Erum við ekki öll í þessu saman? Oddný G. Harðardóttir skrifar 29. janúar 2021 10:36 Í lok desember á síðasta ári var heildaratvinnuleysi á landinu öllu 12,1%, alls 26.473 manns. Atvinnuleysi er mest á Suðurnesjum 23,3%. Næst mest er atvinnuleysið á höfuðborgarsvæðinu 11,9% og þar á eftir á Suðurlandi 11,5%. Þörfum ekki mætt Þau sveitarfélög sem verst verða úti í þessu ástandi verða að fá stuðning. Það þarf að gera þeim kleift að mæta breyttum þörfum íbúa í erfiðri stöðu og halda uppi atvinnustigi eins og hægt er, þrátt fyrir minnkandi tekjur. Á þessu hefur ríkisstjórnin ekki skilning og stjórnarliðar hafa hvað eftir annað fellt tillögur okkar jafnaðarmanna um aukin framlög til þeirra sveitarfélaga sem harðast hafa orðið úti. Öflug velferðarvakt verður að vera til staðar því aukaverkanir langtíma atvinnuleysis eru vel þekktar; félagslegar og heilsufarslegar ekki síður en efnahagslegar. Skuldavandi blasir við Tekjufall heimila fylgir í kjölfar atvinnumissis og hætta er á að mikill skuldavandi taki við af atvinnukreppu ef ekkert verður að gert. Heimilin þurfa stuðning vegna tekjufalls og viðspyrnustyrk líkt og fyrirtækin. Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur lagt fram hugmynd að sértækum stuðningi sem ætlað er að tryggja afkomuöryggi heimila sem hafa orðið fyrir atvinnumissi og tekjufalli í heimsfaraldri. ASÍ hefur tekið undir þá hugmynd sem kynnt var stjórnvöldum fyrir nær þremur mánuðum. Forsætisráðherra svaraði fyrirspurn frá mér um málið í þinginu 14. desember á þann veg að hún hefði fengið kynningu á hugmyndunum VR og þær væru í nefnd. Ekkert hefur spurst til starfa þessarar nefndar nú sex vikum síðar og fólkið sem þarf að bera þyngstu byrgðarnar í heimsfaraldri fær ekki stuðning ríkisstjórnarinnar. Fyrir vikið er að skapast ófremdarástand. Langtíma atvinnuleysi Því lengur sem fólk er án atvinnu því erfiðari verður staða þeirra fjárhagslega og félagslega. Sumir missa heilsuna líka. Í lok desember höfðu 4.213 manns verið atvinnulaus lengur en 12 mánuði í djúpri atvinnukreppu þar sem enga vinnu er að fá. Það fólk sem búið hefur við atvinnuleysi í meira en 12 mánuði hefur ekki fengið þriggja mánaða lengingu á tekjutengda bótatímabilinu. Það er vegna þess að ríkisstjórnin ákvað að þá búbót fengju aðeins þeir sem höfðu misst vinnuna í mars 2020. Stjórnarliðar felldu tillögu Samfylkingarinn um að allir atvinnulausir fengju þessa viðbót og létu eins og þær um 10.000 manneskjur sem voru atvinnulausar í febrúar væru betur staddar en hitt fólkið sem missti vinnuna í mars. Raunin er auðvitað sú að fólk er því verr sett sem það hefur lengur verið án vinnu. Á næstu mánuðum mun hluti þeirra sem hafa verið atvinnulaus lengur en 12 mánuði klára tímabil atvinnuleysisbóta. Þau voru 87 í desembermánuði samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Á næstu mánuðum mun vel á annað hundrað manns vera í þessari stöðu á Suðurnesjum einum og enn fleiri ef landið allt er undir. Þetta fólk verður að leita á náðir sveitarfélaga eftir fjárhagsaðstoð og til hjálparstofnanna eftir nauðþurftum. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er í öllum tilfellum mun lægri en atvinnuleysisbæturnar og í sumum sveitarfélögum helmingi lægri. Við þær aðstæður sem nú eru blasir sárafátækt við því fólki sem hvorki fær atvinnu né atvinnuleysisbætur. Gegn ójöfnuði Við í Samfylkingunni jafnaðarmannaflokki Íslands mótmælum harðlega aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sem sýnir ástandinu algjört skilningsleysi. Við krefjumst aðgerða strax sem vinna gegn vaxandi ójöfnuði í heimsfaraldri og að byrgðum verði dreift. Gefum eftir getu og þiggjum eftir þörfum. Erum við ekki öll í þessu saman? Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Vinnumarkaður Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Í lok desember á síðasta ári var heildaratvinnuleysi á landinu öllu 12,1%, alls 26.473 manns. Atvinnuleysi er mest á Suðurnesjum 23,3%. Næst mest er atvinnuleysið á höfuðborgarsvæðinu 11,9% og þar á eftir á Suðurlandi 11,5%. Þörfum ekki mætt Þau sveitarfélög sem verst verða úti í þessu ástandi verða að fá stuðning. Það þarf að gera þeim kleift að mæta breyttum þörfum íbúa í erfiðri stöðu og halda uppi atvinnustigi eins og hægt er, þrátt fyrir minnkandi tekjur. Á þessu hefur ríkisstjórnin ekki skilning og stjórnarliðar hafa hvað eftir annað fellt tillögur okkar jafnaðarmanna um aukin framlög til þeirra sveitarfélaga sem harðast hafa orðið úti. Öflug velferðarvakt verður að vera til staðar því aukaverkanir langtíma atvinnuleysis eru vel þekktar; félagslegar og heilsufarslegar ekki síður en efnahagslegar. Skuldavandi blasir við Tekjufall heimila fylgir í kjölfar atvinnumissis og hætta er á að mikill skuldavandi taki við af atvinnukreppu ef ekkert verður að gert. Heimilin þurfa stuðning vegna tekjufalls og viðspyrnustyrk líkt og fyrirtækin. Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur lagt fram hugmynd að sértækum stuðningi sem ætlað er að tryggja afkomuöryggi heimila sem hafa orðið fyrir atvinnumissi og tekjufalli í heimsfaraldri. ASÍ hefur tekið undir þá hugmynd sem kynnt var stjórnvöldum fyrir nær þremur mánuðum. Forsætisráðherra svaraði fyrirspurn frá mér um málið í þinginu 14. desember á þann veg að hún hefði fengið kynningu á hugmyndunum VR og þær væru í nefnd. Ekkert hefur spurst til starfa þessarar nefndar nú sex vikum síðar og fólkið sem þarf að bera þyngstu byrgðarnar í heimsfaraldri fær ekki stuðning ríkisstjórnarinnar. Fyrir vikið er að skapast ófremdarástand. Langtíma atvinnuleysi Því lengur sem fólk er án atvinnu því erfiðari verður staða þeirra fjárhagslega og félagslega. Sumir missa heilsuna líka. Í lok desember höfðu 4.213 manns verið atvinnulaus lengur en 12 mánuði í djúpri atvinnukreppu þar sem enga vinnu er að fá. Það fólk sem búið hefur við atvinnuleysi í meira en 12 mánuði hefur ekki fengið þriggja mánaða lengingu á tekjutengda bótatímabilinu. Það er vegna þess að ríkisstjórnin ákvað að þá búbót fengju aðeins þeir sem höfðu misst vinnuna í mars 2020. Stjórnarliðar felldu tillögu Samfylkingarinn um að allir atvinnulausir fengju þessa viðbót og létu eins og þær um 10.000 manneskjur sem voru atvinnulausar í febrúar væru betur staddar en hitt fólkið sem missti vinnuna í mars. Raunin er auðvitað sú að fólk er því verr sett sem það hefur lengur verið án vinnu. Á næstu mánuðum mun hluti þeirra sem hafa verið atvinnulaus lengur en 12 mánuði klára tímabil atvinnuleysisbóta. Þau voru 87 í desembermánuði samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Á næstu mánuðum mun vel á annað hundrað manns vera í þessari stöðu á Suðurnesjum einum og enn fleiri ef landið allt er undir. Þetta fólk verður að leita á náðir sveitarfélaga eftir fjárhagsaðstoð og til hjálparstofnanna eftir nauðþurftum. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er í öllum tilfellum mun lægri en atvinnuleysisbæturnar og í sumum sveitarfélögum helmingi lægri. Við þær aðstæður sem nú eru blasir sárafátækt við því fólki sem hvorki fær atvinnu né atvinnuleysisbætur. Gegn ójöfnuði Við í Samfylkingunni jafnaðarmannaflokki Íslands mótmælum harðlega aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sem sýnir ástandinu algjört skilningsleysi. Við krefjumst aðgerða strax sem vinna gegn vaxandi ójöfnuði í heimsfaraldri og að byrgðum verði dreift. Gefum eftir getu og þiggjum eftir þörfum. Erum við ekki öll í þessu saman? Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun