Pfizer: Engin seinkun á sendingum bóluefna Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2020 07:41 Eins og staðan er nú mun bóluefni frá Pfizer fyrir fimm þúsund manns koma til Íslands um jólin og svo kemur önnur sending í janúar eða febrúar, skammtar fyrir alls átta þúsund manns. Getty Bandaríski lyfjarisinn Pfizer segir að framleiðsla á bóluefni gegn Covid-19 hafi gengið vel og að engin seinkun hafi orðið á sendingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer sem send er út í kjölfar umræðu í Bandaríkjunum um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnis hjá fyrirtækinu. Pfizer segir engum sendingum hafa verið frestað. Í tilkynningunni segir að öllum þeim 2,9 milljónum skammta, sem bandarísk yfirvöld hafi nú þegar beðið Pfizer um að dreifa, hafi verið komið á áfangastað. „Við erum enn með milljónir skammta í lagerhúsnæðum okkar, en sem stendur, höfum við ekki fengið neinar leiðbeiningar um frekari dreifingu.“ Ekki er minnst sérstaklega á dreifingu í Evrópu eða aðra heimshluta í umræddri tilkynningu, en þó er tekið fram að félagið sé sannfært um getu þess til að dreifa 50 milljónum skammta „á heimsvísu“ fyrir lok þessa árs og allt að 1,3 milljörðum skammta fyrir árslok 2021. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá því á upplýsingafundi í gær að komu bóluefnis til landsins myndi seinka og sömuleiðis muni minna magn berast til landsins en áætlað var í fyrstu. Því hafi þurft að endurskoða forgangsröðunina fyrir bólusetningu. Þórólfur kvaðst ekki búast við öðrum bóluefnum en frá Pfizer fyrr en um mitt næsta ár og því næðist gott hjarðónæmi ekki fyrr en seint á næsta ári. Eins og staðan er nú mun bóluefni fyrir fimm þúsund manns koma til landsins um jólin og svo kemur önnur sending í janúar eða febrúar, skammtar fyrir alls átta þúsund manns. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ekkert í hendi nema skammtarnir frá Pfizer Sóttvarnalæknir telur ekki misræmi í þeirri stöðu á bólusetningum gegn kórónuveirunni sem hann lýsti í dag og nýjustu upplýsingum um bóluefni frá ráðuneytinu. Ekkert sé í hendi nema að fram til mars 2021 fáum við bóluefni frá Pfizer fyrir 13 þúsund manns. 17. desember 2020 16:41 Mun minna bóluefni til Íslands á næstunni en búist var við Sóttvarnalæknir telur að ekki náist gott hjarðónæmi hér á landi fyrr en á seinni hluta næsta árs. Áfram verði kórónuveiruaðgerðir í gildi þar til mitt ár 2021 hið minnsta. Vonast hefði verið til að geta ráðist í umfangsmeiri bólusetningar eftir áramót en raunin verður. 17. desember 2020 11:22 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Í tilkynningunni segir að öllum þeim 2,9 milljónum skammta, sem bandarísk yfirvöld hafi nú þegar beðið Pfizer um að dreifa, hafi verið komið á áfangastað. „Við erum enn með milljónir skammta í lagerhúsnæðum okkar, en sem stendur, höfum við ekki fengið neinar leiðbeiningar um frekari dreifingu.“ Ekki er minnst sérstaklega á dreifingu í Evrópu eða aðra heimshluta í umræddri tilkynningu, en þó er tekið fram að félagið sé sannfært um getu þess til að dreifa 50 milljónum skammta „á heimsvísu“ fyrir lok þessa árs og allt að 1,3 milljörðum skammta fyrir árslok 2021. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá því á upplýsingafundi í gær að komu bóluefnis til landsins myndi seinka og sömuleiðis muni minna magn berast til landsins en áætlað var í fyrstu. Því hafi þurft að endurskoða forgangsröðunina fyrir bólusetningu. Þórólfur kvaðst ekki búast við öðrum bóluefnum en frá Pfizer fyrr en um mitt næsta ár og því næðist gott hjarðónæmi ekki fyrr en seint á næsta ári. Eins og staðan er nú mun bóluefni fyrir fimm þúsund manns koma til landsins um jólin og svo kemur önnur sending í janúar eða febrúar, skammtar fyrir alls átta þúsund manns.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ekkert í hendi nema skammtarnir frá Pfizer Sóttvarnalæknir telur ekki misræmi í þeirri stöðu á bólusetningum gegn kórónuveirunni sem hann lýsti í dag og nýjustu upplýsingum um bóluefni frá ráðuneytinu. Ekkert sé í hendi nema að fram til mars 2021 fáum við bóluefni frá Pfizer fyrir 13 þúsund manns. 17. desember 2020 16:41 Mun minna bóluefni til Íslands á næstunni en búist var við Sóttvarnalæknir telur að ekki náist gott hjarðónæmi hér á landi fyrr en á seinni hluta næsta árs. Áfram verði kórónuveiruaðgerðir í gildi þar til mitt ár 2021 hið minnsta. Vonast hefði verið til að geta ráðist í umfangsmeiri bólusetningar eftir áramót en raunin verður. 17. desember 2020 11:22 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Sjá meira
Ekkert í hendi nema skammtarnir frá Pfizer Sóttvarnalæknir telur ekki misræmi í þeirri stöðu á bólusetningum gegn kórónuveirunni sem hann lýsti í dag og nýjustu upplýsingum um bóluefni frá ráðuneytinu. Ekkert sé í hendi nema að fram til mars 2021 fáum við bóluefni frá Pfizer fyrir 13 þúsund manns. 17. desember 2020 16:41
Mun minna bóluefni til Íslands á næstunni en búist var við Sóttvarnalæknir telur að ekki náist gott hjarðónæmi hér á landi fyrr en á seinni hluta næsta árs. Áfram verði kórónuveiruaðgerðir í gildi þar til mitt ár 2021 hið minnsta. Vonast hefði verið til að geta ráðist í umfangsmeiri bólusetningar eftir áramót en raunin verður. 17. desember 2020 11:22