Innlent

Slasaður vélsleðamaður hífður upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar þurfti að hífa hinn slasaða vélsleðamann upp í þyrluna. Hún var mætt á svæðið rúmum klukkutíma eftir að útkallið barst.
Þyrla Landhelgisgæslunnar þurfti að hífa hinn slasaða vélsleðamann upp í þyrluna. Hún var mætt á svæðið rúmum klukkutíma eftir að útkallið barst. Vísir/Vilhelm

Laust fyrir klukkan hálf tvö fékk Lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynningu um vélsleðaslys í Tröllaskaga nálægt Lágheiði. Viðbragðsaðilar á svæðinu voru ræstir út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar og þá var aðgerðarstjórn virkjuð á Akureyri.

Klukkustund síðar voru sjúkraflutninga-, björgunarsveitar – og lögreglumenn komnir á vettvang til að hlúa að hinum slasaða vélsleðamanni. Hífa þurfti hinn slasaða upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar og hann fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að hvorki sé vitað um tildrög slyssins né ástand hins slasaða að svo stöddu.

Myndband náðist af björgunaraðgerðum sem hægt er að sjá í spilaranum hér að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×