Facebook og Google eru blóðsugur Ólafur Hauksson skrifar 28. janúar 2021 12:00 Kæmist íslenskt fyrirtæki upp með að skila ekki krónu í skatt af 4 milljarða króna tekjum hér á landi? Að sjálfsögðu ekki. En það gera Facebook, Google og Youtube. Fjögurra milljarða króna árstekjur þeirra frá Íslandi skila ekki krónu til samneyslunnar. Þessi erlendu netfyrirtæki eru blóðsugur á íslensku efnahagslífi. Fyrst og fremst draga þau máttinn úr íslenskum fjölmiðlum og ógna þannig lýðræðislegri umræðu. Facebook, Google og Youtube eru vissulega áhrifaríkir og þægilegir auglýsingamiðlar. Þess vegna vilja Íslendingar eiga viðskipti við þau. En vegna skattfríðindanna er samkeppnisstaða þeirra óhemju sterk. Þau geta selt þjónustuna á miklu hagstæðara verði en innlendir fjölmiðlar, sem þurfa að skila opinberum gjöldum af öllum umsvifum sínum, allt frá staðgreiðsluskatti og tryggingagjaldi til virðisaukaskatts. Þar fyrir utan eru svo öll hin gjöldin, þar sem framlög í lífeyrissjóði vega þyngst. Undirboð sem veikja lýðræðislega umræðu Samantekt Hagstofunnar um tekjur af fjölmiðlum og skyldri starfsemi 2019 sýnir hvernig erlendu netveiturnar hafa jafnt og þétt aukið tekjur sínar hér á landi. Árið 2015 höfðu Facebook og Google 1,5 milljarð króna í tekjur. Fjórum árum síðar, 2019, höfðu þau þrefaldað umsvifin hér og þénuðu tæplega 3,9 milljarða króna. Á sama tíma hafa auglýsingatekjur innlendra fjölmiðla jafnt og þétt dregist saman. Það er auðvitað fáránlegt að þessar erlendu netveitur skuli komast upp með að grafa undan innlendum fjölmiðlum með stórkostlegum undirboðum auglýsinga í skjóli skattleysis. Þessar netveitur koma ekki í stað upplýstrar umræðu í innlendum fjölmiðlum. Aðhald fjölmiðla að stjórnvöldum er einn grundvallarþáttur lýðræðis. Veiking þeirra grefur því undan lýðræðinu. Stjórnvöld hafa sýnt þessari vondu stöðu fálæti, nema helst Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Hún hefur lagt til að rétta hlut innlendra fjölmiðla með stuðningi ríkisins og að skattleggja erlendu stórfyrirtækin. Ríkisstyrktir auglýsingatímar á Rúv Í umræðunni um bága stöðu einkarekinna fjölmiðla má ekki líta framhjá umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Með milljarða króna ríkisstyrk tekst Rúv að skapa sér sterka stöðu sem síðan trekkir að auglýsendur á kostnað keppinautanna. Auglýsingatímar Rúv eru í raun niðurgreiddir, ekki ósvipað og auglýsingapláss erlendu netfyrirtækjanna er niðurgreitt með skattfrelsinu. Ef ekki væri fyrir ríkisstyrkinn þyrfti Rúv að selja auglýsingatíma á mun hærra verði. Sá er þó auðvitað munurinn á Rúv og erlendu netveitunum að Rúv er hlekkur í hinni lýðræðislegu umræðu. Leiðin til að jafna stöðuna gagnvart Rúv Lagt hefur verið til að Rúv verði bannað að selja auglýsingar. Þá myndi hagur einkarekinna fjölmiðla batna. Miklu einfaldara er að skylda Rúv til að selja auglýsingatímana á raunverði, þ.e. án ríkisstyrksins. Það myndi jafna samkeppnisstöðuna svo um munar. Um leið myndi það tryggja að sjónvarp og útvarp verði áfram eftirsóknarverðir auglýsingamiðlar. Milljarðurinn sem vantar Ef Facebook, Google og Youtube skiluðu virðisaukaskatti af starfsemi sinni hér á landi, þá næmi fjárhæðin tæpum milljarði króna miðað við umsvifin 2019. Á sama tíma sjá sumir ofsjónum yfir tillögu um að styrkja einkarekna fjölmiðla um 400 milljónir króna á ári. Samkeppnisstaðan myndi batna verulega ef netveiturnar yrðu skattlagðar um þennan milljarð og hann notaður til að styðja innlenda fjölmiðla. Það vefst ekki fyrir erlendum stórfyrirtækjum sem það kjósa að skila virðisaukaskatti hér á landi. Apple gerir það fyrir iCloud þjónustu og Amazon Web Services gerir það. Airbnb skilar virðisaukaskatti af eigin þjónustu en ekki sjálfu leiguverðinu. Facebook tryggir ekki upplýsta umræðu Auðvitað eiga þessi erlendu fyrirtæki að greiða skatt af umsvifum sínum hér á landi. Ísland virðist ekki þess megnugt að skattleggja þau, eða að áhugi stjórnvalda til þess er ekki nægilegur. Evrópusambandið hefur lengi kallað eftir því að erlendar netveitur skili sköttum af þjónustu sem þær selja í löndum þess. Fyrirtækin kjósa hins vegar að gera það ekki og eiga þannig frítt spil með skaðlegum undirborðum. Væntanlega styttist í að böndum verði komið á þessi sníkjudýr, þó ekki væri nema til að hemja skaðleg áhrif þeirra á lýðræðið. Eitt er víst, það verður seint hægt að treysta á Facebook, Twitter, Youtube eða Instagram til að tryggja upplýsta umræðu sem byggir á vinnuhefðum blaðamennsku. Slíka blaðamennsku er ekki hægt að stunda ef neinni alvöru ef fjölmiðlar hafa ekki tekjur. Höfundur er almannatengill og fyrrverandi blaðamaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Samfélagsmiðlar Facebook Google Fjölmiðlar Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Kæmist íslenskt fyrirtæki upp með að skila ekki krónu í skatt af 4 milljarða króna tekjum hér á landi? Að sjálfsögðu ekki. En það gera Facebook, Google og Youtube. Fjögurra milljarða króna árstekjur þeirra frá Íslandi skila ekki krónu til samneyslunnar. Þessi erlendu netfyrirtæki eru blóðsugur á íslensku efnahagslífi. Fyrst og fremst draga þau máttinn úr íslenskum fjölmiðlum og ógna þannig lýðræðislegri umræðu. Facebook, Google og Youtube eru vissulega áhrifaríkir og þægilegir auglýsingamiðlar. Þess vegna vilja Íslendingar eiga viðskipti við þau. En vegna skattfríðindanna er samkeppnisstaða þeirra óhemju sterk. Þau geta selt þjónustuna á miklu hagstæðara verði en innlendir fjölmiðlar, sem þurfa að skila opinberum gjöldum af öllum umsvifum sínum, allt frá staðgreiðsluskatti og tryggingagjaldi til virðisaukaskatts. Þar fyrir utan eru svo öll hin gjöldin, þar sem framlög í lífeyrissjóði vega þyngst. Undirboð sem veikja lýðræðislega umræðu Samantekt Hagstofunnar um tekjur af fjölmiðlum og skyldri starfsemi 2019 sýnir hvernig erlendu netveiturnar hafa jafnt og þétt aukið tekjur sínar hér á landi. Árið 2015 höfðu Facebook og Google 1,5 milljarð króna í tekjur. Fjórum árum síðar, 2019, höfðu þau þrefaldað umsvifin hér og þénuðu tæplega 3,9 milljarða króna. Á sama tíma hafa auglýsingatekjur innlendra fjölmiðla jafnt og þétt dregist saman. Það er auðvitað fáránlegt að þessar erlendu netveitur skuli komast upp með að grafa undan innlendum fjölmiðlum með stórkostlegum undirboðum auglýsinga í skjóli skattleysis. Þessar netveitur koma ekki í stað upplýstrar umræðu í innlendum fjölmiðlum. Aðhald fjölmiðla að stjórnvöldum er einn grundvallarþáttur lýðræðis. Veiking þeirra grefur því undan lýðræðinu. Stjórnvöld hafa sýnt þessari vondu stöðu fálæti, nema helst Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Hún hefur lagt til að rétta hlut innlendra fjölmiðla með stuðningi ríkisins og að skattleggja erlendu stórfyrirtækin. Ríkisstyrktir auglýsingatímar á Rúv Í umræðunni um bága stöðu einkarekinna fjölmiðla má ekki líta framhjá umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Með milljarða króna ríkisstyrk tekst Rúv að skapa sér sterka stöðu sem síðan trekkir að auglýsendur á kostnað keppinautanna. Auglýsingatímar Rúv eru í raun niðurgreiddir, ekki ósvipað og auglýsingapláss erlendu netfyrirtækjanna er niðurgreitt með skattfrelsinu. Ef ekki væri fyrir ríkisstyrkinn þyrfti Rúv að selja auglýsingatíma á mun hærra verði. Sá er þó auðvitað munurinn á Rúv og erlendu netveitunum að Rúv er hlekkur í hinni lýðræðislegu umræðu. Leiðin til að jafna stöðuna gagnvart Rúv Lagt hefur verið til að Rúv verði bannað að selja auglýsingar. Þá myndi hagur einkarekinna fjölmiðla batna. Miklu einfaldara er að skylda Rúv til að selja auglýsingatímana á raunverði, þ.e. án ríkisstyrksins. Það myndi jafna samkeppnisstöðuna svo um munar. Um leið myndi það tryggja að sjónvarp og útvarp verði áfram eftirsóknarverðir auglýsingamiðlar. Milljarðurinn sem vantar Ef Facebook, Google og Youtube skiluðu virðisaukaskatti af starfsemi sinni hér á landi, þá næmi fjárhæðin tæpum milljarði króna miðað við umsvifin 2019. Á sama tíma sjá sumir ofsjónum yfir tillögu um að styrkja einkarekna fjölmiðla um 400 milljónir króna á ári. Samkeppnisstaðan myndi batna verulega ef netveiturnar yrðu skattlagðar um þennan milljarð og hann notaður til að styðja innlenda fjölmiðla. Það vefst ekki fyrir erlendum stórfyrirtækjum sem það kjósa að skila virðisaukaskatti hér á landi. Apple gerir það fyrir iCloud þjónustu og Amazon Web Services gerir það. Airbnb skilar virðisaukaskatti af eigin þjónustu en ekki sjálfu leiguverðinu. Facebook tryggir ekki upplýsta umræðu Auðvitað eiga þessi erlendu fyrirtæki að greiða skatt af umsvifum sínum hér á landi. Ísland virðist ekki þess megnugt að skattleggja þau, eða að áhugi stjórnvalda til þess er ekki nægilegur. Evrópusambandið hefur lengi kallað eftir því að erlendar netveitur skili sköttum af þjónustu sem þær selja í löndum þess. Fyrirtækin kjósa hins vegar að gera það ekki og eiga þannig frítt spil með skaðlegum undirborðum. Væntanlega styttist í að böndum verði komið á þessi sníkjudýr, þó ekki væri nema til að hemja skaðleg áhrif þeirra á lýðræðið. Eitt er víst, það verður seint hægt að treysta á Facebook, Twitter, Youtube eða Instagram til að tryggja upplýsta umræðu sem byggir á vinnuhefðum blaðamennsku. Slíka blaðamennsku er ekki hægt að stunda ef neinni alvöru ef fjölmiðlar hafa ekki tekjur. Höfundur er almannatengill og fyrrverandi blaðamaður
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar