Bílasala á Bretlandi ekki minni frá því beint eftir stríð Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2020 10:19 Verksmiðja Nissan í Sunderland þar sem um átta þúsund manns starfa ætlar ekki að hefja framleiðslu aftur fyrr en í júní. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Ekki hafa færri nýir bílar selst á Bretlandi frá því í febrúar árið 1946, strax í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Loka hefur þurft verksmiðjum og umboðum vegna kórónuveirufaraldursins og dróst bílasalan saman um 97% í apríl. Útlit er fyrir að sala á nýjum bílum verði sú minnsta í þrjátíu ár vegna faraldursins. Eftirspurn eftir nýjum bílum er sögð hafa dregist sambærilega saman á Ítalíu og í Frakklandi. Bílaiðnaðurinn er stærsta útflutningsgrein Bretlands. Ef fram fer sem horfir dregst framleiðsla hans saman um átta milljarða punda, jafnvirði tæplega 1.470 milljarða íslenskra króna. Framleiðslan hefur dregist saman um 14% til þessa að sala um 43%. Stærsta bílaverksmiðja Bretlands, Nissan-verksmiðja í Sunderland, tekur ekki aftur til starfa fyrr en í júní. Aðeins 4.321 bíll var nýskráður á Bretlandi í apríl. Þeir hafa ekki verið færri frá því í febrúar árið 1946 þegar rétt rúmlega 4.000 bílar voru skráðir. Þá voru skammtanir enn við lýði í landinu eftir stríðið og uppbygging var að hefjast eftir eyðilegginguna. Fjórir af hverjum fimm nýskráðum bílum í apríl voru á vegum fyrirtækja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mest seldi bíllinn var rafbíllinn Tesla Model 3 en 658 slíkir voru nýskráðir í síðasta mánuði. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bílar Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Ekki hafa færri nýir bílar selst á Bretlandi frá því í febrúar árið 1946, strax í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Loka hefur þurft verksmiðjum og umboðum vegna kórónuveirufaraldursins og dróst bílasalan saman um 97% í apríl. Útlit er fyrir að sala á nýjum bílum verði sú minnsta í þrjátíu ár vegna faraldursins. Eftirspurn eftir nýjum bílum er sögð hafa dregist sambærilega saman á Ítalíu og í Frakklandi. Bílaiðnaðurinn er stærsta útflutningsgrein Bretlands. Ef fram fer sem horfir dregst framleiðsla hans saman um átta milljarða punda, jafnvirði tæplega 1.470 milljarða íslenskra króna. Framleiðslan hefur dregist saman um 14% til þessa að sala um 43%. Stærsta bílaverksmiðja Bretlands, Nissan-verksmiðja í Sunderland, tekur ekki aftur til starfa fyrr en í júní. Aðeins 4.321 bíll var nýskráður á Bretlandi í apríl. Þeir hafa ekki verið færri frá því í febrúar árið 1946 þegar rétt rúmlega 4.000 bílar voru skráðir. Þá voru skammtanir enn við lýði í landinu eftir stríðið og uppbygging var að hefjast eftir eyðilegginguna. Fjórir af hverjum fimm nýskráðum bílum í apríl voru á vegum fyrirtækja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mest seldi bíllinn var rafbíllinn Tesla Model 3 en 658 slíkir voru nýskráðir í síðasta mánuði.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bílar Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira