Aðgerðir í menntamálum: Fjölgun kennaranema í ljósi aðgangstakmarkana Guðmundur Engilbertsson skrifar 23. apríl 2020 17:00 Á undanförnum árum hefur umræða um nýliðun í leik- og grunnskólum fært okkur vitneskju um aðsteðjandi vanda. Takist ekki að fjölga kennaranemum í leik- og grunnskólafræði, veita þeim markvissan stuðning í námi og á fyrstu árum í starfi mun nýliðum í kennslu ekki fjölga nægilega til að taka við af þeim sem hætta sökum aldurs. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis snemma árs 2017 um kostnað og skilvirkni kennaramenntunar í Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólanum á Akureyri (HA) var sérstaklega bent á alvarlegar vísbendingar um yfirvofandi kennaraskort hér á landi. Háskólarnir næðu ekki að brautskrá nægilega marga kennara til að viðhalda eðlilegri nýliðun í kennarastéttinni. Ríkisendurskoðun hvatti stjórnvöld til að grípa til aðgerða og háskólana til að leita leiða til að fjölga kennaranemum. Stjórnvöld hafa stigið mikilvæg skref til að bregðast við ákallinu. Ný lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda tóku gildi í ársbyrjun 2020. Þau liðka fyrir því að kennarar geti starfað þvert á skólastig ef hæfni þeirra leyfir og opna jafnframt fyrir starfsmiðað meistaranám til kennsluréttinda (MT nám) þar sem nemendur sérhæfa sig með því að velja námskeið í stað þess að skrifa meistaraprófsritgerð. Stjórnvöld hafa veitt nemendum styrki til að ljúka kennaranámi og starfandi kennurum styrki til náms í starfstengdri leiðsögn til þess að styðja betur við kennaranema á vettvangi og nýliða á fyrstu árum í starfi og vinna þannig markvisst gegn brotthvarfi. Þá má benda á launað starfsnám kennaranema – eins konar kandídatsár – sem komið var á síðastliðið haust. Skipuð var sérstök ráðgjafarnefnd til að fylgja aðgerðunum eftir. Þá var skipaður sérstakur starfshópur til að vinna að eflingu leikskólastigsins enda er skortur á kennurum mestur á leikskólastigi. Allt eru þetta áþreifanlegar og markvissar aðgerðir. Mikill hugur er í háskólunum að taka þátt í þessu mikilvæga átaki í menntamálum. Þeir eru hins vegar misvel í stakk búnir til þess. Fjárframlög til þeirra taka mið af greiðslulíkani sem var fryst fyrir nokkrum árum og endurspeglar ekki veruleikann eins og hann er í dag. Frá þeim tíma hefur t.d. aðsókn í nám við HA aukist verulega. Það hlaut því að koma að því að HA þyrfti að takmarka aðgengi að námi til að tryggja skólanum eðlilega rekstrarstöðu miðað við greiðslulíkan og þau gæði í námi og kennslu sem hann vill standa fyrir. Það setur hins vegar kennaranám við HA í stöðu sem er algerlega á skjön við aðgerðir í menntamálum. Staðan er einnig á skjön við aðstæður í dag sem væntanlega munu leiða til fjölgunar umsókna í nám næsta haust. Þótt kennaradeild HA hafi fjölbreytt námsframboð, faglega burði og vilja til þess að taka við fleiri nemum – í samræmi við þarfir samfélagsins – hamla ytri aðstæður því. Það getur ekki á neinn hátt talist viðunandi staða í ljósi yfirlýstra markmiða um að fjölga kennaranemum. Þessu þarf að koma í rétt horf og ég veit að menntamálaráðherra, sem hefur leitt aðgerðir í menntamálum til að tryggja eðlilega nýliðun í kennslu, getur það. Ljóst er af ofansögðu að tryggja þarf háskólum sem bjóða upp á kennaranám nægt fé til að standa straum af kostnaði sem fylgir fjölgun nema. Það er eðlilegt og fullkomlega í anda þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til. Ég treysti því að ráðafólk sjái að það er bæði augljóst og mikilvægt að gera sem allra fyrst. Jafnframt þarf að huga að stöðu HA almennt. Aðsókn í nám við skólann sýnir hversu mikið traust er borið til hans og hversu sterkan samfélagslegan stuðning hann hefur. Honum ætti að gefa gott svigrúm til að vaxa og dafna. Það er í þágu íslensks samfélags. Höfundur er formaður kennaradeildar HA og fulltrúi háskólastigsins í Ráðgjafarnefnd vegna innleiðingar og eftirfylgni aðgerða til að auka nýliðun kennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur umræða um nýliðun í leik- og grunnskólum fært okkur vitneskju um aðsteðjandi vanda. Takist ekki að fjölga kennaranemum í leik- og grunnskólafræði, veita þeim markvissan stuðning í námi og á fyrstu árum í starfi mun nýliðum í kennslu ekki fjölga nægilega til að taka við af þeim sem hætta sökum aldurs. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis snemma árs 2017 um kostnað og skilvirkni kennaramenntunar í Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólanum á Akureyri (HA) var sérstaklega bent á alvarlegar vísbendingar um yfirvofandi kennaraskort hér á landi. Háskólarnir næðu ekki að brautskrá nægilega marga kennara til að viðhalda eðlilegri nýliðun í kennarastéttinni. Ríkisendurskoðun hvatti stjórnvöld til að grípa til aðgerða og háskólana til að leita leiða til að fjölga kennaranemum. Stjórnvöld hafa stigið mikilvæg skref til að bregðast við ákallinu. Ný lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda tóku gildi í ársbyrjun 2020. Þau liðka fyrir því að kennarar geti starfað þvert á skólastig ef hæfni þeirra leyfir og opna jafnframt fyrir starfsmiðað meistaranám til kennsluréttinda (MT nám) þar sem nemendur sérhæfa sig með því að velja námskeið í stað þess að skrifa meistaraprófsritgerð. Stjórnvöld hafa veitt nemendum styrki til að ljúka kennaranámi og starfandi kennurum styrki til náms í starfstengdri leiðsögn til þess að styðja betur við kennaranema á vettvangi og nýliða á fyrstu árum í starfi og vinna þannig markvisst gegn brotthvarfi. Þá má benda á launað starfsnám kennaranema – eins konar kandídatsár – sem komið var á síðastliðið haust. Skipuð var sérstök ráðgjafarnefnd til að fylgja aðgerðunum eftir. Þá var skipaður sérstakur starfshópur til að vinna að eflingu leikskólastigsins enda er skortur á kennurum mestur á leikskólastigi. Allt eru þetta áþreifanlegar og markvissar aðgerðir. Mikill hugur er í háskólunum að taka þátt í þessu mikilvæga átaki í menntamálum. Þeir eru hins vegar misvel í stakk búnir til þess. Fjárframlög til þeirra taka mið af greiðslulíkani sem var fryst fyrir nokkrum árum og endurspeglar ekki veruleikann eins og hann er í dag. Frá þeim tíma hefur t.d. aðsókn í nám við HA aukist verulega. Það hlaut því að koma að því að HA þyrfti að takmarka aðgengi að námi til að tryggja skólanum eðlilega rekstrarstöðu miðað við greiðslulíkan og þau gæði í námi og kennslu sem hann vill standa fyrir. Það setur hins vegar kennaranám við HA í stöðu sem er algerlega á skjön við aðgerðir í menntamálum. Staðan er einnig á skjön við aðstæður í dag sem væntanlega munu leiða til fjölgunar umsókna í nám næsta haust. Þótt kennaradeild HA hafi fjölbreytt námsframboð, faglega burði og vilja til þess að taka við fleiri nemum – í samræmi við þarfir samfélagsins – hamla ytri aðstæður því. Það getur ekki á neinn hátt talist viðunandi staða í ljósi yfirlýstra markmiða um að fjölga kennaranemum. Þessu þarf að koma í rétt horf og ég veit að menntamálaráðherra, sem hefur leitt aðgerðir í menntamálum til að tryggja eðlilega nýliðun í kennslu, getur það. Ljóst er af ofansögðu að tryggja þarf háskólum sem bjóða upp á kennaranám nægt fé til að standa straum af kostnaði sem fylgir fjölgun nema. Það er eðlilegt og fullkomlega í anda þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til. Ég treysti því að ráðafólk sjái að það er bæði augljóst og mikilvægt að gera sem allra fyrst. Jafnframt þarf að huga að stöðu HA almennt. Aðsókn í nám við skólann sýnir hversu mikið traust er borið til hans og hversu sterkan samfélagslegan stuðning hann hefur. Honum ætti að gefa gott svigrúm til að vaxa og dafna. Það er í þágu íslensks samfélags. Höfundur er formaður kennaradeildar HA og fulltrúi háskólastigsins í Ráðgjafarnefnd vegna innleiðingar og eftirfylgni aðgerða til að auka nýliðun kennara.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun