Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2024 09:25 María Kolosnikova brosir til ljósmyndara í dómsal í Minsk í ágúst 2021. Hún er 42 ára tónlistarkona sem varð leiðandi í fjöldamótmælum gegn Lúkasjenka eftir umdeildar forsetakosningar árið 2020. AP/Ramil Nasibulin/BelTa Helstu mannréttindasamtök Hvíta-Rússlands segja að María Kolesnikova, einn forsprakka mótmæla gegn Viktor Lúkasjenka forseta, hafi fengið að hitta föður sinn. Henni hafði verið meinað um að eiga í samskiptum við fjölskyldu og vini í tuttugu mánuði. Kolesnikova hlaut ellefu ára fangelsisdóm fyrir ýmis brot, þar á meðal meint samsæri um að ræna völdum í landinu. Hún var á meðal leiðtoga fjöldamótmæla gegn Lúkasjenka eftir umdeildar forsetakosningar árið 2020. Stjórn Lúkasjenka ætlaði að vísa henni úr landi en hún kaus að halda kyrru fyrir á sama tíma og félagar hennar voru ýmist handteknir og fangelsaðir eða hrökkluðust í útlegð. Mannréttindasamtökin Viasna segja að Kolesnikova hafi fengið að hitta föður sinn á fangelsissjúkrahúsi. Hún er sögð hafa gengist undir skurðaðgerð í fangelsinu vegna magasárs. AP-fréttastofan segir að fyrrverandi samfangar hennar hafi sagt systur Kolesnikovu að hún hefði horast mikið í fangelsinu. Fundur feðginanna á að hafa átt sér stað í gær. Raman Pratasevitsj, blaðamaður og fyrrverandi stjórnarandstæðingur, birti mynd af þeim að faðmast. AP segist ekki geta staðfest hvort myndin sé ósvikin eða hvenær hún var tekin. Pratasevitsj þessi var handtekinn eftir að hvítrússnesk stjórnvöld létu snúa flugvél sem hann var farþegi í til lendingar í Minsk á fölskum forsendum. Blaðamaðurinn var dæmdur í fangelsi fyrir störf sín. Hann var síðar náðaður eftir að hann hét ást sinni á stóra bróður. Viasna-samtökin segja að um 1.300 pólitískir fangar séu í haldi hvítrússneskra yfirvalda. Að minnsta kosti sjö þeirra hafa dáið á bak við lás og slá. Lúkasjenka hefur látið gagnrýni mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna og Evrópuþingsins sem vind um eyru þjóta. Hann hefur nú verið við völd í þrjátíu ár og er stundum nefndur síðasti einræðisherra Evrópu. Belarús Mannréttindi Tengdar fréttir Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, hefur ekki heyrt frá eiginmanni sínum sem hefur verið í fangelsi í heimalandinu í sex hundruð daga og veit ekki hvort hann er yfir höfuð enn á lífi. Hún hvetur Íslendinga til að halda áfram að styðja við baráttuna fyrir lýðræði í Belarús og til þess að nýta kosningaréttinn sinn sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut. 29. október 2024 23:16 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Sjá meira
Kolesnikova hlaut ellefu ára fangelsisdóm fyrir ýmis brot, þar á meðal meint samsæri um að ræna völdum í landinu. Hún var á meðal leiðtoga fjöldamótmæla gegn Lúkasjenka eftir umdeildar forsetakosningar árið 2020. Stjórn Lúkasjenka ætlaði að vísa henni úr landi en hún kaus að halda kyrru fyrir á sama tíma og félagar hennar voru ýmist handteknir og fangelsaðir eða hrökkluðust í útlegð. Mannréttindasamtökin Viasna segja að Kolesnikova hafi fengið að hitta föður sinn á fangelsissjúkrahúsi. Hún er sögð hafa gengist undir skurðaðgerð í fangelsinu vegna magasárs. AP-fréttastofan segir að fyrrverandi samfangar hennar hafi sagt systur Kolesnikovu að hún hefði horast mikið í fangelsinu. Fundur feðginanna á að hafa átt sér stað í gær. Raman Pratasevitsj, blaðamaður og fyrrverandi stjórnarandstæðingur, birti mynd af þeim að faðmast. AP segist ekki geta staðfest hvort myndin sé ósvikin eða hvenær hún var tekin. Pratasevitsj þessi var handtekinn eftir að hvítrússnesk stjórnvöld létu snúa flugvél sem hann var farþegi í til lendingar í Minsk á fölskum forsendum. Blaðamaðurinn var dæmdur í fangelsi fyrir störf sín. Hann var síðar náðaður eftir að hann hét ást sinni á stóra bróður. Viasna-samtökin segja að um 1.300 pólitískir fangar séu í haldi hvítrússneskra yfirvalda. Að minnsta kosti sjö þeirra hafa dáið á bak við lás og slá. Lúkasjenka hefur látið gagnrýni mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna og Evrópuþingsins sem vind um eyru þjóta. Hann hefur nú verið við völd í þrjátíu ár og er stundum nefndur síðasti einræðisherra Evrópu.
Belarús Mannréttindi Tengdar fréttir Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, hefur ekki heyrt frá eiginmanni sínum sem hefur verið í fangelsi í heimalandinu í sex hundruð daga og veit ekki hvort hann er yfir höfuð enn á lífi. Hún hvetur Íslendinga til að halda áfram að styðja við baráttuna fyrir lýðræði í Belarús og til þess að nýta kosningaréttinn sinn sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut. 29. október 2024 23:16 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Sjá meira
Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, hefur ekki heyrt frá eiginmanni sínum sem hefur verið í fangelsi í heimalandinu í sex hundruð daga og veit ekki hvort hann er yfir höfuð enn á lífi. Hún hvetur Íslendinga til að halda áfram að styðja við baráttuna fyrir lýðræði í Belarús og til þess að nýta kosningaréttinn sinn sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut. 29. október 2024 23:16