1706 Halla Þorvaldsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 13:31 er fjöldi þeirra sem greinist að meðaltali með krabbamein á hverju ári. Spár gera ráð fyrir að á næstu 20 árum fjölgi tilfellum í um 2100 á hverju ári. Sem betur fer er árangur af greiningu og meðferð krabbameina góður hér á landi og í árslok voru á lífi 15.874 sem höfðu fengið krabbamein. Lífslíkur fólks hér á landi eru mjög góðar í alþjóðlegum samanburði. Krabbamein eru margir ólíkir sjúkdómar og batahorfur fólks mjög ólíkar eftir því hvaða sjúkdómur á í hlut. Þrátt fyrir góðan árangur eru krabbamein enn stærsta orsök ótímabærra dauðsfalla, þ.e. hjá þeim sem deyja fyrir 74 ára aldur og því miður er það ennþá svo að sum krabbamein, einkum sjaldgæf mein, eru illviðráðanleg allt frá greiningu. Áskoranirnar eru óteljandi. Góður árangur af greiningu og meðferð er mikið fagnaðarefni. Fagnaðarefni, en þó á að vera hægt að ná enn betri árangri. Til að svo megi verði þarf þó átak frá öllum hliðum. Mikið er í húfi og við þurfum að gera allt sem hægt er að gera, bæði til að koma í veg fyrir meinin og að tryggja að þau sem veikjast haldi sem bestri heilsu allt frá greiningu uns eftir að meðferð lýkur. Með markvissum forvarnaraðgerðum er hægt að fækka krabbameinstilvikum. Rannsóknir sýna að mörg krabbamein eru lífsstílstengd og hægt er að koma í veg fyrir fjögur af hverjum tíu krabbameinum með heilbrigðari lífsháttum. Þar þarf samstillt átak margra aðila og aðgerðir stjórnvalda spila þar stórt hlutverk. Íslensku þjóðinni tókst í sameiningu að draga svo úr reykingum að eftir er tekið á heimsvísu. Það hefur gert að verkum að nýgengi lungnakrabbameins er á leið niður. Við getum breytt lífsháttum okkar á þann veg að líkur á krabbameinum minnki. Sýnum metnað, setjum okkur markmið og höldum áfram í sameiningu. Krabbamein eru hluti af lífi okkar allra. Öll eigum við ástvin eða einhverja nákomna sem hafa tekist á við krabbamein. Eitt af hverjum þremur okkar fær krabbamein á lífsleiðinni. Við skulum reyna að breyta því hjá komandi kynslóðum. Krabbameinsfélagið hefur í 70 ár rutt brautina fyrir framfarir í tengslum við krabbamein. Hjá félaginu og aðildarfélögum þess um land allt vinna sjálfboðaliðar og fagfólk við að koma í veg fyrir krabbamein með forvörnum, fækka dauðsföllum vegna krabbameina meðal annars með rannsóknum til að bæta meðferð og greiningu og hagsmunagæslu. Veita stuðning, ráðgjöf, sinna námskeiðum, fræðslu og félagsstarfi til að líf með og eftir krabbamein verði eins gott og hægt er. Stuðningur fólksins og fyrirtækjanna í landinu gerir Krabbameinsfélaginu kleift að vera ávallt til staðar fyrir öll þau sem takast á við krabbamein, hvort sem þau hafa veikst eða eru aðstandendur, veita faglegan stuðning, og ráðgjöf endurgjaldslaust. Krabbameinsfélagið er félagið þitt. Með þínum stuðningi tökumst við á við nýjar áskoranir og finnum nýjar leiðir fyrir þig og þína. Eitt aðildarfélag Krabbameinsfélagsins, Kraftur, stuðningsfélag ungs fólks með krabbamein, lýkur vitundarvakningu sinni í kvöld með sjónvarpsútsendingu hjá Sjónvarpi Símans. Fylgist með! Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Halla Þorvaldsdóttir Mest lesið Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Sjá meira
er fjöldi þeirra sem greinist að meðaltali með krabbamein á hverju ári. Spár gera ráð fyrir að á næstu 20 árum fjölgi tilfellum í um 2100 á hverju ári. Sem betur fer er árangur af greiningu og meðferð krabbameina góður hér á landi og í árslok voru á lífi 15.874 sem höfðu fengið krabbamein. Lífslíkur fólks hér á landi eru mjög góðar í alþjóðlegum samanburði. Krabbamein eru margir ólíkir sjúkdómar og batahorfur fólks mjög ólíkar eftir því hvaða sjúkdómur á í hlut. Þrátt fyrir góðan árangur eru krabbamein enn stærsta orsök ótímabærra dauðsfalla, þ.e. hjá þeim sem deyja fyrir 74 ára aldur og því miður er það ennþá svo að sum krabbamein, einkum sjaldgæf mein, eru illviðráðanleg allt frá greiningu. Áskoranirnar eru óteljandi. Góður árangur af greiningu og meðferð er mikið fagnaðarefni. Fagnaðarefni, en þó á að vera hægt að ná enn betri árangri. Til að svo megi verði þarf þó átak frá öllum hliðum. Mikið er í húfi og við þurfum að gera allt sem hægt er að gera, bæði til að koma í veg fyrir meinin og að tryggja að þau sem veikjast haldi sem bestri heilsu allt frá greiningu uns eftir að meðferð lýkur. Með markvissum forvarnaraðgerðum er hægt að fækka krabbameinstilvikum. Rannsóknir sýna að mörg krabbamein eru lífsstílstengd og hægt er að koma í veg fyrir fjögur af hverjum tíu krabbameinum með heilbrigðari lífsháttum. Þar þarf samstillt átak margra aðila og aðgerðir stjórnvalda spila þar stórt hlutverk. Íslensku þjóðinni tókst í sameiningu að draga svo úr reykingum að eftir er tekið á heimsvísu. Það hefur gert að verkum að nýgengi lungnakrabbameins er á leið niður. Við getum breytt lífsháttum okkar á þann veg að líkur á krabbameinum minnki. Sýnum metnað, setjum okkur markmið og höldum áfram í sameiningu. Krabbamein eru hluti af lífi okkar allra. Öll eigum við ástvin eða einhverja nákomna sem hafa tekist á við krabbamein. Eitt af hverjum þremur okkar fær krabbamein á lífsleiðinni. Við skulum reyna að breyta því hjá komandi kynslóðum. Krabbameinsfélagið hefur í 70 ár rutt brautina fyrir framfarir í tengslum við krabbamein. Hjá félaginu og aðildarfélögum þess um land allt vinna sjálfboðaliðar og fagfólk við að koma í veg fyrir krabbamein með forvörnum, fækka dauðsföllum vegna krabbameina meðal annars með rannsóknum til að bæta meðferð og greiningu og hagsmunagæslu. Veita stuðning, ráðgjöf, sinna námskeiðum, fræðslu og félagsstarfi til að líf með og eftir krabbamein verði eins gott og hægt er. Stuðningur fólksins og fyrirtækjanna í landinu gerir Krabbameinsfélaginu kleift að vera ávallt til staðar fyrir öll þau sem takast á við krabbamein, hvort sem þau hafa veikst eða eru aðstandendur, veita faglegan stuðning, og ráðgjöf endurgjaldslaust. Krabbameinsfélagið er félagið þitt. Með þínum stuðningi tökumst við á við nýjar áskoranir og finnum nýjar leiðir fyrir þig og þína. Eitt aðildarfélag Krabbameinsfélagsins, Kraftur, stuðningsfélag ungs fólks með krabbamein, lýkur vitundarvakningu sinni í kvöld með sjónvarpsútsendingu hjá Sjónvarpi Símans. Fylgist með! Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar