Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2024 10:46 Líkur eru á að boðað verði til kosninga í Þýskalandi snemma á næsta ári eftir að ríkisstjórn Olafs Scholz kanslara sprakk í síðustu viku. Kay Nietfeld/dpa/AP Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segist til í að efna til vantraustsatkvæðagreiðslu á þingi fyrr en hann hafði ætlað ef samstaða ríkir um það á meðal stjórnmálaflokkanna. Líkurnar á skyndikosningum snemma á næsta ári fara því vaxandi. Þriggja flokka samsteypustjórn Scholz sprakk í síðustu viku þegar hann rak Christian Lindner, fjármálaráðherra Frjálsra demókrata, vegna ágreinings um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Scholz boðaði í kjölfarið að hann ætlaði sér að leiða minnihlutastjórn þar til atkvæðagreiðsla um vantraust yrði haldin í janúar. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að sú atkvæðagreiðsla verði haldin strax. Annað hljóð var komið í strokkinn í viðtali Scholz við ríkisfjölmiðilinn ARD í gær. Þar sagðist hann til í að halda atkvæðagreiðsluna fyrir jól ef allir væru sammála um það. „Ég er ekki límdur við embætti mitt,“ sagði kanslarinn. Verði Scholz undir í atkvæðagreiðslunni, sem er talið óumflýjanlegt, hefur forseti landsins 21 dag til þess að slíta þingi. Boða verður til kosninga innan sextíu daga eftir þingslit, að því er segir í frétt DW. Christian Lindner, fyrrverandi fjármálaráðherra Þýskalands, fékk reisupassann frá Olaf Scholz í síðustu viku. Þeim greindi á um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar.Vísir/EPA Stjórnin hefði sprungið fyrr án hans Scholz hafnaði því í viðtalinu að hafa á einhvern hátt skipulagt stjórnarslitin. Hann hefði barist fyrir því að halda samstarfi Sósíaldemókrataflokksins síns við Græningja og frjálsa demókrata áfram. Án hans hefði stjórnin sprungið mun fyrr. Hún hefði raunar aldrei verið stofnuð án hans atbeina. „Ég lét mig hafa það að láta á engu bera í þágu málamiðlunar og samstarfs og stundum að leika ljótan leik. En þegar þessu er lokið þá er því lokið,“ sagði Scholz. Þegar kanslarinn rak Lindner sagðist hann hafa verið ósammála áformum fjármálaráðherrans um skattalækkanir á þá tekjuhæstu á sama tíma og hann ætlaði að skerða lífeyri eftirlaunaþega. Í viðtalinu í gær sagði Scholz að það hefði legið beint við að reka Lindner. Þýskaland Tengdar fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi vill að vantraustillaga á hendur ríkisstjórn landsins verði tekin fyrir strax, en Þýskalandskannslari hefur talað fyrir því að tillagan verði tekin fyrir á næsta ári. 7. nóvember 2024 11:37 Ríkissjórn Scholz er sprungin Ríkissjórn Olaf Scholz Þýskalandskanslara er sprungin eftir að einn þriggja stjórnarflokkanna ákvað að segja skilið við ríkisstjórnina. Það gerðist í kjölfar þess að Scholz ákvað að reka fjármálaráðherrann Christian Lindner, leiðtoga Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem átti aðild að stjórninni. 6. nóvember 2024 22:58 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Þriggja flokka samsteypustjórn Scholz sprakk í síðustu viku þegar hann rak Christian Lindner, fjármálaráðherra Frjálsra demókrata, vegna ágreinings um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Scholz boðaði í kjölfarið að hann ætlaði sér að leiða minnihlutastjórn þar til atkvæðagreiðsla um vantraust yrði haldin í janúar. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að sú atkvæðagreiðsla verði haldin strax. Annað hljóð var komið í strokkinn í viðtali Scholz við ríkisfjölmiðilinn ARD í gær. Þar sagðist hann til í að halda atkvæðagreiðsluna fyrir jól ef allir væru sammála um það. „Ég er ekki límdur við embætti mitt,“ sagði kanslarinn. Verði Scholz undir í atkvæðagreiðslunni, sem er talið óumflýjanlegt, hefur forseti landsins 21 dag til þess að slíta þingi. Boða verður til kosninga innan sextíu daga eftir þingslit, að því er segir í frétt DW. Christian Lindner, fyrrverandi fjármálaráðherra Þýskalands, fékk reisupassann frá Olaf Scholz í síðustu viku. Þeim greindi á um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar.Vísir/EPA Stjórnin hefði sprungið fyrr án hans Scholz hafnaði því í viðtalinu að hafa á einhvern hátt skipulagt stjórnarslitin. Hann hefði barist fyrir því að halda samstarfi Sósíaldemókrataflokksins síns við Græningja og frjálsa demókrata áfram. Án hans hefði stjórnin sprungið mun fyrr. Hún hefði raunar aldrei verið stofnuð án hans atbeina. „Ég lét mig hafa það að láta á engu bera í þágu málamiðlunar og samstarfs og stundum að leika ljótan leik. En þegar þessu er lokið þá er því lokið,“ sagði Scholz. Þegar kanslarinn rak Lindner sagðist hann hafa verið ósammála áformum fjármálaráðherrans um skattalækkanir á þá tekjuhæstu á sama tíma og hann ætlaði að skerða lífeyri eftirlaunaþega. Í viðtalinu í gær sagði Scholz að það hefði legið beint við að reka Lindner.
Þýskaland Tengdar fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi vill að vantraustillaga á hendur ríkisstjórn landsins verði tekin fyrir strax, en Þýskalandskannslari hefur talað fyrir því að tillagan verði tekin fyrir á næsta ári. 7. nóvember 2024 11:37 Ríkissjórn Scholz er sprungin Ríkissjórn Olaf Scholz Þýskalandskanslara er sprungin eftir að einn þriggja stjórnarflokkanna ákvað að segja skilið við ríkisstjórnina. Það gerðist í kjölfar þess að Scholz ákvað að reka fjármálaráðherrann Christian Lindner, leiðtoga Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem átti aðild að stjórninni. 6. nóvember 2024 22:58 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Vill taka vantraustið fyrir strax Formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi vill að vantraustillaga á hendur ríkisstjórn landsins verði tekin fyrir strax, en Þýskalandskannslari hefur talað fyrir því að tillagan verði tekin fyrir á næsta ári. 7. nóvember 2024 11:37
Ríkissjórn Scholz er sprungin Ríkissjórn Olaf Scholz Þýskalandskanslara er sprungin eftir að einn þriggja stjórnarflokkanna ákvað að segja skilið við ríkisstjórnina. Það gerðist í kjölfar þess að Scholz ákvað að reka fjármálaráðherrann Christian Lindner, leiðtoga Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem átti aðild að stjórninni. 6. nóvember 2024 22:58