Samstaðan kemur okkur lengra Hildur Björnsdóttir skrifar 27. mars 2020 13:00 Það vekur athygli hve stór hluti landsmanna hefur áhyggjur af áhrifum heimsfaraldurs á íslenskan efnahag, en lítill af alvarlegu heilsufarstjóni af sömu sökum. Þetta sýna nýlegar niðurstöður skoðanakönnunar MMR. Þó mikilvægasta verkefnið framundan verði ávallt að standa vörð um fólk og heilbrigði, verður ekki síður mikilvægt að verja störf og afkomu heimilanna. Tryggja hagstæð skilyrði til viðspyrnu og endurreisnar. Um þetta virðast landsmenn nokkuð samhuga. Kröftugt atvinnulíf er grunnforsenda þróttmiklils efnahags og fjölbreyttra atvinnutækifæra. Þau opinberu kerfi sem við byggjum samfélag okkar á eru órjúfanlega tengd gangverki atvinnulífsins. Menntun, heilbrigði og velferð þjóðarinnar er fjármögnuð með verðmætasköpun í fyrirtækjarekstri. Ef við hyggjumst verja mikilvægar undirstöður samfélagsins á viðsjárverðum tímum, verðum við jafnframt að standa vörð um gangverk atvinnulífsins. Allt helst þetta í hendur. Á blaðamannafundi í gærdag kynnti Reykjavíkurborg margþættar aðgerðir vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19. Aðgerðirnar voru unnar í góðu samstarfi meirihluta og minnihluta, og meðal þeirra eru tillögur Sjálfstæðisflokks um lækkun fasteignaskatta, lengri gjaldfresti, gjaldskrárlækkanir og viðhaldsátak á innviðum borgarinnar. Jafnframt að ráðist verði í markaðsátak á Reykjavíkurborg sem áfangastað. Það er ánægjulegt þegar ólíkir stjórnmálaflokkar sameinast um mikilvæg verkefni. Með aðgerðunum hyggjumst við standa vörð um fólk og fyrirtæki, verja afkomu heimilanna og gæta þess að enginn verði skilinn eftir. Við trúum því að samstaðan skili okkur betri árangri við þessar erfiðu en tímabundnu aðstæður. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hildur Björnsdóttir Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Sjá meira
Það vekur athygli hve stór hluti landsmanna hefur áhyggjur af áhrifum heimsfaraldurs á íslenskan efnahag, en lítill af alvarlegu heilsufarstjóni af sömu sökum. Þetta sýna nýlegar niðurstöður skoðanakönnunar MMR. Þó mikilvægasta verkefnið framundan verði ávallt að standa vörð um fólk og heilbrigði, verður ekki síður mikilvægt að verja störf og afkomu heimilanna. Tryggja hagstæð skilyrði til viðspyrnu og endurreisnar. Um þetta virðast landsmenn nokkuð samhuga. Kröftugt atvinnulíf er grunnforsenda þróttmiklils efnahags og fjölbreyttra atvinnutækifæra. Þau opinberu kerfi sem við byggjum samfélag okkar á eru órjúfanlega tengd gangverki atvinnulífsins. Menntun, heilbrigði og velferð þjóðarinnar er fjármögnuð með verðmætasköpun í fyrirtækjarekstri. Ef við hyggjumst verja mikilvægar undirstöður samfélagsins á viðsjárverðum tímum, verðum við jafnframt að standa vörð um gangverk atvinnulífsins. Allt helst þetta í hendur. Á blaðamannafundi í gærdag kynnti Reykjavíkurborg margþættar aðgerðir vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19. Aðgerðirnar voru unnar í góðu samstarfi meirihluta og minnihluta, og meðal þeirra eru tillögur Sjálfstæðisflokks um lækkun fasteignaskatta, lengri gjaldfresti, gjaldskrárlækkanir og viðhaldsátak á innviðum borgarinnar. Jafnframt að ráðist verði í markaðsátak á Reykjavíkurborg sem áfangastað. Það er ánægjulegt þegar ólíkir stjórnmálaflokkar sameinast um mikilvæg verkefni. Með aðgerðunum hyggjumst við standa vörð um fólk og fyrirtæki, verja afkomu heimilanna og gæta þess að enginn verði skilinn eftir. Við trúum því að samstaðan skili okkur betri árangri við þessar erfiðu en tímabundnu aðstæður. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar