Skák og menning Bragi Þorfinnsson skrifar 5. maí 2020 14:00 Mikhail Botvinnik sem var heimsmeistari í skák meira og minna frá 1943-1968, lét hafa eftir sér ,,Skákin er hluti af menningunni, og þegar menningu hnignar, þá hnignar skákinni“. Undanfarið hef ég velt þessum orðum Patríarkans í skák, eins og hann var kallaður, fyrir mér og ég hef ákveðið að deila með ykkur þeim vangaveltum í örstuttri grein. Vestræn menning, hefur breyst ótrúlega á síðustu 20-30 árum, tæknin er alltaf að verða meira og meira allsráðandi, hraðinn og áreitið mikið. Vissulega er ekki allt slæmt við þessa þróun og skákin hefur á suman hátt nýtt tækifærin sem hafa myndast með tækninni, t.d. eru sterkar tölvur orðnar mikilvægar í undirbúningi o.fl. Þá er netið farið að leika stóra rullu í útbreiðslu skákarinnar og mikil framþróun þar, í útsendingum frá skákmótum, í því að sterkir skákmenn streyma skákir sínar og áhorfendur fylgjast með ofl. Á tímum kórónuveirunnar, þegar aðrar íþróttir hafa legið í dvala, þá hefur skákin tekið yfir sviðið sem hreint adrenalínsport, þar sem bestu skákmenn heims keppa um háar fjárhæðir með stuttum tímamörkum á netinu. En það fylgir böggull skammrifi. Skákin hefur líka átt í ákveðinni varnarbaráttu, þó hún hafi nýtt sér möguleika tækninnar til að aðlagast breyttum aðstæðum. Umhverfi okkar er að mestu sjónrænt, samfélagið neysludrifið og á köflum yfirborðskennt. Peningar stýra umfjöllunarefnum, fjölmiðlarnir vilja fá smelli og klikk, sífellt er verið að trufla athygli okkar, við erum samfélag með athyglisbrest. Og menning á flótta undan einbeitingu er menning sem sviptir okkur því frelsi sem í einbeitingunni felst. Og í þannig menningu, sætir engri furðu að grein eins og skák, sem krefur iðkendur um þolinmæði, íhugun og sjálfsskoðun eigi undir högg að sækja. Og því er það einmitt núna, þegar tíðarandinn blæs svona hressilega gegn skákinni, sem standa þarf vörð um hana. Skákin á djúpar rætur í menningu okkar og arfleið. Menningarauðurinn sem í henni býr er óumdeildur. Heimsmeistaraeinvígið 1972 kom Íslandi á heimskortið. Í framhaldi af því eignuðumst við afreksmenn í fremstu röð, á sínum tíma var ekki til það mannsbarn á Íslandi sem þekkti ekki Friðrik Ólafsson. Afrek hans báru hróður okkar víða. Gáfu okkur sjálfstraust, sem smáþjóð sem var að fóta sig, þurfti sárlega á að halda. Fjórmenningaklíkan svokallaða tók svo við keflinu og náði einnig afbragðsárangri. Menningin var önnur, þetta var yfirvegaðari menning, þetta var menning sem hlúði að skákinni og bar virðingu fyrir henni og iðkendum hennar. Fjölmiðlar sýndu skákinni líka mikla athygli og vald þeirra er mikið. Og þá á ég aðeins eftir að nefna þau kraftaverk sem að skákin getur komið til leiðar hjá börnum og unglingum. Rannsóknir síðustu 40 ára hafa sýnt okkur fram á að skákin bætir einbeitingu, námsárangur, rökrétta- sem og skapandi hugsun. Þá eflir hún líka tilfinningagreind barna og félagshæfni. Við eigum því án þess að hika að einblína á það verkefni að skákkennsla verði tekin upp í flestum ef ekki öllum grunnskólum okkar. Og að lokum, þá getum við og eigum að byggja á þeim öfluga grunni sem við höfum sem skákþjóð og nýta okkur skákina til góðs fyrir samfélag okkar og menningu. Í skólakerfinu og víðar. Þrátt fyrir að tíðarandinn breytist, þá mun skákin alltaf standa fyrir sínu og lyfta menningu okkar á hærri stall. Höfundur er stórmeistari og skákkennari í Melaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skák Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Mikhail Botvinnik sem var heimsmeistari í skák meira og minna frá 1943-1968, lét hafa eftir sér ,,Skákin er hluti af menningunni, og þegar menningu hnignar, þá hnignar skákinni“. Undanfarið hef ég velt þessum orðum Patríarkans í skák, eins og hann var kallaður, fyrir mér og ég hef ákveðið að deila með ykkur þeim vangaveltum í örstuttri grein. Vestræn menning, hefur breyst ótrúlega á síðustu 20-30 árum, tæknin er alltaf að verða meira og meira allsráðandi, hraðinn og áreitið mikið. Vissulega er ekki allt slæmt við þessa þróun og skákin hefur á suman hátt nýtt tækifærin sem hafa myndast með tækninni, t.d. eru sterkar tölvur orðnar mikilvægar í undirbúningi o.fl. Þá er netið farið að leika stóra rullu í útbreiðslu skákarinnar og mikil framþróun þar, í útsendingum frá skákmótum, í því að sterkir skákmenn streyma skákir sínar og áhorfendur fylgjast með ofl. Á tímum kórónuveirunnar, þegar aðrar íþróttir hafa legið í dvala, þá hefur skákin tekið yfir sviðið sem hreint adrenalínsport, þar sem bestu skákmenn heims keppa um háar fjárhæðir með stuttum tímamörkum á netinu. En það fylgir böggull skammrifi. Skákin hefur líka átt í ákveðinni varnarbaráttu, þó hún hafi nýtt sér möguleika tækninnar til að aðlagast breyttum aðstæðum. Umhverfi okkar er að mestu sjónrænt, samfélagið neysludrifið og á köflum yfirborðskennt. Peningar stýra umfjöllunarefnum, fjölmiðlarnir vilja fá smelli og klikk, sífellt er verið að trufla athygli okkar, við erum samfélag með athyglisbrest. Og menning á flótta undan einbeitingu er menning sem sviptir okkur því frelsi sem í einbeitingunni felst. Og í þannig menningu, sætir engri furðu að grein eins og skák, sem krefur iðkendur um þolinmæði, íhugun og sjálfsskoðun eigi undir högg að sækja. Og því er það einmitt núna, þegar tíðarandinn blæs svona hressilega gegn skákinni, sem standa þarf vörð um hana. Skákin á djúpar rætur í menningu okkar og arfleið. Menningarauðurinn sem í henni býr er óumdeildur. Heimsmeistaraeinvígið 1972 kom Íslandi á heimskortið. Í framhaldi af því eignuðumst við afreksmenn í fremstu röð, á sínum tíma var ekki til það mannsbarn á Íslandi sem þekkti ekki Friðrik Ólafsson. Afrek hans báru hróður okkar víða. Gáfu okkur sjálfstraust, sem smáþjóð sem var að fóta sig, þurfti sárlega á að halda. Fjórmenningaklíkan svokallaða tók svo við keflinu og náði einnig afbragðsárangri. Menningin var önnur, þetta var yfirvegaðari menning, þetta var menning sem hlúði að skákinni og bar virðingu fyrir henni og iðkendum hennar. Fjölmiðlar sýndu skákinni líka mikla athygli og vald þeirra er mikið. Og þá á ég aðeins eftir að nefna þau kraftaverk sem að skákin getur komið til leiðar hjá börnum og unglingum. Rannsóknir síðustu 40 ára hafa sýnt okkur fram á að skákin bætir einbeitingu, námsárangur, rökrétta- sem og skapandi hugsun. Þá eflir hún líka tilfinningagreind barna og félagshæfni. Við eigum því án þess að hika að einblína á það verkefni að skákkennsla verði tekin upp í flestum ef ekki öllum grunnskólum okkar. Og að lokum, þá getum við og eigum að byggja á þeim öfluga grunni sem við höfum sem skákþjóð og nýta okkur skákina til góðs fyrir samfélag okkar og menningu. Í skólakerfinu og víðar. Þrátt fyrir að tíðarandinn breytist, þá mun skákin alltaf standa fyrir sínu og lyfta menningu okkar á hærri stall. Höfundur er stórmeistari og skákkennari í Melaskóla.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun