Lestrarkeppni grunnskólanna 2021 Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir skrifar 16. janúar 2021 08:01 Íslendingum þykir vænt um tungumálið og vilja leggja sitt af mörkum til varðveislu þess. Það sést á framlagi landsmanna til söfnunar radda í gegnum vefinn Samrómur.is, sem Almannarómur og Háskólinn í Reykjavík standa að í sameiningu. Nú þegar hafa um 12 þúsund einstaklingar lesið rúmlega 27 þúsund mínútur, eða tæplega 319 þúsund setningar, inn á Samróm. Raddgagnasafnið Samrómur verður notað til þjálfunar máltæknihugbúnaðar fyrir íslensku, enda veltur framtíð tungumálsins á að við getum notað það í stafrænum heimi. Þróun máltækni fyrir íslensku er samstarfsverkefni fræðasamfélagsins, atvinnulífsins og íslensku þjóðarinnar og hefur það lokamarkmið að íslenskur almenningur geti notað móðurmálið í samskiptum við fyrirtæki og stofnanir, tölvur og tæki. Raddstýring tölva og snjalltækja er orðinn sjálfsagður hluti af daglegu lífi okkar, enda er talað mál eðlilegasti samskiptamáti mannsins. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að ekki er hægt, enn sem komið er, að eiga samskipti við tölvur og tæki með því að tala íslensku. Samskipti við og í gegnum tæki fara því fram á erlendum málum. Ef tungumál er ekki notað á stórum sviðum daglegs lífs deyr það en talið er að helmingur þeirra 6.700 tungumála sem töluð eru í heiminum í dag verði útdauð fyrir næstu aldamót. Raddir barna og ungmenna hafa annað tíðnisvið en raddir fullorðinna og því er brýnt að leggja sérstaka áherslu á söfnun radda þess hóps. Án radda barna og ungmenna munu þau ekki geta notað tæki á íslensku, tækin munu ekki skilja raddskipanir og samræður þess aldurshóps. Aðkoma barna og ungmenna að því verkefni er gríðarlega mikilvægt, þau hafa framtíð íslenskunnar bókstaflega í hendi sér. Mánudaginn 18. janúar fer Lestrarkeppni grunnskólanna 2021 af stað. Í keppninni munu nemendur allra grunnskóla landsins keppast við að lesa sem flestar setningar inn á Samróm.is. Keppt er þremur stærðarflokkum og eru vegleg verðlaun í boði fyrir þá skóla sem lesa mest. Að tryggja framtíð íslenskunnar er eitt stærsta samstarfsverkefni þjóðarinnar.Gefum íslenskunni nokkrar mínútur. Þannig sjáum við til þess að tungumálið eigi framhaldslíf í stafrænum heimi. Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms – Miðstöðvar um máltækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Íslendingum þykir vænt um tungumálið og vilja leggja sitt af mörkum til varðveislu þess. Það sést á framlagi landsmanna til söfnunar radda í gegnum vefinn Samrómur.is, sem Almannarómur og Háskólinn í Reykjavík standa að í sameiningu. Nú þegar hafa um 12 þúsund einstaklingar lesið rúmlega 27 þúsund mínútur, eða tæplega 319 þúsund setningar, inn á Samróm. Raddgagnasafnið Samrómur verður notað til þjálfunar máltæknihugbúnaðar fyrir íslensku, enda veltur framtíð tungumálsins á að við getum notað það í stafrænum heimi. Þróun máltækni fyrir íslensku er samstarfsverkefni fræðasamfélagsins, atvinnulífsins og íslensku þjóðarinnar og hefur það lokamarkmið að íslenskur almenningur geti notað móðurmálið í samskiptum við fyrirtæki og stofnanir, tölvur og tæki. Raddstýring tölva og snjalltækja er orðinn sjálfsagður hluti af daglegu lífi okkar, enda er talað mál eðlilegasti samskiptamáti mannsins. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að ekki er hægt, enn sem komið er, að eiga samskipti við tölvur og tæki með því að tala íslensku. Samskipti við og í gegnum tæki fara því fram á erlendum málum. Ef tungumál er ekki notað á stórum sviðum daglegs lífs deyr það en talið er að helmingur þeirra 6.700 tungumála sem töluð eru í heiminum í dag verði útdauð fyrir næstu aldamót. Raddir barna og ungmenna hafa annað tíðnisvið en raddir fullorðinna og því er brýnt að leggja sérstaka áherslu á söfnun radda þess hóps. Án radda barna og ungmenna munu þau ekki geta notað tæki á íslensku, tækin munu ekki skilja raddskipanir og samræður þess aldurshóps. Aðkoma barna og ungmenna að því verkefni er gríðarlega mikilvægt, þau hafa framtíð íslenskunnar bókstaflega í hendi sér. Mánudaginn 18. janúar fer Lestrarkeppni grunnskólanna 2021 af stað. Í keppninni munu nemendur allra grunnskóla landsins keppast við að lesa sem flestar setningar inn á Samróm.is. Keppt er þremur stærðarflokkum og eru vegleg verðlaun í boði fyrir þá skóla sem lesa mest. Að tryggja framtíð íslenskunnar er eitt stærsta samstarfsverkefni þjóðarinnar.Gefum íslenskunni nokkrar mínútur. Þannig sjáum við til þess að tungumálið eigi framhaldslíf í stafrænum heimi. Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms – Miðstöðvar um máltækni.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar