Ekki hægt að segja til um orsakasamband milli bólusetninga og dauðsfalla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2021 18:53 Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir ekki víst hvort orsakatengsl séu á milli bólusetninga og dauðsfalla. Stöð 2 Þrjár tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun þess efnis að einstaklingar hafi látist eftir að hafa verið bólusettir fyrir kórónuveirunni í síðustu viku. Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir ekkert benda til þess að um orsakasamband sé að ræða en tilfellin verði þó skoðuð. „Það er raunverulega ekkert hægt að segja til um orsakasamband en það verður farið í að skoða það. Einu tengslin þarna eru annars vegar tímasetningin á bólusetningunni og hins vegar á dauðsfallinu,“ sagði Rúna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að þessar tilkynningar, rétt eins og allar aðrar tilkynningar um aukaverkanir, verði þó skoðaðar. Hafa skuli þó í huga að um aldraða og langveika einstaklinga sé að ræða og því alls óvíst að um orsakatengsl sé að ræða. „Þetta voru aldraðir, langveikir einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma og það er alls óvíst að nokkuð orsakasamhengi sé á milli bólusetningarinnar og dauðsfallsins, annað en bara tímasetningin,“ segir Rúna. Alls hafa sextán tilkynningar um aukaverkanir af völdum Comirnaty, bóluefni Pfizer, borist Lyfjastofnun. Fram kemur í skriflegu svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn fréttastofu að fjórar tilkynningar hafi verið alvarlegar en hinar tólf ekki. Flestar innsendar tilkynningar hafi varðað einkenni á stungustað, höfuðverk, svima og þreytu. Önnur einkenni hafi verið ógleði, þyngsli fyrir brjósti, andþyngsli, hægtaktur og slappleiki. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu fundar á miðvikudag Rúna segir of snemmt að segja til um hvort þetta verði til þess að bólusetningum á öldruðum einstaklingum verði með nokkru móti breytt. „Það er kannski heldur ekki okkar. Sóttvarnalæknir og landlæknir munu eflaust skoða það en við skulum bara hafa það hugfast að í þessari fyrstu umferð hjá okkur í bólusetningu var stærstur hluti elsti hópurinn okkar og langveikir sem að eru inni á stofnunum. Það voru einungis um það bil þúsund heilbrigðisstarfsmenn sem voru bólusettir svo að þetta er okkar langveikasta fólk,“ segir Rúna. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu fundaði í dag til að ræða umsókn lyfjaframleiðandans Moderna fyrir markaðsleyfi fyrir bóluefni hans. Rúna segir að niðurstaða hafi ekki náðst í málinu á fundinum. „Við vorum virkilega að vona að þetta myndi nást núna á kvöldfundinum. Þeir voru búnir að gefa upp tvær dagsetningar, annars vegar 4. janúar og hins vegar 6. janúar. Þá verður 6. janúar dagsetningin sem við vinnum með og vonum að þetta verði afgreitt þá. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
„Það er raunverulega ekkert hægt að segja til um orsakasamband en það verður farið í að skoða það. Einu tengslin þarna eru annars vegar tímasetningin á bólusetningunni og hins vegar á dauðsfallinu,“ sagði Rúna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að þessar tilkynningar, rétt eins og allar aðrar tilkynningar um aukaverkanir, verði þó skoðaðar. Hafa skuli þó í huga að um aldraða og langveika einstaklinga sé að ræða og því alls óvíst að um orsakatengsl sé að ræða. „Þetta voru aldraðir, langveikir einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma og það er alls óvíst að nokkuð orsakasamhengi sé á milli bólusetningarinnar og dauðsfallsins, annað en bara tímasetningin,“ segir Rúna. Alls hafa sextán tilkynningar um aukaverkanir af völdum Comirnaty, bóluefni Pfizer, borist Lyfjastofnun. Fram kemur í skriflegu svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn fréttastofu að fjórar tilkynningar hafi verið alvarlegar en hinar tólf ekki. Flestar innsendar tilkynningar hafi varðað einkenni á stungustað, höfuðverk, svima og þreytu. Önnur einkenni hafi verið ógleði, þyngsli fyrir brjósti, andþyngsli, hægtaktur og slappleiki. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu fundar á miðvikudag Rúna segir of snemmt að segja til um hvort þetta verði til þess að bólusetningum á öldruðum einstaklingum verði með nokkru móti breytt. „Það er kannski heldur ekki okkar. Sóttvarnalæknir og landlæknir munu eflaust skoða það en við skulum bara hafa það hugfast að í þessari fyrstu umferð hjá okkur í bólusetningu var stærstur hluti elsti hópurinn okkar og langveikir sem að eru inni á stofnunum. Það voru einungis um það bil þúsund heilbrigðisstarfsmenn sem voru bólusettir svo að þetta er okkar langveikasta fólk,“ segir Rúna. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu fundaði í dag til að ræða umsókn lyfjaframleiðandans Moderna fyrir markaðsleyfi fyrir bóluefni hans. Rúna segir að niðurstaða hafi ekki náðst í málinu á fundinum. „Við vorum virkilega að vona að þetta myndi nást núna á kvöldfundinum. Þeir voru búnir að gefa upp tvær dagsetningar, annars vegar 4. janúar og hins vegar 6. janúar. Þá verður 6. janúar dagsetningin sem við vinnum með og vonum að þetta verði afgreitt þá.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira