Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Gunnar Reynir Valþórsson og Árni Sæberg skrifa 11. nóvember 2024 06:47 Forsetarnir tveir ræddu saman í síma. Þessi mynd er tekin árið 2019. Mikhail Svetlov/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. Þetta herma heimildir bandaríska dagblaðsins Washington Post. Heimildir þeirra herma að Trump hafi varað Pútín eindregið við því að stigmagna stríðið í Úkraínu og á forsetinn verðandi að hafa minnt Pútín á að Bandaríkjamenn séu enn með töluverðan herafla í Evrópu. Úkraínumenn vissu ekki af samtalinu Þá er sagt að Trump hafi farið fram á frekari viðræður við Pútín, með það að markmiði að ná fram friðsamlegri lausn í Úkraínu. Trump hefur margoft sagt síðustu misserin að það væri létt verk að leysa Úkraínustríðið, án þess að hann hafi farið nánar út í þá sálma. Talsmenn Úkraínuforseta segja að þeir hafi ekki haft veður af samtali Trumps og Pútíns fyrir fram og raunar hafa talsmenn Trumps ekki staðfest að það hafi í raun átt sér stað. Tjá sig ekki um einstök símtöl Í svari til Reuters segir Steven Cheung, samskiptastjóri Trumps að ekki sé hægt að tjá sig um einstök símtöl sem Trump eigi við þjóðarleiðtoga heimsins. Búist er við því að Trump og Joe Biden fráfarandi forseti hittist í Hvíta húsinu á miðvikudaginn kemur, og er talið að Biden muni eyða miklu púðri í að reyna að fá Trump til að halda áfram stuðningi við Úkraínu á hernaðarsviðinu. Uppfært 9:10 Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, hefur haldið því fram að yfirmaður sinn hafi ekki rætt við Trump. Þar að auki liggi ekki fyrir áætlanir um að þeir muni tala saman á næstunni. Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Aldrei jafn margar drónaárásir Umfangsmiklar árásir voru gerðar í Úkraínu og Rússlandi síðastliðna nótt. Aldrei hafa jafn margir drónar verið sendir af stað í einu. 10. nóvember 2024 22:21 Mest lesið Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Innlent Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Innlent Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Erlent Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Innlent Launmorð á götum New York Erlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Tveggja bíla árekstur við Holtagarða Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Tvö börn í lífshættu eftir skotárás í leikskóla í Kalíforníu Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Sjá meira
Þetta herma heimildir bandaríska dagblaðsins Washington Post. Heimildir þeirra herma að Trump hafi varað Pútín eindregið við því að stigmagna stríðið í Úkraínu og á forsetinn verðandi að hafa minnt Pútín á að Bandaríkjamenn séu enn með töluverðan herafla í Evrópu. Úkraínumenn vissu ekki af samtalinu Þá er sagt að Trump hafi farið fram á frekari viðræður við Pútín, með það að markmiði að ná fram friðsamlegri lausn í Úkraínu. Trump hefur margoft sagt síðustu misserin að það væri létt verk að leysa Úkraínustríðið, án þess að hann hafi farið nánar út í þá sálma. Talsmenn Úkraínuforseta segja að þeir hafi ekki haft veður af samtali Trumps og Pútíns fyrir fram og raunar hafa talsmenn Trumps ekki staðfest að það hafi í raun átt sér stað. Tjá sig ekki um einstök símtöl Í svari til Reuters segir Steven Cheung, samskiptastjóri Trumps að ekki sé hægt að tjá sig um einstök símtöl sem Trump eigi við þjóðarleiðtoga heimsins. Búist er við því að Trump og Joe Biden fráfarandi forseti hittist í Hvíta húsinu á miðvikudaginn kemur, og er talið að Biden muni eyða miklu púðri í að reyna að fá Trump til að halda áfram stuðningi við Úkraínu á hernaðarsviðinu. Uppfært 9:10 Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, hefur haldið því fram að yfirmaður sinn hafi ekki rætt við Trump. Þar að auki liggi ekki fyrir áætlanir um að þeir muni tala saman á næstunni.
Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Aldrei jafn margar drónaárásir Umfangsmiklar árásir voru gerðar í Úkraínu og Rússlandi síðastliðna nótt. Aldrei hafa jafn margir drónar verið sendir af stað í einu. 10. nóvember 2024 22:21 Mest lesið Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Innlent Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Innlent Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Erlent Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Vara við „gervistéttarfélagi“ og „svikamyllu“ Innlent Launmorð á götum New York Erlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Tveggja bíla árekstur við Holtagarða Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Tvö börn í lífshættu eftir skotárás í leikskóla í Kalíforníu Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Sjá meira
Aldrei jafn margar drónaárásir Umfangsmiklar árásir voru gerðar í Úkraínu og Rússlandi síðastliðna nótt. Aldrei hafa jafn margir drónar verið sendir af stað í einu. 10. nóvember 2024 22:21