Gríðarlegur fjöldi fanga í Bandaríkjunum gæti leitt til fleiri dauðsfalla vegna veirunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2020 21:56 „Hjálp. Við skiptum líka máli.“ Skilaboð frá fanga í öryggishluta fangageymslu Cook-sýslu í Illinois. Myndin er frá 10. apríl. Vísir/EPA Sá mikli fjöldi þeirra fanga sem afplánar nú í fangelsum og fangageymslum víðs vegar um Bandaríkin gæti orðið til þess að dauðsföllum vegna Covid-19 þar í landi myndi fjölga verulega umfram það sem annars yrði, ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. Veiran gæti dreifst hratt um fangelsi Bandaríkjanna og í samfélög nálægt þeim. Rannsóknin, sem unnin var af Samtökum um borgaraleg réttindi í Bandaríkjunum (ACLU), var gefin út í dag. Þar kemur fram að ef ekki verður gripið til aðgerða til þess að draga verulega úr fjölda fanga í Bandaríkjunum muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Sú sviðsmynd sem brugðið er upp í rannsókninni er næstum því tvöfalt verri en sú sem Hvíta húsið, skrifstofa forseta Bandaríkjanna, setti fram nýverið, með tilliti til dauðsfalla vegna Covid. Talið er að um 99 þúsund andlát verði hægt að rekja til útbreiðslu veirunnar innan fangelsa í Bandaríkjunum. Þar af eru áætluð 23 þúsund andlát innan fangelsanna, en 76 þúsund í nærliggjandi samfélögum. Ljóst er að önnur ríki heims koma ekki til með að glíma við þetta vandamál á sama skala og Bandaríkin. Um fjögur prósent íbúa heimsins eru Bandaríkjamenn, en um 21 prósent fanga heimsins eru fangelsaðir í Bandaríkjunum. Þannig hýsa Bandarísk fangelsi flesta fanga í heimi, hvort sem miðað er við heildarfjölda eða höfðatölu. Meira en tvær milljónir manna sitja í fangelsi þar í landi. Rannsókn ACLU beinir sjónum sínum sérstaklega að fangageymslum (e. jails) þar sem fólk sem bíður dóma í málum gegn sér er oft og tíðum hýst. Áætlað er að um 740 þúsund manns sitji í slíkum geymslum víðs vegar um Bandaríkin. Skilyrði í slíkum fangageymslum eru sögð geta verið verulega slæm, og jafnvel verri en í ríkisfangelsum. Udi Ofer hjá ACLU segir fjölda fanga vera Akkilesarhæl Bandaríkjamanna í baráttunni við Covid-19. „Það tvennt sem mælt er með að fólk geri, félagsforðun og almennt hreinlæti, er ómögulegt í fangageymslum, hefur Guardian eftir Ofer. Þar vísar hann til þess að erfitt sé að halda tveggja metra fjarlæg milli fanga í slíkum geymslum og segir að hreinlæti sé víða verulega ábótavant. Hér má nálgast nánari umfjöllun um niðurstöður rannsóknarinnar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira
Sá mikli fjöldi þeirra fanga sem afplánar nú í fangelsum og fangageymslum víðs vegar um Bandaríkin gæti orðið til þess að dauðsföllum vegna Covid-19 þar í landi myndi fjölga verulega umfram það sem annars yrði, ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. Veiran gæti dreifst hratt um fangelsi Bandaríkjanna og í samfélög nálægt þeim. Rannsóknin, sem unnin var af Samtökum um borgaraleg réttindi í Bandaríkjunum (ACLU), var gefin út í dag. Þar kemur fram að ef ekki verður gripið til aðgerða til þess að draga verulega úr fjölda fanga í Bandaríkjunum muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Sú sviðsmynd sem brugðið er upp í rannsókninni er næstum því tvöfalt verri en sú sem Hvíta húsið, skrifstofa forseta Bandaríkjanna, setti fram nýverið, með tilliti til dauðsfalla vegna Covid. Talið er að um 99 þúsund andlát verði hægt að rekja til útbreiðslu veirunnar innan fangelsa í Bandaríkjunum. Þar af eru áætluð 23 þúsund andlát innan fangelsanna, en 76 þúsund í nærliggjandi samfélögum. Ljóst er að önnur ríki heims koma ekki til með að glíma við þetta vandamál á sama skala og Bandaríkin. Um fjögur prósent íbúa heimsins eru Bandaríkjamenn, en um 21 prósent fanga heimsins eru fangelsaðir í Bandaríkjunum. Þannig hýsa Bandarísk fangelsi flesta fanga í heimi, hvort sem miðað er við heildarfjölda eða höfðatölu. Meira en tvær milljónir manna sitja í fangelsi þar í landi. Rannsókn ACLU beinir sjónum sínum sérstaklega að fangageymslum (e. jails) þar sem fólk sem bíður dóma í málum gegn sér er oft og tíðum hýst. Áætlað er að um 740 þúsund manns sitji í slíkum geymslum víðs vegar um Bandaríkin. Skilyrði í slíkum fangageymslum eru sögð geta verið verulega slæm, og jafnvel verri en í ríkisfangelsum. Udi Ofer hjá ACLU segir fjölda fanga vera Akkilesarhæl Bandaríkjamanna í baráttunni við Covid-19. „Það tvennt sem mælt er með að fólk geri, félagsforðun og almennt hreinlæti, er ómögulegt í fangageymslum, hefur Guardian eftir Ofer. Þar vísar hann til þess að erfitt sé að halda tveggja metra fjarlæg milli fanga í slíkum geymslum og segir að hreinlæti sé víða verulega ábótavant. Hér má nálgast nánari umfjöllun um niðurstöður rannsóknarinnar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira