Frestun á skattgreiðslum er varasamt sprengjusvæði Þórir Garðarsson skrifar 22. apríl 2020 10:15 Gott og vel - til að mæta áföllum vegna kórónuveirunnar bauð ríkisstjórnin fyrirtækjum að fresta því fram í janúar á næsta ári að skila staðgreiðsluskatti á allt að þremur greiðslum ásamt því að fresta skilum á virðisaukaskatti án sérstakrar álagningar. En hvað svo, hvað ef ástandið versnar svo mikið hjá fyrirtækjunum að þau geta ekki staðið við greiðslur þegar þar að kemur? Jú, þá teljast framkvæmdastjórar og stjórnarmenn fyrirtækjanna hafa framið skattalagabrot. Við því liggja sektir og fangelsisrefsing. Með þessu boði ríkisvaldsins er verið að leiða stjórnendur fyrirtækja inn á vægast sagt varasamt sprengjusvæði. Hjá fyrirtækjum sem hafa misst nær allar tekjur og sjá fram á tekjuleysi næstu mánuði eða ár getur valið staðið á milli þess að greiða laun eða greiða skatta. Ábyrgur stjórnandi stendur við launagreiðslur meðan hann mögulega getur. Því er freistandi að þiggja boðið um að fresta skattskilum. En það getur reynst hinn versti bjarnargreiði ef allt fer á versta veg. Ríkisvaldið sækir af hörku á þá einstaklinga sem eru ábyrgir fyrir skattskilum. Mýmargir dómar um sektir og fangelsisvist vegna skattalagabrota segja allt sem segja þarf. Það er ekki nóg fyrir ríkið að segja A ef B fylgir ekki á eftir. Ekkert hefur verið gefið út um það hvort vanskil á frestuðum skattgreiðslum verða gerð refsilaus. Meðan það liggur ekki fyrir standa þúsundir stjórnenda og stjórnarmanna í fyrirtækjum frammi fyrir erfiðu vali um hvernig á að ráðstafa síminnkandi tekjum þessa dagana. Á að greiða launin eða skattinn og henda inn handklæðinu. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Gott og vel - til að mæta áföllum vegna kórónuveirunnar bauð ríkisstjórnin fyrirtækjum að fresta því fram í janúar á næsta ári að skila staðgreiðsluskatti á allt að þremur greiðslum ásamt því að fresta skilum á virðisaukaskatti án sérstakrar álagningar. En hvað svo, hvað ef ástandið versnar svo mikið hjá fyrirtækjunum að þau geta ekki staðið við greiðslur þegar þar að kemur? Jú, þá teljast framkvæmdastjórar og stjórnarmenn fyrirtækjanna hafa framið skattalagabrot. Við því liggja sektir og fangelsisrefsing. Með þessu boði ríkisvaldsins er verið að leiða stjórnendur fyrirtækja inn á vægast sagt varasamt sprengjusvæði. Hjá fyrirtækjum sem hafa misst nær allar tekjur og sjá fram á tekjuleysi næstu mánuði eða ár getur valið staðið á milli þess að greiða laun eða greiða skatta. Ábyrgur stjórnandi stendur við launagreiðslur meðan hann mögulega getur. Því er freistandi að þiggja boðið um að fresta skattskilum. En það getur reynst hinn versti bjarnargreiði ef allt fer á versta veg. Ríkisvaldið sækir af hörku á þá einstaklinga sem eru ábyrgir fyrir skattskilum. Mýmargir dómar um sektir og fangelsisvist vegna skattalagabrota segja allt sem segja þarf. Það er ekki nóg fyrir ríkið að segja A ef B fylgir ekki á eftir. Ekkert hefur verið gefið út um það hvort vanskil á frestuðum skattgreiðslum verða gerð refsilaus. Meðan það liggur ekki fyrir standa þúsundir stjórnenda og stjórnarmanna í fyrirtækjum frammi fyrir erfiðu vali um hvernig á að ráðstafa síminnkandi tekjum þessa dagana. Á að greiða launin eða skattinn og henda inn handklæðinu. Höfundur er stjórnarformaður Allrahanda Gray Line.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar