Þögn um lögbrot vekur spurningar Björgólfur Jóhannsson skrifar 12. janúar 2021 07:02 Skrif skólasystur minnar á þessum vettvangi undir fyrirsögninni „að mjólka læk og að móttaka læk” vöktu talsverða athygli. Þar var hún að vísa til þess að það hefði dregið dilk á eftir sér að gamall skólabróðir okkar, sem nú gegnir embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefði lýst velþóknun á færslu sem hún skrifaði á Facebook þar sem fjallað var um vinnubrögð Ríkisútvarpsins í umfjöllun um mál tengd Samherja. Fjölmiðlar hafa varið miklu púðri í umfjöllun um að ráðherrann hafi lýst velþóknun sinni á færslunni. Þannig fann einn prentmiðill sig knúinn til að fjalla um gömul tengsl ráðherrans við Samherja á tveimur opnum, fjórum heilsíðum, í kjölfarið. Meira fjallað um „læk“ en efni málsins Fjölmiðlar hafa fjallað miklu meira um afstöðu ráðherrans en efni málsins sem var tilefni skrifanna á Facebook. Tilefnið virðist vera áður óbirtir tölvupóstar, sem Samherji fékk aðgang að í desember sl., sem afhjúpa samráð Seðlabankans og Ríkisútvarpsins yfir fimm vikna tímabil í febrúar og mars 2012 rétt áður en Seðlabankinn lét framkvæma húsleit hjá Samherja hinn 27. mars 2012. Tölvupóstarnir sýna að yfirmaður hjá Seðlabankanum var í kumpánlegum samskiptum við fréttamann RÚV um rannsókn á Samherja, lak upplýsingum um rannsóknina í fréttamanninn og fékk frétt um húsleitina senda til yfirlestrar daginn áður en húsleitin fór fram. Seðlabankinn hafnaði tilvist þessara tölvupóstsamskipta í átta ár. Þannig var því ítrekað neitað af stjórnendum Seðlabankans að stofnunin hefði verið í samskiptum við Ríkisútvarpið í aðdraganda húsleitarinnar. Seðlabankinn gekk meira að segja svo langt að segja ósatt um þessi samskipti fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á árinu 2015. Þá fullyrti bankinn að einu samskiptin við fjölmiðla vegna húsleitarinnar hefðu verið í formi tveggja fréttatilkynninga. Það er líklega án fordæma hér á landi að ríkisstofnun segi vísvitandi ósatt fyrir dómi og handhöfum dómsvalds hlýtur að vera brugðið við þessi tíðindi. Kröfu Samherja, sem laut að afhendingu gagna, var hafnað í umræddu máli enda njóta ríkisstofnanir trausts og almennt er gengið út frá því að fulltrúar þeirra segi satt og rétt frá fyrir dómi. Sú staðreynd að Seðlabanki Íslands faldi þessi tölvupóstssamskipti við Ríkisútvarpið í átta ár og sagði ósatt um þau fyrir dómi virðist ekki vera frétt í hugum íslenskra fjölmiðlamanna. Hvers vegna er það lögbrot sem Seðlabanki Íslands framdi gagnvart íslenskum borgurum ekki fréttaefni? Eigum við að gefa okkur að fréttamenn hafi ekki áttað sig á alvarleika málsins? Eða er ástæðan sú að ekki sé áhugi fyrir því að fjalla um málið því það sverti mögulega starfsheiður ákveðins fréttamanns? Dagskrárvaldið er vandmeðfarið Mikilvægi öflugra fjölmiðla í lýðræðisríkjum verður seint ofmetið. Þannig þjónar það hagsmunum samfélagsins alls að þar þrífist kröftugir og frjálsir fjölmiðlar sem fjalla með gagnrýnum hætti um mál og veiti stofnunum og fyrirtækjum aðhald. Fjölmiðlar eru hins vegar ekki hafnir yfir gagnrýni og dagskrárvaldið er vandmeðfarið. Það er full ástæða til að vekja athygli á því þegar fjölmiðlar víkja frá almennt viðurkenndum meginreglum sínum þegar umfjöllun um erfið og viðkvæm mál, sem snerta þá sjálfa, eru annars vegar. Hér er á ferðinni eldfimt mál fyrir einn fjölmiðil, Ríkisútvarpið. Og í viðleitni til að slá skjaldborg um kollega sína á ríkisfjölmiðlinum þegja aðrir fjölmiðlar. Það er hins vegar dapurlegast af öllu að Ríkisútvarpið sannaði það í þessu máli að stofnuninni virðist ómögulegt að fjalla á hlutlægan og heiðarlegan hátt um eigin málefni. Það var Ríkisútvarpið sem fjallaði mest um rannsóknina á Samherja í svokölluðu Seðlabankamáli og var í reynd gerandi í þeirri atburðarás sem leiddi til rannsóknar á fyrirtækinu. Þannig hefur sú fréttastofa, sem fjallaði mest um húsleit og rannsókn á hendur Samherja, engan áhuga á því að fjalla um nýjar upplýsingar í málinu sem sýna svart á hvítu einbeittan vilja til að koma höggi á íslenskan lögaðila og borgara þessa lands. Höfundur er annar forstjóri Samherja hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherji og Seðlabankinn Björgólfur Jóhannsson Mest lesið Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Skrif skólasystur minnar á þessum vettvangi undir fyrirsögninni „að mjólka læk og að móttaka læk” vöktu talsverða athygli. Þar var hún að vísa til þess að það hefði dregið dilk á eftir sér að gamall skólabróðir okkar, sem nú gegnir embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefði lýst velþóknun á færslu sem hún skrifaði á Facebook þar sem fjallað var um vinnubrögð Ríkisútvarpsins í umfjöllun um mál tengd Samherja. Fjölmiðlar hafa varið miklu púðri í umfjöllun um að ráðherrann hafi lýst velþóknun sinni á færslunni. Þannig fann einn prentmiðill sig knúinn til að fjalla um gömul tengsl ráðherrans við Samherja á tveimur opnum, fjórum heilsíðum, í kjölfarið. Meira fjallað um „læk“ en efni málsins Fjölmiðlar hafa fjallað miklu meira um afstöðu ráðherrans en efni málsins sem var tilefni skrifanna á Facebook. Tilefnið virðist vera áður óbirtir tölvupóstar, sem Samherji fékk aðgang að í desember sl., sem afhjúpa samráð Seðlabankans og Ríkisútvarpsins yfir fimm vikna tímabil í febrúar og mars 2012 rétt áður en Seðlabankinn lét framkvæma húsleit hjá Samherja hinn 27. mars 2012. Tölvupóstarnir sýna að yfirmaður hjá Seðlabankanum var í kumpánlegum samskiptum við fréttamann RÚV um rannsókn á Samherja, lak upplýsingum um rannsóknina í fréttamanninn og fékk frétt um húsleitina senda til yfirlestrar daginn áður en húsleitin fór fram. Seðlabankinn hafnaði tilvist þessara tölvupóstsamskipta í átta ár. Þannig var því ítrekað neitað af stjórnendum Seðlabankans að stofnunin hefði verið í samskiptum við Ríkisútvarpið í aðdraganda húsleitarinnar. Seðlabankinn gekk meira að segja svo langt að segja ósatt um þessi samskipti fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á árinu 2015. Þá fullyrti bankinn að einu samskiptin við fjölmiðla vegna húsleitarinnar hefðu verið í formi tveggja fréttatilkynninga. Það er líklega án fordæma hér á landi að ríkisstofnun segi vísvitandi ósatt fyrir dómi og handhöfum dómsvalds hlýtur að vera brugðið við þessi tíðindi. Kröfu Samherja, sem laut að afhendingu gagna, var hafnað í umræddu máli enda njóta ríkisstofnanir trausts og almennt er gengið út frá því að fulltrúar þeirra segi satt og rétt frá fyrir dómi. Sú staðreynd að Seðlabanki Íslands faldi þessi tölvupóstssamskipti við Ríkisútvarpið í átta ár og sagði ósatt um þau fyrir dómi virðist ekki vera frétt í hugum íslenskra fjölmiðlamanna. Hvers vegna er það lögbrot sem Seðlabanki Íslands framdi gagnvart íslenskum borgurum ekki fréttaefni? Eigum við að gefa okkur að fréttamenn hafi ekki áttað sig á alvarleika málsins? Eða er ástæðan sú að ekki sé áhugi fyrir því að fjalla um málið því það sverti mögulega starfsheiður ákveðins fréttamanns? Dagskrárvaldið er vandmeðfarið Mikilvægi öflugra fjölmiðla í lýðræðisríkjum verður seint ofmetið. Þannig þjónar það hagsmunum samfélagsins alls að þar þrífist kröftugir og frjálsir fjölmiðlar sem fjalla með gagnrýnum hætti um mál og veiti stofnunum og fyrirtækjum aðhald. Fjölmiðlar eru hins vegar ekki hafnir yfir gagnrýni og dagskrárvaldið er vandmeðfarið. Það er full ástæða til að vekja athygli á því þegar fjölmiðlar víkja frá almennt viðurkenndum meginreglum sínum þegar umfjöllun um erfið og viðkvæm mál, sem snerta þá sjálfa, eru annars vegar. Hér er á ferðinni eldfimt mál fyrir einn fjölmiðil, Ríkisútvarpið. Og í viðleitni til að slá skjaldborg um kollega sína á ríkisfjölmiðlinum þegja aðrir fjölmiðlar. Það er hins vegar dapurlegast af öllu að Ríkisútvarpið sannaði það í þessu máli að stofnuninni virðist ómögulegt að fjalla á hlutlægan og heiðarlegan hátt um eigin málefni. Það var Ríkisútvarpið sem fjallaði mest um rannsóknina á Samherja í svokölluðu Seðlabankamáli og var í reynd gerandi í þeirri atburðarás sem leiddi til rannsóknar á fyrirtækinu. Þannig hefur sú fréttastofa, sem fjallaði mest um húsleit og rannsókn á hendur Samherja, engan áhuga á því að fjalla um nýjar upplýsingar í málinu sem sýna svart á hvítu einbeittan vilja til að koma höggi á íslenskan lögaðila og borgara þessa lands. Höfundur er annar forstjóri Samherja hf.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar