Hvernig velur hið opinbera íslenskt í dag? Arna Þorsteinsdóttir skrifar 5. maí 2020 17:00 Nokkuð hefur verið fjallað um undanfarið að Ferðamálastofa kjósi að nýta sér samfélagsmiðla til að hvetja landsmenn til að ferðast innanlands í sumar. Í ljósi þess hafa komið upp raddir um að leitt sé að sjá fyrirtæki og stofnanir verja fjármagni í markaðssetningu á miðlum sem eru í eigu erlendra aðila og birtingarféð fari þannig úr landi. Ferðamálastofa virðist meðvituð um þetta sjónarmið enda hafði Morgunblaðið eftir Skarphéðni Berg Steinarssyni ferðamálastjóra „að nauðsynlegt væri að nota samfélagsmiðla í þessum tilgangi, þó að það kynni hugsanlega að skjóta skökku við að kaupa erlenda þjónustu frá fyrirtækjum sem skili engu til íslensks samfélags, þegar markmiðið er sérstaklega að hvetja landsmenn til að kaupa innlenda vöru og þjónustu.“ Morgunblaðið hefur haft eftir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að „þó samfélagsmiðlar hafi reynst ódýr kostur til að koma skilaboðum til margra megi þeir þó ekki taka yfir þar sem það myndi grafa undan tilveru fjölmiðla.” en hann útilokar ekki einhvers konar blandaða notkun boðleiða. Loks segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið að „engin samræmd ákvörðun hafi verið tekin um það í ríkisstjórn hvernig auglýsingum hins opinbera skuli vera háttað“ og að henni „fyndist það allrar umræðu vert að taka þetta fyrir á vettvangi ríkisstjórnar.“ Ég tek því fagnandi að þessi mál séu skoðuð gaumgæfilega en eins og þessi umræða kemur mér fyrir sjónir í fjölmiðlum virðist hún svolítið svart-hvít. Snúast markaðsmál hins opinbera eingöngu um erlenda samfélagsmiðla vs. íslenska miðla og hugsanlegar málamiðlanir eða skilgreindan milliveg í þeim efnum? Samtal innlendra miðla við íslenskt samfélag í dag á sér ekki síður stað á vettvangi samfélagsmiðla og þjóðfélagsumræðan blæðir á milli. Fjölmiðlafólk vitnar í færslur á samfélagsmiðlum við greinaskrif, almenningur deilir mikilvægum fréttum á sínum persónulegu síðum, þaðan sem þeim er svo kannski deilt af öðrum o.s.frv. Allt fléttast þetta saman hvort sem okkur líkar betur eða verr og mun gera það meira og meira í framtíðinni. Það krefst kænsku að skipuleggja vel heppnaða herferð í þessum nýja samofna raunveruleika en sérfræðingar í markaðssetningu vilja margir meina að í dag sé 360° markaðssetning, sem felur í sér samspil margra ólíkra miðla, vænlegust til árangurs. Samkvæmt henni útilokar einn miðill ekki annan, heldur er kúnstin að sérsauma fyrir hverja herferð hvaða miðlar eru notaðir hverju sinni og hvernig í samræmi við hver skilaboðin eru og til hverra þau eiga að ná. Annað sem mér finnst mikilvægt í þessari umræðu er að fjárfesting fyrirtækja og stofnana í markaðssetningu á samfélagsmiðlum fer síður en svo öll til erlendu risanna og þar með úr landi. Þvert á móti skapar markaðssetning á samfélagsmiðlum líka mörg spennandi og sérhæfð störf á Íslandi. Það krefst til dæmis sérfræðikunnáttu til að skipuleggja og keyra herferðir á samfélagsmiðlum þannig að birtingarféð nýtist sem best. Slíkum þekkingarstörfum á sviði stafrænnar markaðssetningar mun bara fara fjölgandi með vaxandi tæknivæðingu á komandi árum eins og sjá má á námsframboði framhalds- og háskólanna okkar. Svo eru það öll hin störfin á bak við herferðirnar: hugmyndavinnan, textavinnan, grafíska hönnunin, hreyfihönnunin, ljósmyndunin, myndbandaframleiðslan og svo framvegis og framvegis. Innlendir miðlar eru sterkir til markaðssetningar á Íslandi miðað við víða annars staðar í heiminum sem er frábært og ákveðin tegund af árangri næst með birtingum á þeim sem næst ekki á samfélagsmiðlum, til dæmis í að viðhalda almennri vitund um vörumerki, styrkja ímynd fyrirtækja og stofnana til lengri tíma eða jafnvel ná til ákveðins áhorfanda- eða lesendahóps. Hins vegar virka samfélagsmiðlar vel þegar kemur að mælanlegum árangri og persónubundnara markaðsefni. Eins eru þeir sterkt verkfæri þegar kemur að vitundarvakningu á stórum skala þar sem almenningur fær tækifæri til að taka beinan þátt. Ef maður horfir á heildarmyndina er það mitt mat að það eigi alls ekki að binda hendur opinberra stofnana með samræmdri ákvörðun eða reglugerð um hlutfallið milli erlendra samfélagsmiðla og íslenskra miðla. Frekar finnst mér ráðlegt að láta sérfræðinga á sviði markaðssetningar um að meta hvernig er best að stilla upp herferðum í hverju tilviki fyrir sig. Þannig er fókusinn minna á samkeppni milli ólíkra miðla og meira á hvernig samspili þeirra þurfi að vera háttað til að ná sem mestum árangri fyrir alla. Höfundur er Arna Þorsteinsdóttir, ein af eigendum stafrænu auglýsingastofunnar SAHARA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið fjallað um undanfarið að Ferðamálastofa kjósi að nýta sér samfélagsmiðla til að hvetja landsmenn til að ferðast innanlands í sumar. Í ljósi þess hafa komið upp raddir um að leitt sé að sjá fyrirtæki og stofnanir verja fjármagni í markaðssetningu á miðlum sem eru í eigu erlendra aðila og birtingarféð fari þannig úr landi. Ferðamálastofa virðist meðvituð um þetta sjónarmið enda hafði Morgunblaðið eftir Skarphéðni Berg Steinarssyni ferðamálastjóra „að nauðsynlegt væri að nota samfélagsmiðla í þessum tilgangi, þó að það kynni hugsanlega að skjóta skökku við að kaupa erlenda þjónustu frá fyrirtækjum sem skili engu til íslensks samfélags, þegar markmiðið er sérstaklega að hvetja landsmenn til að kaupa innlenda vöru og þjónustu.“ Morgunblaðið hefur haft eftir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra að „þó samfélagsmiðlar hafi reynst ódýr kostur til að koma skilaboðum til margra megi þeir þó ekki taka yfir þar sem það myndi grafa undan tilveru fjölmiðla.” en hann útilokar ekki einhvers konar blandaða notkun boðleiða. Loks segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið að „engin samræmd ákvörðun hafi verið tekin um það í ríkisstjórn hvernig auglýsingum hins opinbera skuli vera háttað“ og að henni „fyndist það allrar umræðu vert að taka þetta fyrir á vettvangi ríkisstjórnar.“ Ég tek því fagnandi að þessi mál séu skoðuð gaumgæfilega en eins og þessi umræða kemur mér fyrir sjónir í fjölmiðlum virðist hún svolítið svart-hvít. Snúast markaðsmál hins opinbera eingöngu um erlenda samfélagsmiðla vs. íslenska miðla og hugsanlegar málamiðlanir eða skilgreindan milliveg í þeim efnum? Samtal innlendra miðla við íslenskt samfélag í dag á sér ekki síður stað á vettvangi samfélagsmiðla og þjóðfélagsumræðan blæðir á milli. Fjölmiðlafólk vitnar í færslur á samfélagsmiðlum við greinaskrif, almenningur deilir mikilvægum fréttum á sínum persónulegu síðum, þaðan sem þeim er svo kannski deilt af öðrum o.s.frv. Allt fléttast þetta saman hvort sem okkur líkar betur eða verr og mun gera það meira og meira í framtíðinni. Það krefst kænsku að skipuleggja vel heppnaða herferð í þessum nýja samofna raunveruleika en sérfræðingar í markaðssetningu vilja margir meina að í dag sé 360° markaðssetning, sem felur í sér samspil margra ólíkra miðla, vænlegust til árangurs. Samkvæmt henni útilokar einn miðill ekki annan, heldur er kúnstin að sérsauma fyrir hverja herferð hvaða miðlar eru notaðir hverju sinni og hvernig í samræmi við hver skilaboðin eru og til hverra þau eiga að ná. Annað sem mér finnst mikilvægt í þessari umræðu er að fjárfesting fyrirtækja og stofnana í markaðssetningu á samfélagsmiðlum fer síður en svo öll til erlendu risanna og þar með úr landi. Þvert á móti skapar markaðssetning á samfélagsmiðlum líka mörg spennandi og sérhæfð störf á Íslandi. Það krefst til dæmis sérfræðikunnáttu til að skipuleggja og keyra herferðir á samfélagsmiðlum þannig að birtingarféð nýtist sem best. Slíkum þekkingarstörfum á sviði stafrænnar markaðssetningar mun bara fara fjölgandi með vaxandi tæknivæðingu á komandi árum eins og sjá má á námsframboði framhalds- og háskólanna okkar. Svo eru það öll hin störfin á bak við herferðirnar: hugmyndavinnan, textavinnan, grafíska hönnunin, hreyfihönnunin, ljósmyndunin, myndbandaframleiðslan og svo framvegis og framvegis. Innlendir miðlar eru sterkir til markaðssetningar á Íslandi miðað við víða annars staðar í heiminum sem er frábært og ákveðin tegund af árangri næst með birtingum á þeim sem næst ekki á samfélagsmiðlum, til dæmis í að viðhalda almennri vitund um vörumerki, styrkja ímynd fyrirtækja og stofnana til lengri tíma eða jafnvel ná til ákveðins áhorfanda- eða lesendahóps. Hins vegar virka samfélagsmiðlar vel þegar kemur að mælanlegum árangri og persónubundnara markaðsefni. Eins eru þeir sterkt verkfæri þegar kemur að vitundarvakningu á stórum skala þar sem almenningur fær tækifæri til að taka beinan þátt. Ef maður horfir á heildarmyndina er það mitt mat að það eigi alls ekki að binda hendur opinberra stofnana með samræmdri ákvörðun eða reglugerð um hlutfallið milli erlendra samfélagsmiðla og íslenskra miðla. Frekar finnst mér ráðlegt að láta sérfræðinga á sviði markaðssetningar um að meta hvernig er best að stilla upp herferðum í hverju tilviki fyrir sig. Þannig er fókusinn minna á samkeppni milli ólíkra miðla og meira á hvernig samspili þeirra þurfi að vera háttað til að ná sem mestum árangri fyrir alla. Höfundur er Arna Þorsteinsdóttir, ein af eigendum stafrænu auglýsingastofunnar SAHARA
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar