Herinn fer enn á ný með völdin í Mjanmar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. febrúar 2021 20:01 Min Aung Hlaing sést hér til hægri. Hann hefur nú tekið völdin í Mjanmar og sett Aung San Suu Kyi, til vinstri, í stofufangelsi. AP/Aung Shine Oo Mjanmarski herinn tók völdin í landinu í nótt og setti leiðtoga ríkisins í stofufangelsi. Síðustu áratugir hafa verið stormasamir í Mjanmar. Herinn tók völdin árið 1962 en það fór þó að fjara undan völdum hans undir lok níunda áratugsins. Aung San Suu Kyi leiddi þá mótmæli og uppskar fyrir það stofufangelsi fram til 2010. Velgengni í kosningum Þrýstingur og viðskiptaþvinganir fylgdu og heimilaði herforingjastjórnin kosningar um hluta þingsæta árið 2012 þar sem NLD-flokkur Suu Kyi vann stórsigur en USDP, leppflokkur hersins, galt afhroð. Árið 2015 var svo kosið um öll þingsæti, utan þess fjórðungs sem herinn heldur fyrir sig, og vann NLD stórsigur. Suu Kyi tók við völdum í kjölfarið. Valdatíð hennar hefur einkennst af ofsóknum í garð þjóðflokks Róhingja í Rakhine-héraði. Suu Kyi hefur komið herforingjum til varnar, en þeir hafa verið sakaðir um þjóðarmorð. Undir lok síðasta árs vann NLD svo enn einn stórsigurinn í þingkosningum, sem leiðtogar hersins segja að hafa farið fram með sviksamlegum hætti. Segjast ætla að stýra í eitt ár Það var einkum vegna þessa meinta svindls sem herinn tók völdin í landinu í nótt en í vikunni stóð til að þingið myndi staðfesta niðurstöður kosninganna. Suu Kyi var sett í stofufangelsi líkt og aðrir ráðamenn og bað stuðningsmenn um að gefast ekki upp. Min Aung Hlaing, æðsti hershöfðingi Mjanmars, fer með völdin í hinni nýju herforingjastjórn sem hyggst stýra landinu næsta árið. Stuðningsmenn Suu Kyi segjast bera lítið traust til hersins. „Hvernig eigum við að geta trúað því að herforingjastjórnin sitji bara þetta eina ár? Hvaða ástæðu höfum við til þess? Herinn hefur reglulega sagt eitthvað í gegnum tíðina sem reyndist rangt,“ sagði Kyaw Zhaw, íbúi í Yangon, við AP. Mjanmar Róhingjar Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Sjá meira
Síðustu áratugir hafa verið stormasamir í Mjanmar. Herinn tók völdin árið 1962 en það fór þó að fjara undan völdum hans undir lok níunda áratugsins. Aung San Suu Kyi leiddi þá mótmæli og uppskar fyrir það stofufangelsi fram til 2010. Velgengni í kosningum Þrýstingur og viðskiptaþvinganir fylgdu og heimilaði herforingjastjórnin kosningar um hluta þingsæta árið 2012 þar sem NLD-flokkur Suu Kyi vann stórsigur en USDP, leppflokkur hersins, galt afhroð. Árið 2015 var svo kosið um öll þingsæti, utan þess fjórðungs sem herinn heldur fyrir sig, og vann NLD stórsigur. Suu Kyi tók við völdum í kjölfarið. Valdatíð hennar hefur einkennst af ofsóknum í garð þjóðflokks Róhingja í Rakhine-héraði. Suu Kyi hefur komið herforingjum til varnar, en þeir hafa verið sakaðir um þjóðarmorð. Undir lok síðasta árs vann NLD svo enn einn stórsigurinn í þingkosningum, sem leiðtogar hersins segja að hafa farið fram með sviksamlegum hætti. Segjast ætla að stýra í eitt ár Það var einkum vegna þessa meinta svindls sem herinn tók völdin í landinu í nótt en í vikunni stóð til að þingið myndi staðfesta niðurstöður kosninganna. Suu Kyi var sett í stofufangelsi líkt og aðrir ráðamenn og bað stuðningsmenn um að gefast ekki upp. Min Aung Hlaing, æðsti hershöfðingi Mjanmars, fer með völdin í hinni nýju herforingjastjórn sem hyggst stýra landinu næsta árið. Stuðningsmenn Suu Kyi segjast bera lítið traust til hersins. „Hvernig eigum við að geta trúað því að herforingjastjórnin sitji bara þetta eina ár? Hvaða ástæðu höfum við til þess? Herinn hefur reglulega sagt eitthvað í gegnum tíðina sem reyndist rangt,“ sagði Kyaw Zhaw, íbúi í Yangon, við AP.
Mjanmar Róhingjar Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Sjá meira