Bílasala á Bretlandi ekki minni frá því beint eftir stríð Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2020 10:19 Verksmiðja Nissan í Sunderland þar sem um átta þúsund manns starfa ætlar ekki að hefja framleiðslu aftur fyrr en í júní. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Ekki hafa færri nýir bílar selst á Bretlandi frá því í febrúar árið 1946, strax í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Loka hefur þurft verksmiðjum og umboðum vegna kórónuveirufaraldursins og dróst bílasalan saman um 97% í apríl. Útlit er fyrir að sala á nýjum bílum verði sú minnsta í þrjátíu ár vegna faraldursins. Eftirspurn eftir nýjum bílum er sögð hafa dregist sambærilega saman á Ítalíu og í Frakklandi. Bílaiðnaðurinn er stærsta útflutningsgrein Bretlands. Ef fram fer sem horfir dregst framleiðsla hans saman um átta milljarða punda, jafnvirði tæplega 1.470 milljarða íslenskra króna. Framleiðslan hefur dregist saman um 14% til þessa að sala um 43%. Stærsta bílaverksmiðja Bretlands, Nissan-verksmiðja í Sunderland, tekur ekki aftur til starfa fyrr en í júní. Aðeins 4.321 bíll var nýskráður á Bretlandi í apríl. Þeir hafa ekki verið færri frá því í febrúar árið 1946 þegar rétt rúmlega 4.000 bílar voru skráðir. Þá voru skammtanir enn við lýði í landinu eftir stríðið og uppbygging var að hefjast eftir eyðilegginguna. Fjórir af hverjum fimm nýskráðum bílum í apríl voru á vegum fyrirtækja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mest seldi bíllinn var rafbíllinn Tesla Model 3 en 658 slíkir voru nýskráðir í síðasta mánuði. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bílar Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Ekki hafa færri nýir bílar selst á Bretlandi frá því í febrúar árið 1946, strax í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Loka hefur þurft verksmiðjum og umboðum vegna kórónuveirufaraldursins og dróst bílasalan saman um 97% í apríl. Útlit er fyrir að sala á nýjum bílum verði sú minnsta í þrjátíu ár vegna faraldursins. Eftirspurn eftir nýjum bílum er sögð hafa dregist sambærilega saman á Ítalíu og í Frakklandi. Bílaiðnaðurinn er stærsta útflutningsgrein Bretlands. Ef fram fer sem horfir dregst framleiðsla hans saman um átta milljarða punda, jafnvirði tæplega 1.470 milljarða íslenskra króna. Framleiðslan hefur dregist saman um 14% til þessa að sala um 43%. Stærsta bílaverksmiðja Bretlands, Nissan-verksmiðja í Sunderland, tekur ekki aftur til starfa fyrr en í júní. Aðeins 4.321 bíll var nýskráður á Bretlandi í apríl. Þeir hafa ekki verið færri frá því í febrúar árið 1946 þegar rétt rúmlega 4.000 bílar voru skráðir. Þá voru skammtanir enn við lýði í landinu eftir stríðið og uppbygging var að hefjast eftir eyðilegginguna. Fjórir af hverjum fimm nýskráðum bílum í apríl voru á vegum fyrirtækja, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mest seldi bíllinn var rafbíllinn Tesla Model 3 en 658 slíkir voru nýskráðir í síðasta mánuði.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bílar Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira