjaði klukkan tíu skapaðist jafnframt möguleiki til íþróttaæfinga á morgnanna sem myndi stuðla að mun betri nýtingu á íþróttamannvirkjum. Eflum leikskóla og frístundaheimili Til þess þyrftum við að efla starf leikskóla og frístundaheimila, enda rúmast þetta ekki að fullu innan núverandi fjárhagsramma. Ef við erum reiðubúin að setja 120 milljarða í að leysa verkefnið samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, getum við vel nýtt eitthvað af fjármunum í önnur verkefni sem jafnframt bæta umferðina. Þetta þarf líka að vinna í góðu samráði við starfsfólkið enda er það lykilatriði í að dæmið gangi upp. Þessi fjárfesting gæti síðan vel skilað sér fjárhagslega og í verulega bættum lífsgæðum barna og foreldra þeirra. Breyting sem að myndi nýtast öllum Með því að dreifa umferðinni yfir daginn mætti draga úr bæði heildarmengun og mengunartoppar yfir daginn myndu minnka. Með léttari umferð aukum við lífsgæði fólks, við jöfnum álag á Strætó og fólk fengi raunverulega frelsi til að nýta sér sveigjanlegan vinnutíma. Á sama tíma myndum við einfalda líf þeirra sem vinna utan núverandi opnunartíma leikskóla og frístundaheimila, t.d. vaktavinnu og verslunarfólks. Þennan ávinning gætum við líka fengið hratt. Allir hinir myndu síðan njóta þess að komast leiðar sinnar í minni umferð eða strætisvögnum sem ekki væru troðfullir af fólki. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir alþingiskosningar 2021.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun