Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2024 15:24 Tom Homan, Donald Trump, og Elise Stefanik. getty Donald Trump, verðandi og fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur valið Elise Stefanik til að verða sendiherra hans gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Stefanik situr í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og hefur lengi verið einn ötulasti stuðningsmaður Trumps þar og kom hún til greina sem varaforsetaefni hans. Stefanik settist fyrst á þing árið 2015, þá þrítug, og varð hún yngsta konan til að vera kjörin á þing. Hún þótti upprunalega ekki vera róttækur Repúblikani en í upphafi forsetatíðar Trumps var hún til að mynda andvíg múslimabanninu svokallaða og greiddi atkvæði gegn viðleitni Trumps til að byggja múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Afstaða hennar til Trumps hefur þó tekið miklum breytingum í gegnum árin. Hún hefur frá árinu 2021 verið þriðji æðsti þingmaður Repúblikanaflokksins, eftir að Liz Cheney var vikið úr þeirri stöðu. Áður en hún var kjörin á þing starfaði Stefanik í Hvíta húsinu þegar George W. Bush bjó þar. Reynsla hennar af utanríkismálum og þjóðaröryggi er ekki mikil, eins og fram kemur í frétt New York Times. Þá hefur Stefanik verið ötull stuðningsmaður Ísrael og tók virkan þátt í nefndarfundum í fulltrúadeildinni sem leiddu til þess að nokkrir skólastjórar háskóla vestanhafs sögðu af sér vegna mótmæla og óeirða á skólalóðum vegna mannskæðrar innrásar og árás Ísraela á Gasaströndina. Nýr „landamærakeisari“ Þá tilkynnti Trump í morgun að Tom Homan, fyrrverandi yfirmaður innflytjenda- og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE), myndi halda utan um landamæri Bandaríkjanna og vera svokallaður „landamærakeisari“. Þar á meðal væru landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Sjá einnig: Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Í frétt Politico segir að tilnefning Homans hafi legið í loftinu en hann er einnig sagður eiga að sjá um umfangsmikinn brottflutning á svokölluðum ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum í forsetatíð Trumps. Trump tilkynnti að hann ætlaði að fá Tom Homan til að halda utan um landamærin, á TruthSocial. Trump skipaði Homan sem starfandi yfirmann ICE á annarri viku forsetatíðar sinnar. Seinna meir tilnefndi hann svo Homan í embættið en sú tilnefning var aldrei staðfest af þingmönnum öldungadeildarinnar. Að þessu sinni er búist við því að Homan muni starfa innan veggja Hvíta hússins og stýra landamærunum þaðan í gegnum aðra embættismenn. Sem yfirmaður ICE stóð Homan meðal annars fyrir aðskilnaði barna frá foreldrum sínum. Á ársfundi landsnefndar Repúblikanaflokksins í sumar sagði Homan að hann hefði varið 34 árum í að vísa ólöglegum innflytjendum úr landi og að hann hefði skýr skilaboð til þeirra milljóna sem Joe Biden átti að hafa hleypt inn í landið. „Þið ættuð að byrja að pakka strax. Svo sannarlega. Því þið eruð á leiðinni heim.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mexíkó Tengdar fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47 Trump vann öll sveifluríkin Donald Trump, nýkjörinn verðandi Bandaríkjaforseti, hafði betur gegn demókratanum Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, í öllum sjö sveifluríkjunum. Búið er að telja nógu mörg atkvæði í síðasta ríkinu, Arizona, til að telja öruggt að Trump fari þar með sigur. 10. nóvember 2024 09:44 Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ „Í rúm tvö hundruð ár hafa Bandaríkin staðið í mikilfenglegustu stjálfstjórnartilraun í alheimssögunni. Það er ekki ýkja það er staðreynd. Þar kýs fólk og velur sér sína eigin leiðtoga á friðsamlegan hátt. Í lýðræði nær vilji fólksins alltaf fram,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann ávarpaði þjóð sína í dag. 7. nóvember 2024 17:22 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Stefanik settist fyrst á þing árið 2015, þá þrítug, og varð hún yngsta konan til að vera kjörin á þing. Hún þótti upprunalega ekki vera róttækur Repúblikani en í upphafi forsetatíðar Trumps var hún til að mynda andvíg múslimabanninu svokallaða og greiddi atkvæði gegn viðleitni Trumps til að byggja múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Afstaða hennar til Trumps hefur þó tekið miklum breytingum í gegnum árin. Hún hefur frá árinu 2021 verið þriðji æðsti þingmaður Repúblikanaflokksins, eftir að Liz Cheney var vikið úr þeirri stöðu. Áður en hún var kjörin á þing starfaði Stefanik í Hvíta húsinu þegar George W. Bush bjó þar. Reynsla hennar af utanríkismálum og þjóðaröryggi er ekki mikil, eins og fram kemur í frétt New York Times. Þá hefur Stefanik verið ötull stuðningsmaður Ísrael og tók virkan þátt í nefndarfundum í fulltrúadeildinni sem leiddu til þess að nokkrir skólastjórar háskóla vestanhafs sögðu af sér vegna mótmæla og óeirða á skólalóðum vegna mannskæðrar innrásar og árás Ísraela á Gasaströndina. Nýr „landamærakeisari“ Þá tilkynnti Trump í morgun að Tom Homan, fyrrverandi yfirmaður innflytjenda- og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE), myndi halda utan um landamæri Bandaríkjanna og vera svokallaður „landamærakeisari“. Þar á meðal væru landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Sjá einnig: Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Í frétt Politico segir að tilnefning Homans hafi legið í loftinu en hann er einnig sagður eiga að sjá um umfangsmikinn brottflutning á svokölluðum ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum í forsetatíð Trumps. Trump tilkynnti að hann ætlaði að fá Tom Homan til að halda utan um landamærin, á TruthSocial. Trump skipaði Homan sem starfandi yfirmann ICE á annarri viku forsetatíðar sinnar. Seinna meir tilnefndi hann svo Homan í embættið en sú tilnefning var aldrei staðfest af þingmönnum öldungadeildarinnar. Að þessu sinni er búist við því að Homan muni starfa innan veggja Hvíta hússins og stýra landamærunum þaðan í gegnum aðra embættismenn. Sem yfirmaður ICE stóð Homan meðal annars fyrir aðskilnaði barna frá foreldrum sínum. Á ársfundi landsnefndar Repúblikanaflokksins í sumar sagði Homan að hann hefði varið 34 árum í að vísa ólöglegum innflytjendum úr landi og að hann hefði skýr skilaboð til þeirra milljóna sem Joe Biden átti að hafa hleypt inn í landið. „Þið ættuð að byrja að pakka strax. Svo sannarlega. Því þið eruð á leiðinni heim.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mexíkó Tengdar fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47 Trump vann öll sveifluríkin Donald Trump, nýkjörinn verðandi Bandaríkjaforseti, hafði betur gegn demókratanum Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, í öllum sjö sveifluríkjunum. Búið er að telja nógu mörg atkvæði í síðasta ríkinu, Arizona, til að telja öruggt að Trump fari þar með sigur. 10. nóvember 2024 09:44 Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ „Í rúm tvö hundruð ár hafa Bandaríkin staðið í mikilfenglegustu stjálfstjórnartilraun í alheimssögunni. Það er ekki ýkja það er staðreynd. Þar kýs fólk og velur sér sína eigin leiðtoga á friðsamlegan hátt. Í lýðræði nær vilji fólksins alltaf fram,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann ávarpaði þjóð sína í dag. 7. nóvember 2024 17:22 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47
Trump vann öll sveifluríkin Donald Trump, nýkjörinn verðandi Bandaríkjaforseti, hafði betur gegn demókratanum Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, í öllum sjö sveifluríkjunum. Búið er að telja nógu mörg atkvæði í síðasta ríkinu, Arizona, til að telja öruggt að Trump fari þar með sigur. 10. nóvember 2024 09:44
Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ „Í rúm tvö hundruð ár hafa Bandaríkin staðið í mikilfenglegustu stjálfstjórnartilraun í alheimssögunni. Það er ekki ýkja það er staðreynd. Þar kýs fólk og velur sér sína eigin leiðtoga á friðsamlegan hátt. Í lýðræði nær vilji fólksins alltaf fram,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann ávarpaði þjóð sína í dag. 7. nóvember 2024 17:22