Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2024 10:55 Skjáskot af tveimur nýlegum myndböndum af aftökum á úkraínskum stríðsföngum. Ráðamenn í Úkraínu segja rússneska hermenn taka sífellt fleiri úkraínska stríðsfanga af lífi. Oft á tíðum hafi stríðsfangar verið skotnir til bana í návígi, eftir að þeir hafa verið teknir höndum og hafa Rússar jafnvel tekið sig upp taka menn af lífi og birt myndböndin á netinu. Aftökum virðist hafa fjölgað mjög á þessu ári. Frá því innrás Rússa hófst hafa yfirvöld í Úkraínu að minnsta kosti 43 tilfelli og aftökur á 113 stríðsföngum til rannsóknar. Rúmlega þriðjungur þeirra mála er frá þessu ári en inn í þessum tölum er ekki alveg nýjustu tilfellin. Í svörum frá ríkissaksóknara Úkraínu til Washington Post segir að tilkynningar um aftökur berist nánast í hverri viku. Á undanförnum vikum hafi tilfellum fjölgað talsvert og fregnir borist af því að á fjórða tug stríðsfanga hafi verið teknir af lífi. Á dögunum náðu Úkraínumenn myndbandi af því þegar rússneskir hermenn tóku sextán úkraínska hermenn af lífi nærri Pokrovs í austurhluta Úkraínu. Sjá einnig: „Einstaklega blóðugur“ september Tvö nýleg tilfelli þar sem úkraínskir hermenn voru teknir af lífi í haldi Rússa litu dagsins ljós á dögunum. Í öðru tilfellinu var atvikið fangað á dróna af Úkraínumönnum en í hinu tóku rússneskir hermenn upp þegar þeir skutu særðan úkraínskan hermann til bana, skömmu eftir að þeir spjölluðu við hann þar sem hann lá í götunni. Aftökurnar virðast kerfisbundnar og það að hermenn taki þær upp og birti á netinu, gefur sterklega til kynna að þeir búist ekki við því að verða refsað. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa rússneskir hermenn ítrekað birt myndir og myndbönd af aftökum á úkraínskum hermönnum. Flestir hafa verið skotnir til bana og annað myndband sýndi þegar rússneskur hermaður skar undan bundnum úkraínskum hermanni og skaut hann svo í höfuðið. Öðru sinni birtu rússneskir hermenn myndband af því þegar þeir skáru höfuðið af lifandi úkraínskum hermanni. Ekki er vitað til þess að rússneskum hermönnum hafi verið refsað fyrir aftökur á úkraínskum stríðsföngum. Ekki einangruð tilfelli Embættismenn í Úkraínu segja að þeir noti myndbönd sem fönguð séu með drónum eða sem Rússar birti sjálfir, til að varpa ljósi á aftökur. Einnig sé notast við hleruð símtöl þar sem rússneskir hermenn segja ættingjum sínum heima frá aftökum. Það að taka menn sem hafa gefist upp af lífi er brot á Genfarsáttmálanum og stríðsglæpur. „Við höfum sannanir fyrir því að þetta séu ekki einangruð tilfelli, heldur hluti af kerfisbundinni stefnu, sem sé ekki einungis liðin af yfirmönnum hersins og pólitískum leiðtogum, heldur hvetji þeir til þeirra,“ segir í áðurnefndum svörum ríkissaksóknara Úkraínu til Washington Post. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hélt því fram í síðasta mánuði að rússneskir hermenn hefðu framið nærri því 140 þúsund stríðsglæpi í Úkraínu frá febrúar 2022. Sökuðu Rússa um glæpi gegn mannkyninu Mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir á blaðamannafundi í lok október að pyntingar rússneskra hermanna á óbreyttum borgurum og stríðsföngum í Úkraínu væru „glæpir gegn mannkyninu“. Teymið hefur fundið vísbendingar um pyntingar í öllum hernumdum héruðum Úkraínu og í fangabúðum í sjálfu Rússlandi. Föngum væri nauðgað, þeir væru neyddir til að vera naktir löngum stundum og beittir ýmsu öðru kynferðislegu ofbeldi og það hafi valdið fólki andlegum skaða. Teymið segir yfirmenn í rússneska hernum og embættismenn hafa vitað af og beinlínis hvatt til pyntinga á föngum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Aftökum virðist hafa fjölgað mjög á þessu ári. Frá því innrás Rússa hófst hafa yfirvöld í Úkraínu að minnsta kosti 43 tilfelli og aftökur á 113 stríðsföngum til rannsóknar. Rúmlega þriðjungur þeirra mála er frá þessu ári en inn í þessum tölum er ekki alveg nýjustu tilfellin. Í svörum frá ríkissaksóknara Úkraínu til Washington Post segir að tilkynningar um aftökur berist nánast í hverri viku. Á undanförnum vikum hafi tilfellum fjölgað talsvert og fregnir borist af því að á fjórða tug stríðsfanga hafi verið teknir af lífi. Á dögunum náðu Úkraínumenn myndbandi af því þegar rússneskir hermenn tóku sextán úkraínska hermenn af lífi nærri Pokrovs í austurhluta Úkraínu. Sjá einnig: „Einstaklega blóðugur“ september Tvö nýleg tilfelli þar sem úkraínskir hermenn voru teknir af lífi í haldi Rússa litu dagsins ljós á dögunum. Í öðru tilfellinu var atvikið fangað á dróna af Úkraínumönnum en í hinu tóku rússneskir hermenn upp þegar þeir skutu særðan úkraínskan hermann til bana, skömmu eftir að þeir spjölluðu við hann þar sem hann lá í götunni. Aftökurnar virðast kerfisbundnar og það að hermenn taki þær upp og birti á netinu, gefur sterklega til kynna að þeir búist ekki við því að verða refsað. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa rússneskir hermenn ítrekað birt myndir og myndbönd af aftökum á úkraínskum hermönnum. Flestir hafa verið skotnir til bana og annað myndband sýndi þegar rússneskur hermaður skar undan bundnum úkraínskum hermanni og skaut hann svo í höfuðið. Öðru sinni birtu rússneskir hermenn myndband af því þegar þeir skáru höfuðið af lifandi úkraínskum hermanni. Ekki er vitað til þess að rússneskum hermönnum hafi verið refsað fyrir aftökur á úkraínskum stríðsföngum. Ekki einangruð tilfelli Embættismenn í Úkraínu segja að þeir noti myndbönd sem fönguð séu með drónum eða sem Rússar birti sjálfir, til að varpa ljósi á aftökur. Einnig sé notast við hleruð símtöl þar sem rússneskir hermenn segja ættingjum sínum heima frá aftökum. Það að taka menn sem hafa gefist upp af lífi er brot á Genfarsáttmálanum og stríðsglæpur. „Við höfum sannanir fyrir því að þetta séu ekki einangruð tilfelli, heldur hluti af kerfisbundinni stefnu, sem sé ekki einungis liðin af yfirmönnum hersins og pólitískum leiðtogum, heldur hvetji þeir til þeirra,“ segir í áðurnefndum svörum ríkissaksóknara Úkraínu til Washington Post. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hélt því fram í síðasta mánuði að rússneskir hermenn hefðu framið nærri því 140 þúsund stríðsglæpi í Úkraínu frá febrúar 2022. Sökuðu Rússa um glæpi gegn mannkyninu Mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir á blaðamannafundi í lok október að pyntingar rússneskra hermanna á óbreyttum borgurum og stríðsföngum í Úkraínu væru „glæpir gegn mannkyninu“. Teymið hefur fundið vísbendingar um pyntingar í öllum hernumdum héruðum Úkraínu og í fangabúðum í sjálfu Rússlandi. Föngum væri nauðgað, þeir væru neyddir til að vera naktir löngum stundum og beittir ýmsu öðru kynferðislegu ofbeldi og það hafi valdið fólki andlegum skaða. Teymið segir yfirmenn í rússneska hernum og embættismenn hafa vitað af og beinlínis hvatt til pyntinga á föngum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira