Foreldrar stúlkunnar eru þau Teresa Gabriela Michnowicz og Krzystof Marek Penszynski. Þau eru frá Póllandi en hafa búið á Íslandi í tíu ár. Lena vó 3700 grömm og er 52 sentímetrar eða um fimmtán merkur.
„Þetta var allt saman frekar óvænt upplifun. Eiginlega bara svolítið skrítið,“ segir Teresa sem átti ekki von á því að eignast fyrsta barn ársins. Settur dagur hafi verið eftir nokkra daga.
Stúlkan er fjórða barn Teresu og segir hún að öllum heilsist vel.