Hver er staða Háskóla Íslands á alþjóðavísu? Lenya Rún Taha Karim skrifar 20. mars 2020 16:31 Vaka berst fyrir því að hægt sé að koma á fyrirkomulagi sem auðveldar viðkvæmum hópum að sækja um nám hérlendis svo jafnrétti til náms verði náð. Háskóli Íslands hefur tekið þátt í alþjóðavæðingunni sem á sér stað í flestum háskólum heimsins. Þó er ýmislegt sem betur má fara. Huga þarf að viðkvæmum hópum sem sækja um nám á Íslandi. Sem dæmi má nefna flóttafólk sem verður frá að hverfa vegna krafna um vottorð um námsframvindu í fyrra námi. Fyrir flóttamenn getur verið vandkvæðum háð að skila inn skjölum frá skólum á stríðshrjáðum svæðum. Gjarnan er aðaláherslan á námsframboð innlendra nemenda og hugmyndir um hvernig styrkja má möguleika þeirra til náms. Þá gleymast oft minnihlutahópar og hugsunin gjarnan sú að gera megi betur seinna. Háskólinn hefur verið til fyrirmyndar á mörgum sviðum en nú er kominn tími til að styrkja skólann með því að nýta krafta viðkvæmra hópa og setja kraft í alþjóðavæðinguna. Við í Vöku munum berjast fyrir auknu framboði áfanga á enskri tungu í meistaranámi félagsvísindasviðs. Bregðast þarf við fækkun nemenda í deildum Háskólans með því að laða að erlenda nemendur. Auka þarf sýnileika Háskóla Íslands erlendis og stuðla að auknu jafnrétti til náms. Uppsetning námskeiða í HÍ er að mestu leyti sniðin að íslenskum nemendum og fjöldi áfanga sem alþjóðlegir nemendur geta sótt er takmarkaður. Vöku er það mikið baráttumál að efla framboð áfanga fyrir erlenda nemendur. Sem oddviti á félagsvísindasviði fyrir hönd Vöku mun ég róa öllum árum að því marki að stuðla að framförum og jafnrétti viðkvæmra hópa til náms og efla námsframboð fyrir erlenda nemendur. Höfundur er nemi í lögfræði og skipar 1. sæti á lista Vöku á félagsvísindasviði fyrir stúdentaráðskosningar Háskóla Íslands 2020. What is the status of the University of Iceland internationally? Vaka fights for the arrangement that makes it easier for sensitive groups to apply for studies in this country so that equal rights to study here can be reached. The University of Iceland has taken part in the globalization that has taken place in most Universities in the world. Still there are some things that can be done better. We need to tend to the sensitive groups that apply for studies in Iceland. As an example we can use refugees that have to deny studies because of the need for a progress of study certificate from earlier studies. For refugees it can be hard to hand in documents from schools in war-torn areas. Typically, the main emphasis is put on the course offerings for domestic students and ideas on how to strengthen their possibilities for studying. Minorities often get forgotten and the thought is that we can do better later. The University of Iceland has been exemplary in many areas but now is the time to strengthen the school by utilizing the power of sensitive groups and input power into globalization. Vaka will fight for more courses taught in English in postgraduate studies in the school of social science. We need to fight the reduction of students in the departments of the University by attracting foreign students. We need to increase the visibility of the University of Iceland abroad and work for equal rights for studying. The arrangement of courses in the University of Iceland is mostly for the benefit of Icelandic students and the number of courses for international students is limited. It is important to Vaka that more courses are offered to foreign students. As Vaka’s chairman of the School of Social Science I will try my absolute hardest to fight for improvements and equal rights for sensitive groups regarding their rights to study and increase course offerings for foreign students. Lenya is a law student and is in 1st place on Vaka’s School of Social Science list for the student council elections at the University of Iceland in 2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Skóla - og menntamál Hælisleitendur Lenya Rún Taha Karim Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Vaka berst fyrir því að hægt sé að koma á fyrirkomulagi sem auðveldar viðkvæmum hópum að sækja um nám hérlendis svo jafnrétti til náms verði náð. Háskóli Íslands hefur tekið þátt í alþjóðavæðingunni sem á sér stað í flestum háskólum heimsins. Þó er ýmislegt sem betur má fara. Huga þarf að viðkvæmum hópum sem sækja um nám á Íslandi. Sem dæmi má nefna flóttafólk sem verður frá að hverfa vegna krafna um vottorð um námsframvindu í fyrra námi. Fyrir flóttamenn getur verið vandkvæðum háð að skila inn skjölum frá skólum á stríðshrjáðum svæðum. Gjarnan er aðaláherslan á námsframboð innlendra nemenda og hugmyndir um hvernig styrkja má möguleika þeirra til náms. Þá gleymast oft minnihlutahópar og hugsunin gjarnan sú að gera megi betur seinna. Háskólinn hefur verið til fyrirmyndar á mörgum sviðum en nú er kominn tími til að styrkja skólann með því að nýta krafta viðkvæmra hópa og setja kraft í alþjóðavæðinguna. Við í Vöku munum berjast fyrir auknu framboði áfanga á enskri tungu í meistaranámi félagsvísindasviðs. Bregðast þarf við fækkun nemenda í deildum Háskólans með því að laða að erlenda nemendur. Auka þarf sýnileika Háskóla Íslands erlendis og stuðla að auknu jafnrétti til náms. Uppsetning námskeiða í HÍ er að mestu leyti sniðin að íslenskum nemendum og fjöldi áfanga sem alþjóðlegir nemendur geta sótt er takmarkaður. Vöku er það mikið baráttumál að efla framboð áfanga fyrir erlenda nemendur. Sem oddviti á félagsvísindasviði fyrir hönd Vöku mun ég róa öllum árum að því marki að stuðla að framförum og jafnrétti viðkvæmra hópa til náms og efla námsframboð fyrir erlenda nemendur. Höfundur er nemi í lögfræði og skipar 1. sæti á lista Vöku á félagsvísindasviði fyrir stúdentaráðskosningar Háskóla Íslands 2020. What is the status of the University of Iceland internationally? Vaka fights for the arrangement that makes it easier for sensitive groups to apply for studies in this country so that equal rights to study here can be reached. The University of Iceland has taken part in the globalization that has taken place in most Universities in the world. Still there are some things that can be done better. We need to tend to the sensitive groups that apply for studies in Iceland. As an example we can use refugees that have to deny studies because of the need for a progress of study certificate from earlier studies. For refugees it can be hard to hand in documents from schools in war-torn areas. Typically, the main emphasis is put on the course offerings for domestic students and ideas on how to strengthen their possibilities for studying. Minorities often get forgotten and the thought is that we can do better later. The University of Iceland has been exemplary in many areas but now is the time to strengthen the school by utilizing the power of sensitive groups and input power into globalization. Vaka will fight for more courses taught in English in postgraduate studies in the school of social science. We need to fight the reduction of students in the departments of the University by attracting foreign students. We need to increase the visibility of the University of Iceland abroad and work for equal rights for studying. The arrangement of courses in the University of Iceland is mostly for the benefit of Icelandic students and the number of courses for international students is limited. It is important to Vaka that more courses are offered to foreign students. As Vaka’s chairman of the School of Social Science I will try my absolute hardest to fight for improvements and equal rights for sensitive groups regarding their rights to study and increase course offerings for foreign students. Lenya is a law student and is in 1st place on Vaka’s School of Social Science list for the student council elections at the University of Iceland in 2020.