Lestrarkeppni grunnskólanna 2021 Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir skrifar 16. janúar 2021 08:01 Íslendingum þykir vænt um tungumálið og vilja leggja sitt af mörkum til varðveislu þess. Það sést á framlagi landsmanna til söfnunar radda í gegnum vefinn Samrómur.is, sem Almannarómur og Háskólinn í Reykjavík standa að í sameiningu. Nú þegar hafa um 12 þúsund einstaklingar lesið rúmlega 27 þúsund mínútur, eða tæplega 319 þúsund setningar, inn á Samróm. Raddgagnasafnið Samrómur verður notað til þjálfunar máltæknihugbúnaðar fyrir íslensku, enda veltur framtíð tungumálsins á að við getum notað það í stafrænum heimi. Þróun máltækni fyrir íslensku er samstarfsverkefni fræðasamfélagsins, atvinnulífsins og íslensku þjóðarinnar og hefur það lokamarkmið að íslenskur almenningur geti notað móðurmálið í samskiptum við fyrirtæki og stofnanir, tölvur og tæki. Raddstýring tölva og snjalltækja er orðinn sjálfsagður hluti af daglegu lífi okkar, enda er talað mál eðlilegasti samskiptamáti mannsins. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að ekki er hægt, enn sem komið er, að eiga samskipti við tölvur og tæki með því að tala íslensku. Samskipti við og í gegnum tæki fara því fram á erlendum málum. Ef tungumál er ekki notað á stórum sviðum daglegs lífs deyr það en talið er að helmingur þeirra 6.700 tungumála sem töluð eru í heiminum í dag verði útdauð fyrir næstu aldamót. Raddir barna og ungmenna hafa annað tíðnisvið en raddir fullorðinna og því er brýnt að leggja sérstaka áherslu á söfnun radda þess hóps. Án radda barna og ungmenna munu þau ekki geta notað tæki á íslensku, tækin munu ekki skilja raddskipanir og samræður þess aldurshóps. Aðkoma barna og ungmenna að því verkefni er gríðarlega mikilvægt, þau hafa framtíð íslenskunnar bókstaflega í hendi sér. Mánudaginn 18. janúar fer Lestrarkeppni grunnskólanna 2021 af stað. Í keppninni munu nemendur allra grunnskóla landsins keppast við að lesa sem flestar setningar inn á Samróm.is. Keppt er þremur stærðarflokkum og eru vegleg verðlaun í boði fyrir þá skóla sem lesa mest. Að tryggja framtíð íslenskunnar er eitt stærsta samstarfsverkefni þjóðarinnar.Gefum íslenskunni nokkrar mínútur. Þannig sjáum við til þess að tungumálið eigi framhaldslíf í stafrænum heimi. Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms – Miðstöðvar um máltækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingum þykir vænt um tungumálið og vilja leggja sitt af mörkum til varðveislu þess. Það sést á framlagi landsmanna til söfnunar radda í gegnum vefinn Samrómur.is, sem Almannarómur og Háskólinn í Reykjavík standa að í sameiningu. Nú þegar hafa um 12 þúsund einstaklingar lesið rúmlega 27 þúsund mínútur, eða tæplega 319 þúsund setningar, inn á Samróm. Raddgagnasafnið Samrómur verður notað til þjálfunar máltæknihugbúnaðar fyrir íslensku, enda veltur framtíð tungumálsins á að við getum notað það í stafrænum heimi. Þróun máltækni fyrir íslensku er samstarfsverkefni fræðasamfélagsins, atvinnulífsins og íslensku þjóðarinnar og hefur það lokamarkmið að íslenskur almenningur geti notað móðurmálið í samskiptum við fyrirtæki og stofnanir, tölvur og tæki. Raddstýring tölva og snjalltækja er orðinn sjálfsagður hluti af daglegu lífi okkar, enda er talað mál eðlilegasti samskiptamáti mannsins. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að ekki er hægt, enn sem komið er, að eiga samskipti við tölvur og tæki með því að tala íslensku. Samskipti við og í gegnum tæki fara því fram á erlendum málum. Ef tungumál er ekki notað á stórum sviðum daglegs lífs deyr það en talið er að helmingur þeirra 6.700 tungumála sem töluð eru í heiminum í dag verði útdauð fyrir næstu aldamót. Raddir barna og ungmenna hafa annað tíðnisvið en raddir fullorðinna og því er brýnt að leggja sérstaka áherslu á söfnun radda þess hóps. Án radda barna og ungmenna munu þau ekki geta notað tæki á íslensku, tækin munu ekki skilja raddskipanir og samræður þess aldurshóps. Aðkoma barna og ungmenna að því verkefni er gríðarlega mikilvægt, þau hafa framtíð íslenskunnar bókstaflega í hendi sér. Mánudaginn 18. janúar fer Lestrarkeppni grunnskólanna 2021 af stað. Í keppninni munu nemendur allra grunnskóla landsins keppast við að lesa sem flestar setningar inn á Samróm.is. Keppt er þremur stærðarflokkum og eru vegleg verðlaun í boði fyrir þá skóla sem lesa mest. Að tryggja framtíð íslenskunnar er eitt stærsta samstarfsverkefni þjóðarinnar.Gefum íslenskunni nokkrar mínútur. Þannig sjáum við til þess að tungumálið eigi framhaldslíf í stafrænum heimi. Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms – Miðstöðvar um máltækni.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar