Í dag varð heimurinn öruggari Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 22. janúar 2021 08:30 Friðarsinnar um allan heim hafa ástæðu til að fagna í dag, 22. janúar, þegar nýr afvopnunarsáttmáli tekur gildi í heiminum. Sáttmálinn um bann við kjarnorkuvopnum er metnaðarfyllsta tilraun alþjóðasamfélagsins til að útrýma þessum skelfilegu vopnum sem allt of lengi hafa verið ógn við tilvist og framtíð jarðarbúa. Tildrög sáttmálans eru þau að hópur ríkja sem ekki hefur yfir kjarnorkuvopnum að ráða misstu endanlega þolinmæðina að bíða eftir því að kjarnorkuveldin stæðu við skuldbindingar sínar um að vinna að kjarnorkuafvopnun. Á ráðstefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna á árunum 2016 og 2017 var búið til samkomulag sem 86 ríki hafa nú undirritað. Að auki hefur 51 ríki staðfest samninginn á þjóðþingum sínum og í samræmi við reglur Sameinuðu þjóðanna telst hann því fullgildur alþjóðasáttmáli á hundraðasta degi frá fimmtugustu staðfestingunni. Það er í dag. Ljóst er að á næstu mánuðum og misserum munu enn fleiri ríki bætast í hópinn, sem gefur góða von um að samningurinn muni með tímanum stuðla að útrýmingu kjarnavopna. Fyrirmyndirnar eru fyrir hendi. Alþjóðasáttmálar á borð við þá sem banna jarðsprengjur, klasasprengjur og efnavopn voru allir í fyrstu bornir fram af löndum sem ekki áttu slík vopn en í óþökk hinna, sem urðu þó að lokum að beygja sig fyrir áliti heimsbyggðarinnar. Það skyggir á gleði friðarsinna hér á landi á þessum tímamótum að íslensk stjórnvöld hafa ekki undirritað samninginn. Raunar hefur Ísland tekið sama pól í hæðina og önnur Nató-ríki sem hafa neitað að koma að undirbúningsvinnunni og raunar reynt að leggja stein í götu sáttmálans á ýmsan hátt. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að Ísland þori að taka sjálfstæða ákvörðun í þessu mikilvæga máli og skipi sér í hóp þeirra ríkja sem vinna að kjarnorkuafvopnun og öruggari framtíð. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Hernaður Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Friðarsinnar um allan heim hafa ástæðu til að fagna í dag, 22. janúar, þegar nýr afvopnunarsáttmáli tekur gildi í heiminum. Sáttmálinn um bann við kjarnorkuvopnum er metnaðarfyllsta tilraun alþjóðasamfélagsins til að útrýma þessum skelfilegu vopnum sem allt of lengi hafa verið ógn við tilvist og framtíð jarðarbúa. Tildrög sáttmálans eru þau að hópur ríkja sem ekki hefur yfir kjarnorkuvopnum að ráða misstu endanlega þolinmæðina að bíða eftir því að kjarnorkuveldin stæðu við skuldbindingar sínar um að vinna að kjarnorkuafvopnun. Á ráðstefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna á árunum 2016 og 2017 var búið til samkomulag sem 86 ríki hafa nú undirritað. Að auki hefur 51 ríki staðfest samninginn á þjóðþingum sínum og í samræmi við reglur Sameinuðu þjóðanna telst hann því fullgildur alþjóðasáttmáli á hundraðasta degi frá fimmtugustu staðfestingunni. Það er í dag. Ljóst er að á næstu mánuðum og misserum munu enn fleiri ríki bætast í hópinn, sem gefur góða von um að samningurinn muni með tímanum stuðla að útrýmingu kjarnavopna. Fyrirmyndirnar eru fyrir hendi. Alþjóðasáttmálar á borð við þá sem banna jarðsprengjur, klasasprengjur og efnavopn voru allir í fyrstu bornir fram af löndum sem ekki áttu slík vopn en í óþökk hinna, sem urðu þó að lokum að beygja sig fyrir áliti heimsbyggðarinnar. Það skyggir á gleði friðarsinna hér á landi á þessum tímamótum að íslensk stjórnvöld hafa ekki undirritað samninginn. Raunar hefur Ísland tekið sama pól í hæðina og önnur Nató-ríki sem hafa neitað að koma að undirbúningsvinnunni og raunar reynt að leggja stein í götu sáttmálans á ýmsan hátt. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að Ísland þori að taka sjálfstæða ákvörðun í þessu mikilvæga máli og skipi sér í hóp þeirra ríkja sem vinna að kjarnorkuafvopnun og öruggari framtíð. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun