Hagkvæmt kvótakerfi og nýliðun Svanur Guðmundsson skrifar 22. janúar 2021 17:01 Sókn í fiskistofna var breytt hér á landi seint á síðustu öld og útgerðarmönnum bannað að veiða meira en stofnar þoldu og urðu því að draga verulega úr sókn. Engum var gefið eitt né neitt, þvert á móti voru settar takmarkanir á veiðarnar og útgerðinni gert að veiða miklu minna en áður. Þessar breytingar voru nauðsynlegar því með of miklum veiðum vorum við Íslendingar að ganga nærri fiskistofnum okkar og stefndi í eyðileggingu helsta lífsviðurværis þjóðarinnar. Fyrstu hugmyndir fræðimanna um hagkvæma stýringu fiskistofna komu fram hjá H. Scott Gordon 1954[1], útfært af M.B Schefer og R.H. Beverton 1963[2]. Í framhaldinu fóru Íslendingar að notast við aðferðafræði byggða á þeirra fræðum, fyrst með sóknarstýringu síðan aflamarki og nú vinnum við undir kerfi framseljanlegra kvóta (ITQ). Á þessum árum, frá 1983, gekk útgerðin og þorpin úti á landi í gegnum miklar og oft sársaukafullar breytingar sem ekki hafa farið fram hjá nokkrum manni. Þegar íslensk stjórnvöld settu á veiðitakmarkanir þá var útgerðin í miklum rekstrarvanda sem versnaði mikið við samdráttinn og mörg byggðalög lentu í miklum hremmingum. Nú er öldin önnur og helst þráttað um hvernig almenningur geti fengið hlut af hagnaði sjávarútvegsfyrirtækja. Myndin sýnir framlegð (EBITDA) af útgerð frá 1980 til 2018 og þorskafla sama tímabils. (3) Einstaka menn vilja bera saman olíuiðnað, sem rekinn er af alþjóðlegum samsteypum og með ævintýralegan hagnað, við fjölskyldufyrirtæki í þorpi úti á landi. Notendagjöld eru innheimt í löndum þar sem alþjóðlegar samsteypur eru að nýta auðlindirnar viðkomandi lands. Fyrirtæki hér á landi greiða auðlindagjald af nýtingu fiskistofna eins og þau væru aðkomufyrirtæki eða alþjóðasamsteypa. Það sem tekið er út úr sjávarútvegi er tekið frá fyrirtækjum sem eru í flestum tilvikum úti á landsbyggðinni og fer í almennan ríkisrekstur á höfuðborgarsvæðinu. Kvótakerfið er ekki á kostnað eins né neins þvert á móti er verið að stuðla að framtíðarnýtingu fiskistofna fyrir komandi kynslóðir. Hagkvæmast er fyrir Íslendinga að stærð fiskistofns sé stór og með sem mestri nýliðun. Þegar mestur munur er á milli tekna og gjalda við veiðar ákveðins fiskistofns þá næst besta nýting viðkomandi stofns[4]. Þá er jafnframt öryggi um framtíðarafrakstur fiskistofna mestur sem tryggir framtíðarhagnað af sameign þjóðarinnar. Því er það svo að þegar sjávarútvegsfyrirtæki veiða vel og hagnast er það vitnisburður um sterka og sjálfbæra stofna. Góð leið til þess að fá nýliðun í sjávarútveginn er að almenningur geti fjárfest í sjávarútvegsfyrirtækjum með skráningu á markaði. Fyrirtækin þyrftu að hafa hvata til að skrá sig á markað og að almenningur fái þar með tækifæri til fjárfestinga í sjávarútvegsfyrirtækjum. Með almennri þátttöku almennings fær fólk möguleika á að hagnast með sjávarútvegsfyrirtækjum sem og sjóðir í eigu almennings. Þannig myndi afrakstur auðlindarinnar dreifast á fleiri hendur og nýjar hugmyndir með nýjum fjárfestum koma inn í rekstur fyrirtækjanna. Fyrirtækjum sem eru skráð á markaði mætti umbuna með stærri hlutdeild í kvóta eða að gefinn væri afsláttur af auðlindagjaldi hjá þeim fyrirtækjum sem væru með dreifða eignaraðild. Umræðan um kvótakerfið okkar hefur verið sérkennileg á köflum og oftar en ekki byggt á staðlausum alhæfingum. Við lestur rannsókna erlendra greiningaraðila sést allt önnur mynd en birtist hér á landi. Þar telja fræðimenn að framseljanlegar veiðiheimildir og takmörkun á aðgangi sameiginlegra auðlinda sé skilyrði þess að hægt sé að ná árangri í sjálfbærni og hagkvæmni við veiðar, eins og á við hér á landi[5]. Við erum að gera hlutina rétt hér á landi sem sést vel með breytingunni sem orðið hefur á afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi og umfjöllun fræðimanna. Alltaf má gera betur og vonandi ber okkur gæfa til að sjá hvað vel er gert og bæta það sem hægt er að bæta. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins ehf. [1] H.S. Gordon 1954, Theory of a Common-Property Resource:The Fishery [2] M.B Schefer og R.H. Beverton 1963, Fishing dynamics:Their analysis and interpretation. [3] Jónas Gestur Jónasson, erindi flutt á sjávarútvegsdegi Deloitte 2019 [4] Á. Einarsson og Á.D. Óladóttir 2021, Fisheries and Aquaculture:The food Security of the future. [5] D. Standal, F.Asche 2018, Hesitant reforms: The Norwegian approach towards ITQ’s Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Sjávarútvegur Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Sókn í fiskistofna var breytt hér á landi seint á síðustu öld og útgerðarmönnum bannað að veiða meira en stofnar þoldu og urðu því að draga verulega úr sókn. Engum var gefið eitt né neitt, þvert á móti voru settar takmarkanir á veiðarnar og útgerðinni gert að veiða miklu minna en áður. Þessar breytingar voru nauðsynlegar því með of miklum veiðum vorum við Íslendingar að ganga nærri fiskistofnum okkar og stefndi í eyðileggingu helsta lífsviðurværis þjóðarinnar. Fyrstu hugmyndir fræðimanna um hagkvæma stýringu fiskistofna komu fram hjá H. Scott Gordon 1954[1], útfært af M.B Schefer og R.H. Beverton 1963[2]. Í framhaldinu fóru Íslendingar að notast við aðferðafræði byggða á þeirra fræðum, fyrst með sóknarstýringu síðan aflamarki og nú vinnum við undir kerfi framseljanlegra kvóta (ITQ). Á þessum árum, frá 1983, gekk útgerðin og þorpin úti á landi í gegnum miklar og oft sársaukafullar breytingar sem ekki hafa farið fram hjá nokkrum manni. Þegar íslensk stjórnvöld settu á veiðitakmarkanir þá var útgerðin í miklum rekstrarvanda sem versnaði mikið við samdráttinn og mörg byggðalög lentu í miklum hremmingum. Nú er öldin önnur og helst þráttað um hvernig almenningur geti fengið hlut af hagnaði sjávarútvegsfyrirtækja. Myndin sýnir framlegð (EBITDA) af útgerð frá 1980 til 2018 og þorskafla sama tímabils. (3) Einstaka menn vilja bera saman olíuiðnað, sem rekinn er af alþjóðlegum samsteypum og með ævintýralegan hagnað, við fjölskyldufyrirtæki í þorpi úti á landi. Notendagjöld eru innheimt í löndum þar sem alþjóðlegar samsteypur eru að nýta auðlindirnar viðkomandi lands. Fyrirtæki hér á landi greiða auðlindagjald af nýtingu fiskistofna eins og þau væru aðkomufyrirtæki eða alþjóðasamsteypa. Það sem tekið er út úr sjávarútvegi er tekið frá fyrirtækjum sem eru í flestum tilvikum úti á landsbyggðinni og fer í almennan ríkisrekstur á höfuðborgarsvæðinu. Kvótakerfið er ekki á kostnað eins né neins þvert á móti er verið að stuðla að framtíðarnýtingu fiskistofna fyrir komandi kynslóðir. Hagkvæmast er fyrir Íslendinga að stærð fiskistofns sé stór og með sem mestri nýliðun. Þegar mestur munur er á milli tekna og gjalda við veiðar ákveðins fiskistofns þá næst besta nýting viðkomandi stofns[4]. Þá er jafnframt öryggi um framtíðarafrakstur fiskistofna mestur sem tryggir framtíðarhagnað af sameign þjóðarinnar. Því er það svo að þegar sjávarútvegsfyrirtæki veiða vel og hagnast er það vitnisburður um sterka og sjálfbæra stofna. Góð leið til þess að fá nýliðun í sjávarútveginn er að almenningur geti fjárfest í sjávarútvegsfyrirtækjum með skráningu á markaði. Fyrirtækin þyrftu að hafa hvata til að skrá sig á markað og að almenningur fái þar með tækifæri til fjárfestinga í sjávarútvegsfyrirtækjum. Með almennri þátttöku almennings fær fólk möguleika á að hagnast með sjávarútvegsfyrirtækjum sem og sjóðir í eigu almennings. Þannig myndi afrakstur auðlindarinnar dreifast á fleiri hendur og nýjar hugmyndir með nýjum fjárfestum koma inn í rekstur fyrirtækjanna. Fyrirtækjum sem eru skráð á markaði mætti umbuna með stærri hlutdeild í kvóta eða að gefinn væri afsláttur af auðlindagjaldi hjá þeim fyrirtækjum sem væru með dreifða eignaraðild. Umræðan um kvótakerfið okkar hefur verið sérkennileg á köflum og oftar en ekki byggt á staðlausum alhæfingum. Við lestur rannsókna erlendra greiningaraðila sést allt önnur mynd en birtist hér á landi. Þar telja fræðimenn að framseljanlegar veiðiheimildir og takmörkun á aðgangi sameiginlegra auðlinda sé skilyrði þess að hægt sé að ná árangri í sjálfbærni og hagkvæmni við veiðar, eins og á við hér á landi[5]. Við erum að gera hlutina rétt hér á landi sem sést vel með breytingunni sem orðið hefur á afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi og umfjöllun fræðimanna. Alltaf má gera betur og vonandi ber okkur gæfa til að sjá hvað vel er gert og bæta það sem hægt er að bæta. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins ehf. [1] H.S. Gordon 1954, Theory of a Common-Property Resource:The Fishery [2] M.B Schefer og R.H. Beverton 1963, Fishing dynamics:Their analysis and interpretation. [3] Jónas Gestur Jónasson, erindi flutt á sjávarútvegsdegi Deloitte 2019 [4] Á. Einarsson og Á.D. Óladóttir 2021, Fisheries and Aquaculture:The food Security of the future. [5] D. Standal, F.Asche 2018, Hesitant reforms: The Norwegian approach towards ITQ’s
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar