1706 Halla Þorvaldsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 13:31 er fjöldi þeirra sem greinist að meðaltali með krabbamein á hverju ári. Spár gera ráð fyrir að á næstu 20 árum fjölgi tilfellum í um 2100 á hverju ári. Sem betur fer er árangur af greiningu og meðferð krabbameina góður hér á landi og í árslok voru á lífi 15.874 sem höfðu fengið krabbamein. Lífslíkur fólks hér á landi eru mjög góðar í alþjóðlegum samanburði. Krabbamein eru margir ólíkir sjúkdómar og batahorfur fólks mjög ólíkar eftir því hvaða sjúkdómur á í hlut. Þrátt fyrir góðan árangur eru krabbamein enn stærsta orsök ótímabærra dauðsfalla, þ.e. hjá þeim sem deyja fyrir 74 ára aldur og því miður er það ennþá svo að sum krabbamein, einkum sjaldgæf mein, eru illviðráðanleg allt frá greiningu. Áskoranirnar eru óteljandi. Góður árangur af greiningu og meðferð er mikið fagnaðarefni. Fagnaðarefni, en þó á að vera hægt að ná enn betri árangri. Til að svo megi verði þarf þó átak frá öllum hliðum. Mikið er í húfi og við þurfum að gera allt sem hægt er að gera, bæði til að koma í veg fyrir meinin og að tryggja að þau sem veikjast haldi sem bestri heilsu allt frá greiningu uns eftir að meðferð lýkur. Með markvissum forvarnaraðgerðum er hægt að fækka krabbameinstilvikum. Rannsóknir sýna að mörg krabbamein eru lífsstílstengd og hægt er að koma í veg fyrir fjögur af hverjum tíu krabbameinum með heilbrigðari lífsháttum. Þar þarf samstillt átak margra aðila og aðgerðir stjórnvalda spila þar stórt hlutverk. Íslensku þjóðinni tókst í sameiningu að draga svo úr reykingum að eftir er tekið á heimsvísu. Það hefur gert að verkum að nýgengi lungnakrabbameins er á leið niður. Við getum breytt lífsháttum okkar á þann veg að líkur á krabbameinum minnki. Sýnum metnað, setjum okkur markmið og höldum áfram í sameiningu. Krabbamein eru hluti af lífi okkar allra. Öll eigum við ástvin eða einhverja nákomna sem hafa tekist á við krabbamein. Eitt af hverjum þremur okkar fær krabbamein á lífsleiðinni. Við skulum reyna að breyta því hjá komandi kynslóðum. Krabbameinsfélagið hefur í 70 ár rutt brautina fyrir framfarir í tengslum við krabbamein. Hjá félaginu og aðildarfélögum þess um land allt vinna sjálfboðaliðar og fagfólk við að koma í veg fyrir krabbamein með forvörnum, fækka dauðsföllum vegna krabbameina meðal annars með rannsóknum til að bæta meðferð og greiningu og hagsmunagæslu. Veita stuðning, ráðgjöf, sinna námskeiðum, fræðslu og félagsstarfi til að líf með og eftir krabbamein verði eins gott og hægt er. Stuðningur fólksins og fyrirtækjanna í landinu gerir Krabbameinsfélaginu kleift að vera ávallt til staðar fyrir öll þau sem takast á við krabbamein, hvort sem þau hafa veikst eða eru aðstandendur, veita faglegan stuðning, og ráðgjöf endurgjaldslaust. Krabbameinsfélagið er félagið þitt. Með þínum stuðningi tökumst við á við nýjar áskoranir og finnum nýjar leiðir fyrir þig og þína. Eitt aðildarfélag Krabbameinsfélagsins, Kraftur, stuðningsfélag ungs fólks með krabbamein, lýkur vitundarvakningu sinni í kvöld með sjónvarpsútsendingu hjá Sjónvarpi Símans. Fylgist með! Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Halla Þorvaldsdóttir Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
er fjöldi þeirra sem greinist að meðaltali með krabbamein á hverju ári. Spár gera ráð fyrir að á næstu 20 árum fjölgi tilfellum í um 2100 á hverju ári. Sem betur fer er árangur af greiningu og meðferð krabbameina góður hér á landi og í árslok voru á lífi 15.874 sem höfðu fengið krabbamein. Lífslíkur fólks hér á landi eru mjög góðar í alþjóðlegum samanburði. Krabbamein eru margir ólíkir sjúkdómar og batahorfur fólks mjög ólíkar eftir því hvaða sjúkdómur á í hlut. Þrátt fyrir góðan árangur eru krabbamein enn stærsta orsök ótímabærra dauðsfalla, þ.e. hjá þeim sem deyja fyrir 74 ára aldur og því miður er það ennþá svo að sum krabbamein, einkum sjaldgæf mein, eru illviðráðanleg allt frá greiningu. Áskoranirnar eru óteljandi. Góður árangur af greiningu og meðferð er mikið fagnaðarefni. Fagnaðarefni, en þó á að vera hægt að ná enn betri árangri. Til að svo megi verði þarf þó átak frá öllum hliðum. Mikið er í húfi og við þurfum að gera allt sem hægt er að gera, bæði til að koma í veg fyrir meinin og að tryggja að þau sem veikjast haldi sem bestri heilsu allt frá greiningu uns eftir að meðferð lýkur. Með markvissum forvarnaraðgerðum er hægt að fækka krabbameinstilvikum. Rannsóknir sýna að mörg krabbamein eru lífsstílstengd og hægt er að koma í veg fyrir fjögur af hverjum tíu krabbameinum með heilbrigðari lífsháttum. Þar þarf samstillt átak margra aðila og aðgerðir stjórnvalda spila þar stórt hlutverk. Íslensku þjóðinni tókst í sameiningu að draga svo úr reykingum að eftir er tekið á heimsvísu. Það hefur gert að verkum að nýgengi lungnakrabbameins er á leið niður. Við getum breytt lífsháttum okkar á þann veg að líkur á krabbameinum minnki. Sýnum metnað, setjum okkur markmið og höldum áfram í sameiningu. Krabbamein eru hluti af lífi okkar allra. Öll eigum við ástvin eða einhverja nákomna sem hafa tekist á við krabbamein. Eitt af hverjum þremur okkar fær krabbamein á lífsleiðinni. Við skulum reyna að breyta því hjá komandi kynslóðum. Krabbameinsfélagið hefur í 70 ár rutt brautina fyrir framfarir í tengslum við krabbamein. Hjá félaginu og aðildarfélögum þess um land allt vinna sjálfboðaliðar og fagfólk við að koma í veg fyrir krabbamein með forvörnum, fækka dauðsföllum vegna krabbameina meðal annars með rannsóknum til að bæta meðferð og greiningu og hagsmunagæslu. Veita stuðning, ráðgjöf, sinna námskeiðum, fræðslu og félagsstarfi til að líf með og eftir krabbamein verði eins gott og hægt er. Stuðningur fólksins og fyrirtækjanna í landinu gerir Krabbameinsfélaginu kleift að vera ávallt til staðar fyrir öll þau sem takast á við krabbamein, hvort sem þau hafa veikst eða eru aðstandendur, veita faglegan stuðning, og ráðgjöf endurgjaldslaust. Krabbameinsfélagið er félagið þitt. Með þínum stuðningi tökumst við á við nýjar áskoranir og finnum nýjar leiðir fyrir þig og þína. Eitt aðildarfélag Krabbameinsfélagsins, Kraftur, stuðningsfélag ungs fólks með krabbamein, lýkur vitundarvakningu sinni í kvöld með sjónvarpsútsendingu hjá Sjónvarpi Símans. Fylgist með! Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun