Tökum uppbyggilegt samtal um skólastarf Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar 14. janúar 2021 11:32 Starfsvettvangur minn nú síðustu tvö ár er að vera leiðbeinandi í grunnskóla. Á þeim tíma hef ég tekið sérstaklega eftir því hve stór hluti þeirra sem komið hafa fram og fjallað um vankanta menntakerfisins er fólk sem hefur ekki verið viðloðandi grunnskólastarf síðan þau voru nemendur sjálfir. Mikil gagnrýni og neikvæðni hefur komið fram í blaðagreinum, hlaðvörpum og í fréttum frá fólki sem í raun hefur aldrei verið á gólfinu við kennslu með okkur. Nú nýlega birtist viðtal í þættinum Ísland í dag varðandi stöðu drengja í menntakerfinu sem ég var spennt fyrir að hlusta á, enda tengist þetta starfi mínu. Ég fann þó að þegar á leið á viðtalið fór ég að finna til vanmáttar yfir því hversu lítið er horft til þess góða sem á sér stað í grunnskólunum okkar og þeirri miklu nýsköpun í skólastarfi sem á sér stað um alla borg og allt land. Fáir ef nokkur fjalla t.d. um innleiðingu hæfniviðmiða og hvaða tækifæri það skref býður uppá fyrir kennara og nemendur til þess að haga starfi sínu á fjölbreyttari hátt og hve mikið skólarnir koma til móts við þarfir nemenda innan skólanna. Ég er svo sannarlega sammála því að staða drengja í skólakerfinu er vissulega þörf umræða en við verðum að vara okkur á því hvaða upplýsingarnar koma til almennings. Að umræðan valdi ekki frekari vantrú á skólakerfinu og að stuðli þess í stað að samvinnu heimila og skóla finna með það að leiðarljósi að finna sameiginlegan flöt þar sem kennarar, fræðimenn og forráðamenn geta komið að borðinu með sína reynslu og þekkingu. Í viðtalinu sem um ræðir kom fram að kennarar ættu að vera stétt sem sýnd sé virðing. Ég er svo sannarlega sammála þessu. Í kjölfarið greinir viðmælandi þó frá því hvað sonur hans er heppinn með að vera með góðan kennara, því það sé algjört lottó hvort kennarinn sé góður eða ekki. Þessi yfirlýsing felur einmitt í sér þá vanvirðingu sem kennarar sæta víðsvegar í umræðunni. Auðvitað eru ekki allir kennarar fullkomnir en þeir hafa þó allir lokið við menntun við hæfi og starfa eftir áherslum skólans og í þágu nemenda sinna. Kennarar eiga að geta gengt víðtæku hlutverki í starfi sínu en þetta hlutverk hefur breytilega skilgreiningu eftir því hvaða foreldri á í hlut. Að segja að fá góðan kennara sé eins og að vinna í lottó er því í raun að segja að kennarar séu langflestir ekki starfi sínu hæfir enda lottóvinningar ekki með háar líkur. Þar er ég algerlega ósammála fyrrnefndum viðmælanda. Hann tekur einnig uppá því að lofa erlenda skóla þar sem nemendur sæta miklum aga og reglum. Þetta fer heldur betur öfugt ofan í það sem ég myndi telja vera gott fyrir þessa drengi. Að stimpla þá niður í fyrirfram ákveðið mót, láta þá raða sér í stærðarröð og labba eftir línu um ganga skólans, kallandi kennara og starfsfólk herra og frú. Er það lausnin við erfiðleikum þessara drengja í skólakerfinu? Viljum við ekki, þvert á móti, gefa þeim tækifæri til þess að stunda nám sitt með sínu höfði og gera undantekningar og sveigja fyrir þá reglurnar og fyrirfram ákveðnu mótin? Í lok viðtalsins tekur viðmælandi fram að hann sé mjög stressaður yfir því að senda börnin sín í þetta meingallaða skólakerfi og vilji helst flytja með börnin úr landi. Þá segir hann 35% líkur á því að sonur hans útskrifist úr 10 bekk og geti ekki lesið sér til gagns. Það sem ekki kom fram er hversu hátt hlutfall þessara 35% séu drengir sem hafa fæðst erlendis, hafa íslensku sem annað tungumál, eða fæddust hér en eiga erlenda foreldra. Þá mætti líka skoða hversu hátt hlutfall þessara 35% hafa góðan stuðning heima og eiga foreldra sem hjálpa til við nám og eiga í samskiptum við kennara og skóla. Þarna eru atriði sem þarf að horfa til og átta sig á því að þær kannanir sem viðmælandi vísar í eru tölur á blaði og nauðsynlegt er að skoða stóru myndina áður en dregnar eru ályktanir. Ég vil enda á því að taka það fram að viðkomandi hafði mikið að segja sem ég er sammála. Það eru kennarar sem þurfa að vera tilbúnir til að breyta kennsluháttum í samræmi við tíðaranda, það eru strákar í skólakerfinu sem þurfa frekari stuðning, við þurfum að vera duglegri að hrósa þeim og við þurfum að vera dugleg að vinna að því að kveikja áhuga þeirra á námi. Það þarf að finna vettvang fyrir þessar umræður með fólki sem þekkir menntakerfið og þekkir vandamál þessara ungu drengja og það þarf fá fjármagn inn í skólana með þeim. Margar samhentar hendur vinna verkið best! Höfundur er stjórnmálafræðingur, nemi í kennslufræðum og starfar sem kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Starfsvettvangur minn nú síðustu tvö ár er að vera leiðbeinandi í grunnskóla. Á þeim tíma hef ég tekið sérstaklega eftir því hve stór hluti þeirra sem komið hafa fram og fjallað um vankanta menntakerfisins er fólk sem hefur ekki verið viðloðandi grunnskólastarf síðan þau voru nemendur sjálfir. Mikil gagnrýni og neikvæðni hefur komið fram í blaðagreinum, hlaðvörpum og í fréttum frá fólki sem í raun hefur aldrei verið á gólfinu við kennslu með okkur. Nú nýlega birtist viðtal í þættinum Ísland í dag varðandi stöðu drengja í menntakerfinu sem ég var spennt fyrir að hlusta á, enda tengist þetta starfi mínu. Ég fann þó að þegar á leið á viðtalið fór ég að finna til vanmáttar yfir því hversu lítið er horft til þess góða sem á sér stað í grunnskólunum okkar og þeirri miklu nýsköpun í skólastarfi sem á sér stað um alla borg og allt land. Fáir ef nokkur fjalla t.d. um innleiðingu hæfniviðmiða og hvaða tækifæri það skref býður uppá fyrir kennara og nemendur til þess að haga starfi sínu á fjölbreyttari hátt og hve mikið skólarnir koma til móts við þarfir nemenda innan skólanna. Ég er svo sannarlega sammála því að staða drengja í skólakerfinu er vissulega þörf umræða en við verðum að vara okkur á því hvaða upplýsingarnar koma til almennings. Að umræðan valdi ekki frekari vantrú á skólakerfinu og að stuðli þess í stað að samvinnu heimila og skóla finna með það að leiðarljósi að finna sameiginlegan flöt þar sem kennarar, fræðimenn og forráðamenn geta komið að borðinu með sína reynslu og þekkingu. Í viðtalinu sem um ræðir kom fram að kennarar ættu að vera stétt sem sýnd sé virðing. Ég er svo sannarlega sammála þessu. Í kjölfarið greinir viðmælandi þó frá því hvað sonur hans er heppinn með að vera með góðan kennara, því það sé algjört lottó hvort kennarinn sé góður eða ekki. Þessi yfirlýsing felur einmitt í sér þá vanvirðingu sem kennarar sæta víðsvegar í umræðunni. Auðvitað eru ekki allir kennarar fullkomnir en þeir hafa þó allir lokið við menntun við hæfi og starfa eftir áherslum skólans og í þágu nemenda sinna. Kennarar eiga að geta gengt víðtæku hlutverki í starfi sínu en þetta hlutverk hefur breytilega skilgreiningu eftir því hvaða foreldri á í hlut. Að segja að fá góðan kennara sé eins og að vinna í lottó er því í raun að segja að kennarar séu langflestir ekki starfi sínu hæfir enda lottóvinningar ekki með háar líkur. Þar er ég algerlega ósammála fyrrnefndum viðmælanda. Hann tekur einnig uppá því að lofa erlenda skóla þar sem nemendur sæta miklum aga og reglum. Þetta fer heldur betur öfugt ofan í það sem ég myndi telja vera gott fyrir þessa drengi. Að stimpla þá niður í fyrirfram ákveðið mót, láta þá raða sér í stærðarröð og labba eftir línu um ganga skólans, kallandi kennara og starfsfólk herra og frú. Er það lausnin við erfiðleikum þessara drengja í skólakerfinu? Viljum við ekki, þvert á móti, gefa þeim tækifæri til þess að stunda nám sitt með sínu höfði og gera undantekningar og sveigja fyrir þá reglurnar og fyrirfram ákveðnu mótin? Í lok viðtalsins tekur viðmælandi fram að hann sé mjög stressaður yfir því að senda börnin sín í þetta meingallaða skólakerfi og vilji helst flytja með börnin úr landi. Þá segir hann 35% líkur á því að sonur hans útskrifist úr 10 bekk og geti ekki lesið sér til gagns. Það sem ekki kom fram er hversu hátt hlutfall þessara 35% séu drengir sem hafa fæðst erlendis, hafa íslensku sem annað tungumál, eða fæddust hér en eiga erlenda foreldra. Þá mætti líka skoða hversu hátt hlutfall þessara 35% hafa góðan stuðning heima og eiga foreldra sem hjálpa til við nám og eiga í samskiptum við kennara og skóla. Þarna eru atriði sem þarf að horfa til og átta sig á því að þær kannanir sem viðmælandi vísar í eru tölur á blaði og nauðsynlegt er að skoða stóru myndina áður en dregnar eru ályktanir. Ég vil enda á því að taka það fram að viðkomandi hafði mikið að segja sem ég er sammála. Það eru kennarar sem þurfa að vera tilbúnir til að breyta kennsluháttum í samræmi við tíðaranda, það eru strákar í skólakerfinu sem þurfa frekari stuðning, við þurfum að vera duglegri að hrósa þeim og við þurfum að vera dugleg að vinna að því að kveikja áhuga þeirra á námi. Það þarf að finna vettvang fyrir þessar umræður með fólki sem þekkir menntakerfið og þekkir vandamál þessara ungu drengja og það þarf fá fjármagn inn í skólana með þeim. Margar samhentar hendur vinna verkið best! Höfundur er stjórnmálafræðingur, nemi í kennslufræðum og starfar sem kennari.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun