Klukkustund síðar voru sjúkraflutninga-, björgunarsveitar – og lögreglumenn komnir á vettvang til að hlúa að hinum slasaða vélsleðamanni. Hífa þurfti hinn slasaða upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar og hann fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri.
Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að hvorki sé vitað um tildrög slyssins né ástand hins slasaða að svo stöddu.
Myndband náðist af björgunaraðgerðum sem hægt er að sjá í spilaranum hér að neðan.