Talar þú íslensku á Íslandi? Marta Eiríksdóttir skrifar 5. febrúar 2021 07:30 Ég geri það, en ekkert að marka mig því ég er fædd og uppalin á Íslandi. Það væri eins ef ég væri fædd og uppalin einhvers staðar annars staðar, þá gæti ég sjálfsagt talað reiprennandi móðurmálið í því landi. Það gefur auga leið. Í sakleysi mínu skrifaði ég grein með opnum hug sem ég hélt að myndi renna ljúft ofan í lesendur mína. Tilgangur greinarinnar var að hjálpa atvinnulausu fólki af erlendum uppruna að átta sig á mikilvægi þess að læra íslensku til þess að fá vinnu og tók dæmi úr eigin lífi frá því ég bjó erlendis. Ja hérna mig. Aldrei átti ég von á þessari skyndilegu samfélagsmiðlafrægð vegna greinarinnar eða þakklæti frá svo mörgum lesendum því ég þorði að tala um þetta mál opinberlega. Ég átti heldur ekki von á persónulegum árásum frá nokkrum lesendum sem vildu heyja við mig orðastríð. Þetta var allt mjög áhugavert. Hvað það er mikill hiti í þessari umræðu hér á Íslandi. "Skoðun" mín : Ég tala dönsku í Danmörku, var mest lesna greinin á vefnum hjá visir.is á miðvikudag, fimmtudag og er enn mikið lesin. Það þarf greinilega að tala meira um þetta á opinberum vettvangi! Sumir taka bara það úr greininni minni sem þeir vilja og snúa því svo einhvern veginn, henda orðunum upp í loft og bulla eitthvað að mínu mati, því ég var ekkert að segja það sem þeir héldu að ég væri að segja. Aðrir eru með skítkast og allskonar ásakanir, en hva, ég nenni ekki að eyða púðri í svoleiðis fólk. Orð þeirra sendi ég beint í föðurhúsin! Ég get ekki gert að því hvernig fólk upplifir skrif mín. - Kjarni greinar minnar fyrir þá sem vilja skilja hvað ég var að fara, fjallar um að eiga jöfn tækifæri í þessu litla friðsæla landi okkar, hvort sem maður er íbúi af erlendum uppruna eða bara innfæddur. Tungumál hverrar þjóðar er ávallt lykill að fleiri tækifærum. Íslendingar eru gott fólk. Ekki ásaka þá eða kalla þá alla fordómafulla því við erum það líklega öll inn við beinið á einhvern hátt. Við megum alveg vera ósammála, ekkert hættulegt við það. - Fólk segir margt. Það sem mér finnst mest áríðandi, er að leyfa öllum að tala, hlusta á allar skoðanir, þótt við séum ekki sammála. Fólk á ekki að vera hrætt við að tjá sig, hrætt við að fá skítkast í „kommenta“kerfinu. Best er að vera málefnalegur því innst inni langar þig ekki að móðga neinn eða skapa vanlíðan hjá fólki. Það vilja allir njóta virðingar, bæði þú og ég. Þessi greinaskrif voru gerð af góðum hug enda er ég ekki í stríði við neinn og átta mig vel á því að heimurinn er að breytast. Fólk er að flytja sig á milli landa í leit að betra lífi. En það er samt sama hvert þú flytur, tungumál hvers lands er yfirleitt það fyrsta sem þú þarft að tileinka þér til að ná almennilegri fótfestu. Þú gerir það með því að æfa þig í að tala málið. Þetta vita lesendur sem hafa búið erlendis. Þegar ég bjó í Danmörku þá átti ég ekkert létt með að tala dönsku hvað þá norsku í Noregi. Þið vitið það jafn vel og ég, þið sem hafið lært dönsku í skóla á Íslandi, að sú kennsla er því miður oft ónothæf þar í landi. Ég upplifði að vera atvinnulaus í þessum löndum og vissi að ef ég talaði tungumálið þar sem ég bjó þá hefði ég meiri möguleika að fá starf. Mér fannst ég ekkert rosalega góð í málinu en lét mig hafa það að "æfa" mig í að tala og ákvað að aldrei skyldi ég tala ensku í Danmörku eða Noregi, heldur ruslast áfram í að tjá mig á þeirra máli. Þegar þeir heyrðu mig tala þá virtu þeir það og hrósuðu mér fyrir að prófa að tala. Sumir vildu tala ensku ef þeim fannst þetta eitthvað erfitt hjá mér en ég stoppaði þá og sagðist ekki vilja það. Ég vildi leggja mig fram við að læra málið almennilega. Kannski þurfa yfirvöld á Íslandi að styrkja erlenda íbúa með því að bjóða upp á frítt íslenskunám? Fólk kvartar yfir því að þetta sé allt of dýrt nám. Aðrar norðurlandaþjóðir bjóða upp á frítt tungumálanám til þess að hjálpa fólki að finna sig í landinu þeirra. Það er ekki gott fyrir fólk að vera hér árum saman og skilja ekki tungumálið. Það þekkir ekki rétt sinn eða skyldur og getur ekki bjargað sér með marga hluti. Það er því langflestum mjög líklega fyrir bestu, ef fólk ætlar að búa hér til langdvalar og vinna, að það læri tungumálið. Eins gefur tungumálakunnáttan meiri von um draumastarfið. Æfingin skapar meistarann. Íslendingar, kannski fleiri af þeim sem eldri eru, elska móðurmálið sitt og þykir mörgum afar vænt um það þegar útlendingar hafa áhuga á því að setjast hér að og læra þetta erfiða mál. Margir erlendir borgarar hafa sérlega gaman af því að læra málið okkar og fá jákvæð viðbrögð frá innfæddum vegna viðleitni þeirra til þess að tala. Ég hreyti ekki í fólk, hvorki Íslendinga né útlendinga sem eru búsettir hér. Íslendingar eru yfirleitt friðelskandi fólk. Það þarf að skilja hvaðan þeir koma til þess að átta sig á þeim og hvers vegna þeir eru eins og heimaríkir hundar. Lengi vel var Ísland undir yfirráðum erlendra afla og börðust fyrir frelsi lands og þjóðar, nú síðast frá Dönum árið 1944. Þjóðtungan íslenska er eldgömul og hefur fylgt okkur síðan frá landnámi. Við gortum okkur af þessu á tyllidögum. Mér finnst mjög eðlilegt að við tölum um þessa hluti og sérstaklega ef þetta er hitamál. Fordómar koma vegna fáfræði. Það er hlutverk íslenskra yfirvalda að átta sig á stöðunni sem upp er komin í landinu okkar og marka sér stefnu til framtíðar. Hvernig vilja þeir taka á móti fólki af erlendum uppruna? Ef þjóðtungan er okkur dýrmæt, væri þá ekki ráð að styrkja íslenskukennslu fyrir útlendinga? Jafna tækifærin? Það ríkir sem betur fer skoðanafrelsi á Íslandi. Við getum lært margt nýtt af þeim erlendu íbúum sem vilja búa hér og starfa með okkur. Ef við viljum láta okkur öllum líða vel á þessari eyju úti í ballarhafi, þá höldum friðinn og tölum saman í bróðerni. Orð eru til alls fyrst! Höfundur er íslenskukennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Eiríksdóttir Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Ég geri það, en ekkert að marka mig því ég er fædd og uppalin á Íslandi. Það væri eins ef ég væri fædd og uppalin einhvers staðar annars staðar, þá gæti ég sjálfsagt talað reiprennandi móðurmálið í því landi. Það gefur auga leið. Í sakleysi mínu skrifaði ég grein með opnum hug sem ég hélt að myndi renna ljúft ofan í lesendur mína. Tilgangur greinarinnar var að hjálpa atvinnulausu fólki af erlendum uppruna að átta sig á mikilvægi þess að læra íslensku til þess að fá vinnu og tók dæmi úr eigin lífi frá því ég bjó erlendis. Ja hérna mig. Aldrei átti ég von á þessari skyndilegu samfélagsmiðlafrægð vegna greinarinnar eða þakklæti frá svo mörgum lesendum því ég þorði að tala um þetta mál opinberlega. Ég átti heldur ekki von á persónulegum árásum frá nokkrum lesendum sem vildu heyja við mig orðastríð. Þetta var allt mjög áhugavert. Hvað það er mikill hiti í þessari umræðu hér á Íslandi. "Skoðun" mín : Ég tala dönsku í Danmörku, var mest lesna greinin á vefnum hjá visir.is á miðvikudag, fimmtudag og er enn mikið lesin. Það þarf greinilega að tala meira um þetta á opinberum vettvangi! Sumir taka bara það úr greininni minni sem þeir vilja og snúa því svo einhvern veginn, henda orðunum upp í loft og bulla eitthvað að mínu mati, því ég var ekkert að segja það sem þeir héldu að ég væri að segja. Aðrir eru með skítkast og allskonar ásakanir, en hva, ég nenni ekki að eyða púðri í svoleiðis fólk. Orð þeirra sendi ég beint í föðurhúsin! Ég get ekki gert að því hvernig fólk upplifir skrif mín. - Kjarni greinar minnar fyrir þá sem vilja skilja hvað ég var að fara, fjallar um að eiga jöfn tækifæri í þessu litla friðsæla landi okkar, hvort sem maður er íbúi af erlendum uppruna eða bara innfæddur. Tungumál hverrar þjóðar er ávallt lykill að fleiri tækifærum. Íslendingar eru gott fólk. Ekki ásaka þá eða kalla þá alla fordómafulla því við erum það líklega öll inn við beinið á einhvern hátt. Við megum alveg vera ósammála, ekkert hættulegt við það. - Fólk segir margt. Það sem mér finnst mest áríðandi, er að leyfa öllum að tala, hlusta á allar skoðanir, þótt við séum ekki sammála. Fólk á ekki að vera hrætt við að tjá sig, hrætt við að fá skítkast í „kommenta“kerfinu. Best er að vera málefnalegur því innst inni langar þig ekki að móðga neinn eða skapa vanlíðan hjá fólki. Það vilja allir njóta virðingar, bæði þú og ég. Þessi greinaskrif voru gerð af góðum hug enda er ég ekki í stríði við neinn og átta mig vel á því að heimurinn er að breytast. Fólk er að flytja sig á milli landa í leit að betra lífi. En það er samt sama hvert þú flytur, tungumál hvers lands er yfirleitt það fyrsta sem þú þarft að tileinka þér til að ná almennilegri fótfestu. Þú gerir það með því að æfa þig í að tala málið. Þetta vita lesendur sem hafa búið erlendis. Þegar ég bjó í Danmörku þá átti ég ekkert létt með að tala dönsku hvað þá norsku í Noregi. Þið vitið það jafn vel og ég, þið sem hafið lært dönsku í skóla á Íslandi, að sú kennsla er því miður oft ónothæf þar í landi. Ég upplifði að vera atvinnulaus í þessum löndum og vissi að ef ég talaði tungumálið þar sem ég bjó þá hefði ég meiri möguleika að fá starf. Mér fannst ég ekkert rosalega góð í málinu en lét mig hafa það að "æfa" mig í að tala og ákvað að aldrei skyldi ég tala ensku í Danmörku eða Noregi, heldur ruslast áfram í að tjá mig á þeirra máli. Þegar þeir heyrðu mig tala þá virtu þeir það og hrósuðu mér fyrir að prófa að tala. Sumir vildu tala ensku ef þeim fannst þetta eitthvað erfitt hjá mér en ég stoppaði þá og sagðist ekki vilja það. Ég vildi leggja mig fram við að læra málið almennilega. Kannski þurfa yfirvöld á Íslandi að styrkja erlenda íbúa með því að bjóða upp á frítt íslenskunám? Fólk kvartar yfir því að þetta sé allt of dýrt nám. Aðrar norðurlandaþjóðir bjóða upp á frítt tungumálanám til þess að hjálpa fólki að finna sig í landinu þeirra. Það er ekki gott fyrir fólk að vera hér árum saman og skilja ekki tungumálið. Það þekkir ekki rétt sinn eða skyldur og getur ekki bjargað sér með marga hluti. Það er því langflestum mjög líklega fyrir bestu, ef fólk ætlar að búa hér til langdvalar og vinna, að það læri tungumálið. Eins gefur tungumálakunnáttan meiri von um draumastarfið. Æfingin skapar meistarann. Íslendingar, kannski fleiri af þeim sem eldri eru, elska móðurmálið sitt og þykir mörgum afar vænt um það þegar útlendingar hafa áhuga á því að setjast hér að og læra þetta erfiða mál. Margir erlendir borgarar hafa sérlega gaman af því að læra málið okkar og fá jákvæð viðbrögð frá innfæddum vegna viðleitni þeirra til þess að tala. Ég hreyti ekki í fólk, hvorki Íslendinga né útlendinga sem eru búsettir hér. Íslendingar eru yfirleitt friðelskandi fólk. Það þarf að skilja hvaðan þeir koma til þess að átta sig á þeim og hvers vegna þeir eru eins og heimaríkir hundar. Lengi vel var Ísland undir yfirráðum erlendra afla og börðust fyrir frelsi lands og þjóðar, nú síðast frá Dönum árið 1944. Þjóðtungan íslenska er eldgömul og hefur fylgt okkur síðan frá landnámi. Við gortum okkur af þessu á tyllidögum. Mér finnst mjög eðlilegt að við tölum um þessa hluti og sérstaklega ef þetta er hitamál. Fordómar koma vegna fáfræði. Það er hlutverk íslenskra yfirvalda að átta sig á stöðunni sem upp er komin í landinu okkar og marka sér stefnu til framtíðar. Hvernig vilja þeir taka á móti fólki af erlendum uppruna? Ef þjóðtungan er okkur dýrmæt, væri þá ekki ráð að styrkja íslenskukennslu fyrir útlendinga? Jafna tækifærin? Það ríkir sem betur fer skoðanafrelsi á Íslandi. Við getum lært margt nýtt af þeim erlendu íbúum sem vilja búa hér og starfa með okkur. Ef við viljum láta okkur öllum líða vel á þessari eyju úti í ballarhafi, þá höldum friðinn og tölum saman í bróðerni. Orð eru til alls fyrst! Höfundur er íslenskukennari.
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar