Ameríski ræðismaðurinn verður í höfuðstöðvum danska hersins Kristján Már Unnarsson skrifar 26. apríl 2020 08:32 Höfuðstöðvar danska hersins á Grænlandi, Arktisk Kommando, eru við höfnina í Nuuk. Bandaríski ræðismaðurinn fær inni í þessari byggingu. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Þetta tilkynnti Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn fyrir helgi, að því er grænlenskir fjölmiðlar greina frá. Sú sveit danska hersins sem annast Grænland og norðurslóðir kallast Arktisk Kommando. Bækistöð hennar í Nuuk er í fjögurra hæða byggingu ofan við höfnina og þar eru að jafnaði um fimmtíu hermenn staðsettir. Myndir af byggingunni mátti sjá í frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum. Sjá einnig hér: Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Það var í lok ágústmánaðar í fyrra sem Bandaríkjastjórn tilkynnti að hún hygðist opna ræðismannsskrifstofu í Nuuk. Sú tilkynning kom aðeins fáum dögum eftir að danski forsætisráðherrann hafði með eftirminnilegum hætti hafnað ósk Trumps forseta um að kaupa Grænland og lýst henni sem fáránlegri. Þegar hefur verið ákveðið að fyrsti ræðismaðurinn verði Sung Choi. Hann hefur haft aðsetur í danska sendiráðinu í Kaupmannahöfn undanfarin misseri en samtímis verið með annan fótinn á Grænlandi. Hann mun svo flytja til Nuuk þegar ræðismannsskrifstofan tekur til starfa, sem verður á þessu ári, en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. Bandaríski sendiherrann í Danmörku, Carla Sands, í miðið. Til vinstri er Ane Lone Bagger, utanríkis- og menntamálaráðherra Grænlands, og til hægri Sung Choi sendiráðsritari, verðandi ræðismaður Bandaríkjanna á Grænlandi. Myndin var tekin í maí í fyrra.Mynd/Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku. Sendiherrann Carla Sands, sem áður en hún gerðist diplómat var kunn leikkona, meðal annars úr sjónvarpsþáttaseríunni Glæstum vonum, fór yfir ástæður þess að Bandaríkin ákváðu að veita Grænlendingum efnahagsaðstoð í grein í síðustu viku. Sjá nánar hér: Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Grænland Danmörk Bandaríkin Norðurslóðir Donald Trump Tengdar fréttir Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Fjárstuðningur Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga veldur uppnámi Landsstjórn Grænlands tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að þiggja boð Bandaríkjastjórnar um 12,1 milljón dollara efnahagsstuðning, andvirði 1,8 milljarða króna íslenskra, til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. 23. apríl 2020 20:56 Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Bandaríska ræðismannsskrifstofan á Grænlandi verður staðsett í höfuðstöðvum danska hersins í Nuuk. Þetta tilkynnti Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn fyrir helgi, að því er grænlenskir fjölmiðlar greina frá. Sú sveit danska hersins sem annast Grænland og norðurslóðir kallast Arktisk Kommando. Bækistöð hennar í Nuuk er í fjögurra hæða byggingu ofan við höfnina og þar eru að jafnaði um fimmtíu hermenn staðsettir. Myndir af byggingunni mátti sjá í frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum. Sjá einnig hér: Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Það var í lok ágústmánaðar í fyrra sem Bandaríkjastjórn tilkynnti að hún hygðist opna ræðismannsskrifstofu í Nuuk. Sú tilkynning kom aðeins fáum dögum eftir að danski forsætisráðherrann hafði með eftirminnilegum hætti hafnað ósk Trumps forseta um að kaupa Grænland og lýst henni sem fáránlegri. Þegar hefur verið ákveðið að fyrsti ræðismaðurinn verði Sung Choi. Hann hefur haft aðsetur í danska sendiráðinu í Kaupmannahöfn undanfarin misseri en samtímis verið með annan fótinn á Grænlandi. Hann mun svo flytja til Nuuk þegar ræðismannsskrifstofan tekur til starfa, sem verður á þessu ári, en nánari tímasetning hefur ekki verið tilkynnt. Bandaríski sendiherrann í Danmörku, Carla Sands, í miðið. Til vinstri er Ane Lone Bagger, utanríkis- og menntamálaráðherra Grænlands, og til hægri Sung Choi sendiráðsritari, verðandi ræðismaður Bandaríkjanna á Grænlandi. Myndin var tekin í maí í fyrra.Mynd/Sendiráð Bandaríkjanna í Danmörku. Sendiherrann Carla Sands, sem áður en hún gerðist diplómat var kunn leikkona, meðal annars úr sjónvarpsþáttaseríunni Glæstum vonum, fór yfir ástæður þess að Bandaríkin ákváðu að veita Grænlendingum efnahagsaðstoð í grein í síðustu viku. Sjá nánar hér: Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja
Grænland Danmörk Bandaríkin Norðurslóðir Donald Trump Tengdar fréttir Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Fjárstuðningur Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga veldur uppnámi Landsstjórn Grænlands tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að þiggja boð Bandaríkjastjórnar um 12,1 milljón dollara efnahagsstuðning, andvirði 1,8 milljarða króna íslenskra, til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. 23. apríl 2020 20:56 Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21
Fjárstuðningur Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga veldur uppnámi Landsstjórn Grænlands tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að þiggja boð Bandaríkjastjórnar um 12,1 milljón dollara efnahagsstuðning, andvirði 1,8 milljarða króna íslenskra, til ýmissa borgaralegra verkefna á Grænlandi. 23. apríl 2020 20:56
Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps tístir um verkefni á Grænlandi Sérfræðingar segja þetta skýrari skilaboð en áður um að Bandaríkjastjórn sé tilbúin að greiða gjald í formi efnahagsstuðnings til að ná fram markmiðum sínum á Grænlandi. 8. september 2019 09:05