Íslenski boltinn

Ný­liðarnir ráða þjálfarann sem yfir­mann knatt­spyrnu­mála

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurður Ragnar (t.h.) er nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá Keflavík. Hér er hann ásamt Eysteini Húna, samþjálfara sínum hjá Keflavík.
Sigurður Ragnar (t.h.) er nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá Keflavík. Hér er hann ásamt Eysteini Húna, samþjálfara sínum hjá Keflavík. Vísir/Vilhelm

Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Keflavík, nýliðum Pepsi Max deildarinnar sumarið 2021. 

Sigurður Ragnar mun sinna starfinu samhliða þjálfun meistaraflokks karla hjá Keflavík en hann er annar af aðalþjálfurum liðsins ásamt Eysteini Húna Haukssyni.

Sigurður Ragnar og Eysteinn Húni stýrðu Keflavík upp um deild síðasta sumar en liðið vann Lengjudeild karla. Liðið spilaði frábærlega nær allt sumarið og skoruðu 57 mörk í aðeins 19 leikjum.

„Starf yfirmanns knattspyrnumála er viðbót við umgjörð Keflavíkur sem miðar að því að byggja upp sterkari leikmenn og öflugri einstaklinga,“ segir í tilkynningu frá Keflavík.

Mun þetta tengja alla flokka félagsins betur og mun Sigurður Ragnar starfa náið með framkvæmdastjóra Keflavíkur, þjálfarateymi yngri flokka sem og barna- og unglingaráði auk kvennaráðs og stjórnar.

„Keflavík er eitt af stóru félögunum í knattspyrnu á Íslandi og ég er mjög spenntur fyrir því að taka við þessu starfi og aðstoða Keflavík við að ná sínum markmiðum. Umgjörðin í kringum félagið er mjög góð og ég mun vinna í að finna leiðir til að gera gott starf enn betra, fá fólk í lið með mér til að efla faglegt starf félagsins og vinna að því að þjálfun og þróun leikmanna verði enn betri. Ég er sannfærður um að við getum tekið félagið á næsta stig,“ sagði Sigurður Ragnar við undirskriftina.

Sigurður Ragnar þjálfaði íslenska kvennalandsliðið frá 2007 til 2013, kom hann liðinu tvisvar á EM á þeim tíma. Þá hefur hann þjálfað aðallið karlaliðs ÍBV, verið aðstoðarþjálfari Lilleström í norsku úrvalsdeildinni sem og þjálfað A-landslið Kína ásamt kvennalið Jiangsu Suning í Kína. Gerði hann síðastnefnda liðið að bikarmeisturum ásamt því að vinna bronsverðlaun í Asíukeppninni með Kína og koma liðinu á HM.

Keflavík ræður Sigga Ragga sem yfirmann knattspyrnumála Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur ráðið Sigurð Ragnar...

Posted by Knattspyrnudeild Keflavíkur on Tuesday, December 15, 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×