Nýliðarnir ráða þjálfarann sem yfirmann knattspyrnumála Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. desember 2020 18:01 Sigurður Ragnar (t.h.) er nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá Keflavík. Hér er hann ásamt Eysteini Húna, samþjálfara sínum hjá Keflavík. Vísir/Vilhelm Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Keflavík, nýliðum Pepsi Max deildarinnar sumarið 2021. Sigurður Ragnar mun sinna starfinu samhliða þjálfun meistaraflokks karla hjá Keflavík en hann er annar af aðalþjálfurum liðsins ásamt Eysteini Húna Haukssyni. Sigurður Ragnar og Eysteinn Húni stýrðu Keflavík upp um deild síðasta sumar en liðið vann Lengjudeild karla. Liðið spilaði frábærlega nær allt sumarið og skoruðu 57 mörk í aðeins 19 leikjum. „Starf yfirmanns knattspyrnumála er viðbót við umgjörð Keflavíkur sem miðar að því að byggja upp sterkari leikmenn og öflugri einstaklinga,“ segir í tilkynningu frá Keflavík. Mun þetta tengja alla flokka félagsins betur og mun Sigurður Ragnar starfa náið með framkvæmdastjóra Keflavíkur, þjálfarateymi yngri flokka sem og barna- og unglingaráði auk kvennaráðs og stjórnar. „Keflavík er eitt af stóru félögunum í knattspyrnu á Íslandi og ég er mjög spenntur fyrir því að taka við þessu starfi og aðstoða Keflavík við að ná sínum markmiðum. Umgjörðin í kringum félagið er mjög góð og ég mun vinna í að finna leiðir til að gera gott starf enn betra, fá fólk í lið með mér til að efla faglegt starf félagsins og vinna að því að þjálfun og þróun leikmanna verði enn betri. Ég er sannfærður um að við getum tekið félagið á næsta stig,“ sagði Sigurður Ragnar við undirskriftina. Sigurður Ragnar þjálfaði íslenska kvennalandsliðið frá 2007 til 2013, kom hann liðinu tvisvar á EM á þeim tíma. Þá hefur hann þjálfað aðallið karlaliðs ÍBV, verið aðstoðarþjálfari Lilleström í norsku úrvalsdeildinni sem og þjálfað A-landslið Kína ásamt kvennalið Jiangsu Suning í Kína. Gerði hann síðastnefnda liðið að bikarmeisturum ásamt því að vinna bronsverðlaun í Asíukeppninni með Kína og koma liðinu á HM. Keflavík ræður Sigga Ragga sem yfirmann knattspyrnumála Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur ráðið Sigurð Ragnar...Posted by Knattspyrnudeild Keflavíkur on Tuesday, December 15, 2020 Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira
Sigurður Ragnar mun sinna starfinu samhliða þjálfun meistaraflokks karla hjá Keflavík en hann er annar af aðalþjálfurum liðsins ásamt Eysteini Húna Haukssyni. Sigurður Ragnar og Eysteinn Húni stýrðu Keflavík upp um deild síðasta sumar en liðið vann Lengjudeild karla. Liðið spilaði frábærlega nær allt sumarið og skoruðu 57 mörk í aðeins 19 leikjum. „Starf yfirmanns knattspyrnumála er viðbót við umgjörð Keflavíkur sem miðar að því að byggja upp sterkari leikmenn og öflugri einstaklinga,“ segir í tilkynningu frá Keflavík. Mun þetta tengja alla flokka félagsins betur og mun Sigurður Ragnar starfa náið með framkvæmdastjóra Keflavíkur, þjálfarateymi yngri flokka sem og barna- og unglingaráði auk kvennaráðs og stjórnar. „Keflavík er eitt af stóru félögunum í knattspyrnu á Íslandi og ég er mjög spenntur fyrir því að taka við þessu starfi og aðstoða Keflavík við að ná sínum markmiðum. Umgjörðin í kringum félagið er mjög góð og ég mun vinna í að finna leiðir til að gera gott starf enn betra, fá fólk í lið með mér til að efla faglegt starf félagsins og vinna að því að þjálfun og þróun leikmanna verði enn betri. Ég er sannfærður um að við getum tekið félagið á næsta stig,“ sagði Sigurður Ragnar við undirskriftina. Sigurður Ragnar þjálfaði íslenska kvennalandsliðið frá 2007 til 2013, kom hann liðinu tvisvar á EM á þeim tíma. Þá hefur hann þjálfað aðallið karlaliðs ÍBV, verið aðstoðarþjálfari Lilleström í norsku úrvalsdeildinni sem og þjálfað A-landslið Kína ásamt kvennalið Jiangsu Suning í Kína. Gerði hann síðastnefnda liðið að bikarmeisturum ásamt því að vinna bronsverðlaun í Asíukeppninni með Kína og koma liðinu á HM. Keflavík ræður Sigga Ragga sem yfirmann knattspyrnumála Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur ráðið Sigurð Ragnar...Posted by Knattspyrnudeild Keflavíkur on Tuesday, December 15, 2020
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira