Flytjum störf en ekki stofnanir út á land Jón Ingi Hákonarson skrifar 16. desember 2020 08:01 Það er of algengt að ráðherrar taki það upp hjá sjálfum sér að flytja heilu stofnanirnar í kjördæmin sín með öllu því raski sem því fylgir á starfseminni. Niðurstaðan er oft sú að mikilvæg þekking, reynsla og mannauður tapast með þeim afleiðingum að mörg ár getur tekið að gera brottfluttar stofnanir öflugar og skilvirkar á ný. Við erum fámenn þjóð og mikilvægt að stofnanir okkar séu eins sterkar og öflugar eins og frekast er kostur. Það að lama þær til lengri eða skemmri tíma með þessum hætti er óboðlegt. Aftur á móti er mikilvægt að fjölga markvisst atvinnutækifærum úti á landsbyggðinni. Lífsgæði þar eru mikil og mikilvægt að stuðla að sem fjölbreyttustu atvinnulífi sem víðast. Því þarf ríkisvaldið að móta sér stefnu varðandi rekstur stofnana með það að markmiði að færa einstök störf stofnanna þangað sem hæft starfsfólk býr. Kófið hefur sýnt okkur fram á að hægt er að sinna margvíslegum sérfræðistörfum hvar sem er, við erum ekki bundinn skrifstofunni átthagafjötrum. Stórfyrirtæki víða um heim hafa áttað sig á þessum nýja veruleika starfa án staðsetningar og farin að nýta sér með góðum árangri. Það eru tækifæri í því að nýta húsnæði úti á landi fyrir sérfræðinga stofnana á Höfuðborgarsvæðinu. Nýlegt dæmi frá Flateyri sýnir okkur að möguleikar okkar til að glæða fámennari byggðarlög lífi felast í því að leyfa fólki að velja sér búsetu og færa störfin til þeirra. Gamla símstöðin er að öðlast nýtt líf þar sem nýsköpun og frumkvöðlakraftur fær að ríkja. Ríkið getur vel komið inn í slík verkefni með því að setja sér markmið um að ákveðið hlutfall sérfræðistarfa færist á staði eins og Flateyri. Þannig náum við að viðhalda og efla stofnanir okkar og efla og tengja betur byggðina um allt land. Leggjum af þá óværu að flytja heilu stofnanirnar í heilu lagi með öllu því raski sem því fylgir. Þessi, „allt eða ekkert“, hugsunarháttur er óþarfur ósiður. Verum heldur markviss í aðgerðum okkar öllum til heilla. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Byggðamál Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Sjá meira
Það er of algengt að ráðherrar taki það upp hjá sjálfum sér að flytja heilu stofnanirnar í kjördæmin sín með öllu því raski sem því fylgir á starfseminni. Niðurstaðan er oft sú að mikilvæg þekking, reynsla og mannauður tapast með þeim afleiðingum að mörg ár getur tekið að gera brottfluttar stofnanir öflugar og skilvirkar á ný. Við erum fámenn þjóð og mikilvægt að stofnanir okkar séu eins sterkar og öflugar eins og frekast er kostur. Það að lama þær til lengri eða skemmri tíma með þessum hætti er óboðlegt. Aftur á móti er mikilvægt að fjölga markvisst atvinnutækifærum úti á landsbyggðinni. Lífsgæði þar eru mikil og mikilvægt að stuðla að sem fjölbreyttustu atvinnulífi sem víðast. Því þarf ríkisvaldið að móta sér stefnu varðandi rekstur stofnana með það að markmiði að færa einstök störf stofnanna þangað sem hæft starfsfólk býr. Kófið hefur sýnt okkur fram á að hægt er að sinna margvíslegum sérfræðistörfum hvar sem er, við erum ekki bundinn skrifstofunni átthagafjötrum. Stórfyrirtæki víða um heim hafa áttað sig á þessum nýja veruleika starfa án staðsetningar og farin að nýta sér með góðum árangri. Það eru tækifæri í því að nýta húsnæði úti á landi fyrir sérfræðinga stofnana á Höfuðborgarsvæðinu. Nýlegt dæmi frá Flateyri sýnir okkur að möguleikar okkar til að glæða fámennari byggðarlög lífi felast í því að leyfa fólki að velja sér búsetu og færa störfin til þeirra. Gamla símstöðin er að öðlast nýtt líf þar sem nýsköpun og frumkvöðlakraftur fær að ríkja. Ríkið getur vel komið inn í slík verkefni með því að setja sér markmið um að ákveðið hlutfall sérfræðistarfa færist á staði eins og Flateyri. Þannig náum við að viðhalda og efla stofnanir okkar og efla og tengja betur byggðina um allt land. Leggjum af þá óværu að flytja heilu stofnanirnar í heilu lagi með öllu því raski sem því fylgir. Þessi, „allt eða ekkert“, hugsunarháttur er óþarfur ósiður. Verum heldur markviss í aðgerðum okkar öllum til heilla. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun