Gerbreyttar aðstæður í framhaldsskólum Guðjón H. Hauksson skrifar 20. mars 2020 15:15 Alla þessa viku hafa kennarar lagt nótt við dag við að útfæra kennslu sína með það fyrir augum að nám nemenda raskist eins lítið og hægt er vegna þess viðbúnaðar sem COVID-19 kallar á. Ekkert okkar hefur upplifað svona ástand áður. Ég hef fylgst með stétt framhaldsskólakennara mæta þessum áskorunum af gríðarlegum dugnaði og sveigjanleika. Aðstæður þeirra eru afar ólíkar og margir hafa þurft að gerbreyta kennslu og fyrirkomulagi samskipta, endurgera námsefni og verkefni og taka upp nýjar aðferðir við námsmat. Vinnan hefur í mörgum tilfellum staðið langt fram á kvöld og hafist snemma að morgni. Það hefur verið mjög uppörvandi að fylgjast með kennurum á hinum ýmsu stöðum internetsins þar sem fagmennskan, vinnugleðin og atorkan hefur ríkt, allir eru að læra af öllum með það að markmiði að halda eins vel utan um nemendur og aðstæður leyfa. Fjölmargir foreldrar hafa séð ástæðu til að þakka kennurum sérstaklega fyrir að halda vel utan um nemendurna á þessum viðsjárverðu tímum. Það er ekki laust við að maður fyllist auðmýkt og stolti yfir því sem kennarar afreka þessa dagana. Eins og aðrir fylltist ég miklum vonbrigðum þegar ég horfði á Kastljósið í gær þar sem ítrekað var látið að því liggja af hálfu þáttarstjórnandans að engin kennsla færi fram í framhaldsskólum og jafnvel ýjað að því að ekki ætti að borga verklausu fólki laun. Að vísu skal það talið Ríkissjónvarpinu til tekna að hafa beðist afsökunar á þeim ummælum sem þar féllu. Þau bera vott um vanþekkingu á því mikla starfi sem kennarar, stjórnendur og náms- og starfsráðgjafar vinna nú um stundir. Félag framhaldsskólakennara vill koma því skýrt á framfæri að allt starfsfólk í skólum landsins leggur nú ofurkapp á að halda uppi menntun í landinu eins og framast er unnt. Allt tal um að fólk sé verklaust og vinni ekki fyrir launum sínum er forkastanlegt hvernig sem á það er litið. Nú þarf samfélagið að passa upp sitt skólafólk, bæði það sem kennir og það sem lærir, því fram undan er áframhaldandi álag og þetta var aðeins fyrsta vikan af mörgum. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Guðjón H. Hauksson Fjölmiðlar Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Alla þessa viku hafa kennarar lagt nótt við dag við að útfæra kennslu sína með það fyrir augum að nám nemenda raskist eins lítið og hægt er vegna þess viðbúnaðar sem COVID-19 kallar á. Ekkert okkar hefur upplifað svona ástand áður. Ég hef fylgst með stétt framhaldsskólakennara mæta þessum áskorunum af gríðarlegum dugnaði og sveigjanleika. Aðstæður þeirra eru afar ólíkar og margir hafa þurft að gerbreyta kennslu og fyrirkomulagi samskipta, endurgera námsefni og verkefni og taka upp nýjar aðferðir við námsmat. Vinnan hefur í mörgum tilfellum staðið langt fram á kvöld og hafist snemma að morgni. Það hefur verið mjög uppörvandi að fylgjast með kennurum á hinum ýmsu stöðum internetsins þar sem fagmennskan, vinnugleðin og atorkan hefur ríkt, allir eru að læra af öllum með það að markmiði að halda eins vel utan um nemendur og aðstæður leyfa. Fjölmargir foreldrar hafa séð ástæðu til að þakka kennurum sérstaklega fyrir að halda vel utan um nemendurna á þessum viðsjárverðu tímum. Það er ekki laust við að maður fyllist auðmýkt og stolti yfir því sem kennarar afreka þessa dagana. Eins og aðrir fylltist ég miklum vonbrigðum þegar ég horfði á Kastljósið í gær þar sem ítrekað var látið að því liggja af hálfu þáttarstjórnandans að engin kennsla færi fram í framhaldsskólum og jafnvel ýjað að því að ekki ætti að borga verklausu fólki laun. Að vísu skal það talið Ríkissjónvarpinu til tekna að hafa beðist afsökunar á þeim ummælum sem þar féllu. Þau bera vott um vanþekkingu á því mikla starfi sem kennarar, stjórnendur og náms- og starfsráðgjafar vinna nú um stundir. Félag framhaldsskólakennara vill koma því skýrt á framfæri að allt starfsfólk í skólum landsins leggur nú ofurkapp á að halda uppi menntun í landinu eins og framast er unnt. Allt tal um að fólk sé verklaust og vinni ekki fyrir launum sínum er forkastanlegt hvernig sem á það er litið. Nú þarf samfélagið að passa upp sitt skólafólk, bæði það sem kennir og það sem lærir, því fram undan er áframhaldandi álag og þetta var aðeins fyrsta vikan af mörgum. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun