Fullkomin óreiða Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 28. desember 2020 06:00 Við þingmenn Miðflokksins fórum fram á að Alþingi væri kallað saman milli jóla- og nýárs til þess að ræða þá alvarlegu stöðu sem nú blasir við vegna bólusetningar gegn Covid 19. Forsætisráðherra hefur talað mikið gegn upplýsingaóreiðu en enginn hefur skotið sig jafn oft í fótinn en hennar eigin ráðherra undanfarið. Forsætisráðherra neyddist til að yfirtaka forræði bóluefnasamnings, örugglega að kröfu Sjálfstæðisflokksins, sem líður afar illa í eigin skinni. Óþolinmæði sjálfstæðismanna er orðin áþreifanleg. Þjóðin á það skilið að fá réttar upplýsingar, góðar eða slæmar. Hnökrarnir Það er rétt að vekja athygli á því að fyrstu fréttir um hnökra í ferlinu komu fram þann 15. desember. Þá sagði heilbrigðisráðherra skort vera á hráefnum hjá framleiðanda Pfizer. Þann 17. desember staðfesti sóttvarnarlæknir að mun minna af bóluefni kæmi til landsins á næstunni en búist hafði verið við og jók við það óvissu um hvenær hjarðónæmi yrði náð. Búið var að auka væntingar verulega, væntingar sem urðu að engu. Tilkynnt var að áfram yrðu kórónuveiruaðgerðir í gildi fram á mitt ár 2021 að minnsta kosti. Næstu daga fengum við fréttir um að þetta væri ekki svona óljóst, að allt væri á áætlun en mikilvægast væri að ná að bólusetja forgangshópana, framlínufólkið og viðkvæmu hópana. Á þriðja degi jóla var það svo sagt að við þyrftum að bíða eftir bóluefni fram eftir ári, vissulega væri búið að tryggja okkur nægt bóluefni en aldrei var tryggt að það kæmi fljótt og örugglega. Að auki var sagt að fylgjast þurfi með verkun bóluefnisins en vissulega hefði verið betra að hafa tryggt bóluefni til landsins fyrr en útlit er fyrir núna. Fullkomin upplýsingaóreiða. Engar áhyggjur Óreiðan er svo mikil að til þess að lægja öldur hafa tveir menn lagt í þann leiðangur að tryggja kaup á meira bóluefni fyrir landsmenn. Þeir funda með lyfjaframleiðendum á næstu dögum með það í huga að Íslendingar verði hluti af rannsókn lyfjaframleiðandans. Ef allt gengur eftir væri hægt að bólusetja fyrr, aflétta takmörkunum og fylgjast með hugsanlegum aukaverkunum. Engar áhyggjur þurfi að hafa, allt miði að því sama – nema hraðar. Þetta skal ákveða án umræðu og út frá þeirri forsendu að allflestir muni taka þátt í rannsókninni til þess að eiga kost á nokkuð eðlilegu lífi sem fyrst. Biðin langa Það er ljóst að mikið er í húfi, auðvitað heilsa landsmanna, samvera með ættingjum og ástvinum, líðan fjölskyldna, framfærsla einstaklinga, rekstur fyrirtækja, ferðaþjónustan eins og hún leggur sig, heilbrigðiskerfið, efnahagur landsins og margt fleira. Mikið er undir. Ef viðræður bera ekki árangur þá þarf fólk að bíða fram á mitt næsta sumar með að heimsækja ástvini og ættingja á hjúkrunarheimili landsins. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma, bæði ungir og aldnir þurfa áfram einangrun, sama fólk og hefur nánast lokað sig af síðustu níu mánuði. Enn verður að kveðja ástvini í gegnum tölvubúnað, engin snerting engin nánd. Engin áætlun hefur komið fram um hvernig eigi að halda áfram ef landsmenn þurfa að bíða fram á mitt næsta ár eftir hjarðónæmi, hvernig og hvenær á að aflétta takmörkunum og hvort sama fyrirkomulag verði um land allt. Atvinnulífið verður áfram í óvissu og mun sæta takmörkunum. Ferðaþjónustan sem riðar til falls er við það að missa þolinmæðina, enda voru gefin fyrirheit um að nú fari senn að birta og að ferðamenn komi til landsins á ný eins og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sagði í fréttum „fólk er aftur farið að láta sig dreyma um ferðalög eftir að fréttir um bóluefnið bárust fyrir um tveimur mánuðum síðan“. En það var jú áður en óreiðan komst upp á yfirborðið. Höfundur er þingmaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Við þingmenn Miðflokksins fórum fram á að Alþingi væri kallað saman milli jóla- og nýárs til þess að ræða þá alvarlegu stöðu sem nú blasir við vegna bólusetningar gegn Covid 19. Forsætisráðherra hefur talað mikið gegn upplýsingaóreiðu en enginn hefur skotið sig jafn oft í fótinn en hennar eigin ráðherra undanfarið. Forsætisráðherra neyddist til að yfirtaka forræði bóluefnasamnings, örugglega að kröfu Sjálfstæðisflokksins, sem líður afar illa í eigin skinni. Óþolinmæði sjálfstæðismanna er orðin áþreifanleg. Þjóðin á það skilið að fá réttar upplýsingar, góðar eða slæmar. Hnökrarnir Það er rétt að vekja athygli á því að fyrstu fréttir um hnökra í ferlinu komu fram þann 15. desember. Þá sagði heilbrigðisráðherra skort vera á hráefnum hjá framleiðanda Pfizer. Þann 17. desember staðfesti sóttvarnarlæknir að mun minna af bóluefni kæmi til landsins á næstunni en búist hafði verið við og jók við það óvissu um hvenær hjarðónæmi yrði náð. Búið var að auka væntingar verulega, væntingar sem urðu að engu. Tilkynnt var að áfram yrðu kórónuveiruaðgerðir í gildi fram á mitt ár 2021 að minnsta kosti. Næstu daga fengum við fréttir um að þetta væri ekki svona óljóst, að allt væri á áætlun en mikilvægast væri að ná að bólusetja forgangshópana, framlínufólkið og viðkvæmu hópana. Á þriðja degi jóla var það svo sagt að við þyrftum að bíða eftir bóluefni fram eftir ári, vissulega væri búið að tryggja okkur nægt bóluefni en aldrei var tryggt að það kæmi fljótt og örugglega. Að auki var sagt að fylgjast þurfi með verkun bóluefnisins en vissulega hefði verið betra að hafa tryggt bóluefni til landsins fyrr en útlit er fyrir núna. Fullkomin upplýsingaóreiða. Engar áhyggjur Óreiðan er svo mikil að til þess að lægja öldur hafa tveir menn lagt í þann leiðangur að tryggja kaup á meira bóluefni fyrir landsmenn. Þeir funda með lyfjaframleiðendum á næstu dögum með það í huga að Íslendingar verði hluti af rannsókn lyfjaframleiðandans. Ef allt gengur eftir væri hægt að bólusetja fyrr, aflétta takmörkunum og fylgjast með hugsanlegum aukaverkunum. Engar áhyggjur þurfi að hafa, allt miði að því sama – nema hraðar. Þetta skal ákveða án umræðu og út frá þeirri forsendu að allflestir muni taka þátt í rannsókninni til þess að eiga kost á nokkuð eðlilegu lífi sem fyrst. Biðin langa Það er ljóst að mikið er í húfi, auðvitað heilsa landsmanna, samvera með ættingjum og ástvinum, líðan fjölskyldna, framfærsla einstaklinga, rekstur fyrirtækja, ferðaþjónustan eins og hún leggur sig, heilbrigðiskerfið, efnahagur landsins og margt fleira. Mikið er undir. Ef viðræður bera ekki árangur þá þarf fólk að bíða fram á mitt næsta sumar með að heimsækja ástvini og ættingja á hjúkrunarheimili landsins. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma, bæði ungir og aldnir þurfa áfram einangrun, sama fólk og hefur nánast lokað sig af síðustu níu mánuði. Enn verður að kveðja ástvini í gegnum tölvubúnað, engin snerting engin nánd. Engin áætlun hefur komið fram um hvernig eigi að halda áfram ef landsmenn þurfa að bíða fram á mitt næsta ár eftir hjarðónæmi, hvernig og hvenær á að aflétta takmörkunum og hvort sama fyrirkomulag verði um land allt. Atvinnulífið verður áfram í óvissu og mun sæta takmörkunum. Ferðaþjónustan sem riðar til falls er við það að missa þolinmæðina, enda voru gefin fyrirheit um að nú fari senn að birta og að ferðamenn komi til landsins á ný eins og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sagði í fréttum „fólk er aftur farið að láta sig dreyma um ferðalög eftir að fréttir um bóluefnið bárust fyrir um tveimur mánuðum síðan“. En það var jú áður en óreiðan komst upp á yfirborðið. Höfundur er þingmaður Miðflokksins
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar